Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Side 14

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Side 14
Norrœn jól ríkja, því að á umliðnum öldum, hafa þau tvö, fleiri eða stundum öll lotið einni stjórn, og það langt fram á þessa öld, en öll hafa þessi tengsl shtnað, og þá ekki alltaf sársaukalaust. Þegar frá hefur liðið hafa menn þó áttað sig á því, að í rauninni var aldrei um hvorki slit né rof að ræða, heldur greiningu innan ein- ingar. Mönnum hefur þá skilist, að það eru hin menningarlegu tengsl landanna, er bera uppi hin hollu og hagkvæmu tengsl þeirra. Engum getur dulist, að sama menning ríkir um öll Norðurlönd, enda þótt hún sé með fullkomlega sjálfstæðum blæ hjá hverri hinna norrænu þjóða, og það er nú orðið öllum ljóst, að samsviðið þarf að víkka eftir föngum, enda hefur það þegar verið gert, ekki sízt með samræmingu norrænna laga. Að þessu hefur Norræna félagið átt geysimikinn hlut á hinum liðnu 30 árum með margháttuðu, markvísu starfi. Sem íslending gleður það mig, að á miðri öldinni sem leið, var hið mikla skáld Grímur Thomsen einn helzti frömuður norrænu hreyfingarinnar, og sem fulltrúi Finnlands hér á landi, er mér ánægja að því, að vita að Finnland er út- vörður norrænnar menningar í austri. Því þakka ég Norræna félaginu þau stórkostlegu og þýðingarmiklu störf, er það hefur innt af hendi, og óska því gæfu og gengis um alla framtíð.

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.