Fréttablaðið - 30.08.2022, Side 31
Við stöndum nær
kúnnunum okkar
með því að þjónusta þá
bæði á Íslandi og á Spáni.
Það er íslenskumælandi
starfsmaður alla leið í
ferlinu. Við sinnum öllu
og öllum.
Bjarni Sigurðsson
alla leið í ferlinu. Við sinnum öllu
og öllum.
Það eru ekki bara kaupin á
fasteign. Við aðstoðum fólk við að
kaupa og leigja bíla, fylla út skatt-
skýrslu eða erfðaskrá og hjálpum
fólki að komast í ferðir og í golf.
Snertiflöturinn við viðskiptavin-
ina er svo mikill hjá okkur og þjón-
ustusviðið er breitt. Við viljum
halda utan um kúnnana okkar alla
leið og það kunna þeir að meta,“
segir Bjarni en ellefu manns starfa
hjá Spánarheimilum.
„Hjá okkur starfa eingöngu
Íslendingar að undanskildum
spænskum lögfræðifulltrúa sem
sinnir pappírsmálunum. Þó svo að
söludeildin sé okkar hjarta og sé
sú deild sem mest snýst um þá er
þjónustudeildin okkar mjög öflug
sem sér um alla þjónustu gagnvart
fasteignaeigendunum. Við erum
með fasteignaumsjón og eftirlit
með eignum, við erum að leigja út
eignir, við erum með okkar eigin
deilibíla og bílaleigu, golfklúbb
og öflugan vildarklúbb þar sem
viðskiptavinir njóta vildarkjara á
hinu og þessu eins og golfi, f lugi og
bílum.“
Paradís fyrir kylfinga
Costa Blanca svæðið er svo sannar-
lega draumastaður fyrir kylfinga
en fjölmargir glæsilegir golfvellir
eru þar til staðar.
„Svæðið er ofsalega stórt sem
fólk áttar sig ekki oft á þegar það
kemur í fyrsta skipti. Vinnu-
svæði okkar er mjög stórt, alveg
frá Valencia til Murcia, sem eru
aðal orlofshúsasvæðin í kringum
Alicante. Golfið er orðið ansi
mikilvægur þáttur í lífi fólks og
þetta svæði er algjör paradís fyrir
kylfinga. Það er varla hægt að
þverfóta fyrir golfvöllum og það
er gaman að segja frá því að við
nýttum Covid-tímann í að stofna
GÍS – golfklúbb fyrir Íslendinga á
Spáni. Við höfum þegar samið við
þrettán golfklúbba þar sem okkar
vildarvinir njóta góðra kjara og
geta spilað ódýrara golf. Golfið er
orðið ansi stórt sport og það kemur
alltaf á óvart hversu margir eru
komnir í það,“ segir Bjarni.
Hefur eftirspurnin aukist eftir
heimsfaraldurinn?
„Það má alveg segja að hún sé
komin á sama stað og fyrir Covid.
Við sjáum það á sölutölunum að
við erum í svipuðum gír og fyrir
Covid og einkennandi nú hvað
mörg spennandi orlofshúsasvæði
eru í uppbyggingu á kannski
áður óþekktum svæðum fyrir
Íslendinginn. Þó við séum að höfða
til Íslendinga þá erum við líka
að vinna á Evrópumarkaðnum.
Salan á svæðinu er nokkuð góð
og hefur tekið við sér eftir Covid.
Markaðurinn er líflegur. Fasteigna-
verð er í hækkunarfasa en þó ekki
eins og geðveikin á Íslandi þegar
allt rauk upp um 20-30 prósent á
milli mánaða. Verðið stóð í stað
Spáni í Covid en er aðeins að stíga
upp núna.“
Sinna pólska markaðnum
Bjarni segir að Spánarheimili
bryddi upp á nýjungum í starf-
semi sinni. „Fyrir einum mánuði
síðan réðum við pólska konu sem
er íslenskur ríkisborgari og talar
íslensku og starfar nú sem söluráð-
gjafi gagnvart pólska markaðnum.
Með þessu erum við að sinna
pólska markaðnum á Íslandi og í
Póllandi. Við fundum fyrir því að
Pólverjarnir eru almennt mikið að
kaupa á Spáni og núna erum við
byrjuð að sinna þessum hópi frá
Íslandi. Það verður gaman að sjá
hvernig þetta gengur.“
Eins og flestir vita er verðlag
almennt talsvert lægra á Spáni en á
Íslandi og á það við um flesta hluti.
Að sögn Bjarna er fasteigna-
verðið, framfærslan, maturinn og
allar nauðsynjar svo miklu lægra
á Spáni. Hann segir að fasteigna-
verðið sé mjög gott miðað við
Ísland og rekstrarkostnaðurinn
miklu minni. Bjarni segir að það
séu ekki lengur bara eldri borgarar
sem fjárfesta í eignum á Spáni.
„Það hefur breyst á undan-
förnum misserum. Þegar ég var að
byrja í þessu fyrst þá voru þetta
mestmegnis eldri borgarar og þeir
sem voru að komast á lífeyri sem
voru að kaupa. Núna er aldurinn
að færast mun neðar. Maður
finnur mynstrið hjá mörgum.
Þeir eru kannski að spá í að kaupa
sér sumarhús í Grímsnesi. Það
kostar kannski á bilinu 40–60
milljónir króna en þá ertu kominn
í einbýlishúsaverð á Spáni. Þú
getur keypt þér íbúð á Spáni fyrir
25-30 milljónir, f lotta nýja íbúð
á besta stað við ströndina. Yngra
fólk og fjölskyldufólk er að kaupa
íverustað á Spáni. Markaðurinn
hefur verið að stækka. Þetta er
ekki lengur bara 67 plús sem er
að kaupa þótt sá hópur sé enn til
staðar. Fasteignakaupendur eru að
færast neðar í aldri.“
Nýjar og notaðar eignir
Bjarni segir að framboðið sé nóg.
„Það sem hefur breyst er að fólk
vill meira fá nýlegar eignir og það
sækist eftir eignum í norður-evr-
ópskum stöðlum. Við bjóðum til
sölu bæði nýjar og notaðar eignir.
Það eru margir aðilar á markaðn-
um sem eru bara í því að selja nýjar
eignir en við erum með hvoru-
tveggja og erum í samstarfsneti
erlendra fasteignasala. Við höfum
því aðgang að öllum eignum sem
eru á markaði á hverjum tíma. Það
er ekki skortur á eignunum. Þetta
er ákveðinn kaupendamarkaður
en ekki seljendamarkaður eins
og hefur kannski verið á Íslandi,“
segir Bjarni en þess má geta að
Spánarheimili bjóða áhugasömum
kaupendum í 5-7 daga skoðunar-
ferð þar sem kostnaður fyrir allt að
tvo einstaklinga er endurgreiddur
ef af kaupum verður. n
Nánari upplýsingar um Spánar-
heimili og þjónustuna sem
fyrirtækið býður upp á má finna á
heimasíðunni spanarheimili.is og
á þjónustuyfirlitssíðunni spann.is.
Santa Rosalia lake & life resort er einstakt nýtt íbúðasvæði við stærsta afþreyingarlón Evrópu. MYNDIR/AÐSENDAR
Í boði eru allar
gerðir hágæða
fasteigna þar
sem kristaltært
lónið er fyrir
miðju svæðis-
ins.
kynningarblað 7ÞRIÐJUDAGUR 30. ágúst 2022 FASTEIGNIR