Fréttablaðið - 30.08.2022, Side 2

Fréttablaðið - 30.08.2022, Side 2
Blásið í hávaðaroki Vallarstarfsmönnum Golfklúbbs Ness fannst suðaustanrokið ekki nægur blástur til að losna við sand þannig að þeir bættu aðeins í. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Atli Jónasson stóð í marki Leiknis á sunnudag, þrettán árum eftir síðasta leik í efstu deild. Þrátt fyrir tap gegn Blikum varði Atli víti. „Ég vissi hvar hann myndi skjóta,“ segir Atli sem neitar þó að gefa upp hvert sé leyndar- málið á bak við að verja víti. benediktboas@frettabladid.is FÓTBOLTI „Ég vissi hvert Höskuldur var að fara að skjóta um leið og hann setti boltann niður á víta- punktinn. Ég get reyndar ekki sagt þér hvernig því ég gæti spilað annan leik eftir þrettán ár,“ segir Atli Jónas- son, markvörður Leiknis, en hann stóð á milli stanganna gegn topp- liði Breiðabliks á sunnudag í Bestu deildinni. Leiknir tapaði leiknum 4-0 en Atli varði víti frá Höskuldi Gunn- laugssyni og fær hrós frá þeim fjölmiðlum sem fjalla um Bestu deildina. Alls eru þrettán ár síðan Atli spilaði síðast í efstu deild. Þá spilaði hann í 4-3 tapi KR gegn Val. Logi Ólafsson stýrði þá KR. Atli lék á sínum tíma 20 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann var lengst af á mála hjá litla bróður KR, KV, og átti stóran þátt í að liðið fór alla leið upp í næstefstu deild árið 2014. Hann hefur lítið spilað síðan 2018. Hann segir að skrokkurinn hafi verið fínn eftir leikinn. Hann sé búinn að æfa eins og maður síðan í mars og búinn að vera á bekknum í allt sumar. Hann var í fríi í gær og ætlaði að hafa það notalegt. „Ég var helvíti lengi að komast í gang – viðurkenni það en ég er alveg í allt í lagi standi.“ Viktor Freyr Sigurðsson er aðal- mark vörður Leik nis en hann meiddist gegn KR og Atli hefur verið honum til halds og trausts. Varamarkvörður Leiknis var svo slökkviliðsmaðurinn og Leiknis- goðsögnin Eyjólfur Tómasson. „Það var hóað í Eyjó til að vera á bekknum. Hann æfir ekkert, er bara í slökkviliðinu, en hann er mikill Leiknismaður og segir ekki nei þegar félagið hans er í vanda. Hann hjólaði beint frá slökkvistöð- inni og fékk sér sæti á bekknum.“ Leiknir er sem stendur í neðsta sæti en Atli segir að hjartað í liðinu og gæðin muni halda klúbbnum uppi. „Þjálfarinn hefur orðað þetta ágætlega í viðtölum og bent á að það sé nánast þráhyggja að halda Leikni uppi. Mér finnst við ekkert vera að fara á taugum. Við ætlum að halda okkur uppi og erum með lið og hjarta í það,“ segir Atli. ■ Spilaði aftur í deild þeirra bestu eftir þrettán ára bið Atli hefur æft með Leikni síðan í mars til að vera hinum unga Viktori Sigurðs- syni til halds og trausts. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Atli við það að verja vítið frá Höskuldi. MYND/HAUKUR GUNNARSSON Frá og með 1 september verður opnunartími Læknavaktarinnar Háaleitisbraut 68 frá kl:17:00 til 22:00 virka daga og frá 9:00 til 22:00 um helgar. helenaros@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Stefán Ari Guð- mundsson, framk væmdastjóri Læknavaktarinnar, segir manneklu ástæðu þess að opnunartími verður styttur um eina og hálfa klukku- stund frá og með 1. september. Vaktinni verður lokað klukkan tíu á kvöldin í stað hálf tólf. Aðspurður segist Stefán Ari telja að breytt fyrirkomulag sé komið til að vera og að ákvörðunin sé tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið, Landspítala og Heilsugæsluna. „Það eru allir meðvitaðir um þetta.“ Þá telur hann að styttingin muni ekki hafa áhrif á þjónustuna. „Ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk þurfi að bíða skemur. Okkur tekst að manna þetta betur af því við erum að loka fyrr, það eru svona mínar væntingar,“ segir hann. Stefán Ari telur að styttingin muni ekki hafa mikil áhrif á bráða- móttökuna. Heimavitjanir Lækna- vaktarinnar verði áfram í boði til hálf tólf. Fólk geti haft samband í síma 1770 og hjúkrunarfræðingar meti hvort þörf sé á vitjun. ■ Læknavaktinni verður lokað fyrr Margir leita til vaktarinnar á kvöldin. benediktarnar@frettabladid.is SKOTVOPN Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir að innflutningur á skotvopn- um hafi aukist undanfarin ár og því þurfi að auka eftirlit. Hún hefur kallað eftir því að heimildir sem skilgreina hvaða vopn megi f lytja inn verði þrengdar aftur. „Sjálfvirk skotvopn og hálfsjálf- virk vopn eru flutt inn á grundvelli safnaleyfis og það hefur síðastliðin fimm, sex ár verið heimilað í aukn- um mæli. Það hafa verið þröngar skilgreiningar á hvaða vopn megi f lytja inn. Þær hafa verið aðeins víkkaðar út en við höfum kallað eftir því að það verði sett mjög þröng skilyrði fyrir innflutningi á slíkum vopnum,“ segir Rannveig. Lögreglan fer með eftirlit með skráðum vopnum, en Rannveig telur að það sé ekki mikið um ólög- leg vopn. „Við gætum örugglega gert betur og viljum gera betur, en það er alltaf möguleiki að það sé eitt- hvað af vopnum að koma ólöglega inn í landið. Við erum ekki að hald- leggja ólögleg vopn í neinum mæli, sem er kannski vísbending um að það sé ekki mikið um ólögleg vopn á landinu,“ segir Rannveig. ■ Áhyggur af sjálfvirkum skotvopnum Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá ríkislögreglu- stjóra 2 Fréttir 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.