Fréttablaðið - 30.08.2022, Side 36

Fréttablaðið - 30.08.2022, Side 36
Litfögur Hallgrímskirkja á síðustu Vetrarhátíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI starri@frettabladid.is Fyrsta Vetrarhátíð í Reykjavík var haldin 2002 en markmiðið með henni er að lýsa upp skammdegið og bjóða borgarbúum og öðrum landsmönnum að njóta lista og afþreyingu í vetrarmyrkrinu. Hátíðin var haldin síðast 3. til 6. febrúar síðastliðinn. Þar var Ljósaslóð Vetrarhátíðar í lykil- hlutverki en það var gönguleið frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðu- stíg og þaðan á Austurvöll sem var vörðuð ljóslistaverkum. Listaverk- in lýstu upp miðbæinn frá 18.30 til 22 þá daga sem hátíðin fór fram og vakti mikla athygli og gleði gesta sem upplifðu fegurðina með sínum nánustu á eigin hraða. Reykjavíkurborg stóð einnig fyrir samkeppni um ljóslistaverk á síðustu Vetrarhátíð í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Verkið fólst í vörpun á stafrænu verki á Hallgrímskirkju en undan- farin ár hefur kirkjan verið eitt helsta kennileiti hátíðarinnar. Sig- urverkinu var varpað á framhlið Hallgrímskirkju á meðan hátíðin stóð yfir og lýsti svo sannarlega upp svartasta skammdegið. Næsta Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin í febrúar á næsta ári. n Skammdegið lýst upp með litum Lý s i n g thordisg@frettabladid.is Er alltaf umhverfisvænna að slökkva ljósin? Meginreglan er sú að best sé að slökkva á ljósum þegar rými eru ekki í notkun. Hins vegar skiptir máli hvaða tegund af ljósa- perum er í notkun. Ljós með glóperum á alltaf að slökkva þegar ekki í notkun. Gló- perur eru óhagkvæmasti ljósgjaf- inn og nýta orkuna verst af þeim ljósgjöfum sem eru í boði. Best er því að skipta þeim út fyrir orku- sparandi perur. Halógenperur eru hagkvæmari en glóperur, en þar sem tæknin er sú sama eru þær ekki jafn hag- kvæmar og flúorljós eða LED-perur. Best er því að slökkva alltaf á haló- genperum. Þar sem flúorperur og sparperur nýta orkuna mjög vel er aðeins flóknara að segja til um hvenær best er að slökkva á slíkum ljósum. Þumalputtareglan er að sé aftur komið í rýmið innan 15 mínútna eigi að vera kveikt. Það hefur engin áhrif á líftíma LED-ljósa hversu oft er slökkt og kveikt á þeim. LED-ljós hafa nokkra kosti umfram aðra ljósgjafa. Sem dæmi er hagkvæmara að nota LED- ljós þar sem eru sjálfvirkir slökkv- arar eða ljós eru tímastillt. LED-ljós verða björt án tafar. Þau þola einnig hristing eins og skapast þar sem hurðir skellast. n HEIMILD: GRAENSKREF.REYKJAVIK.IS Best að slökkva á ljósum þegar rými eru ekki í notkun www.lysingoghonnun.is sandragudrun@frettabladid.is Lýsing á heimilinu skiptir miklu máli fyrir líðan þeirra sem þar dvelja. Því ætti að hugsa vand- lega um ljósahönnunina þegar heimili er innréttað, rétt eins og þegar gluggatjöld og húsgögn eru valin. Björt ljós kveikja á sterkari tilfinningum og auka orku á meðan dempaðri lýsing hefur róandi áhrif. Rauðleit eða gulleit ljós skapa hlýja birtu sem myndar notalegt and- rúmsloft. Slík birta er því tilvalin í rýmum þar sem mestur tími fer í að slaka á eftir langan dag og njóta rólegra samverustunda. Bjartari ljós í kaldari litum henta betur í rýmum þar sem er unnið, til dæmis við skrifborðið eða í eldhúsinu. Núna eru komnar á markað alls kyns snjallperur sem bjóða upp á þann möguleika að breyta lýsingu sama rýmis eftir hentugleika. Ef stofan er notuð sem skrifstofa á daginn er hægt að hafa lýsinguna bjarta og kalda og breyta henni svo í hlýlega dempaða birtu á kvöldin. n Lýstu upp heimilið Lýsingin á heimilinu hefur mikil áhrif á líðan fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Perur hafa mismunandi orkunotkun. 8 kynningarblað A L LT 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.