Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 19

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 19
NORRÆNA FÉLAGIÐ er nú talið 30 ára gamalt. Mér er í minni, að ég gekkst fyrir stofnun þess fyrir tilmæli þeirra Aug. Flygenrings og Sig- hvatar bankastjóra Bjarnasonar eftir ósk Sveins Björnssonar, sendiherra vors í Kaup- mannahöfn. Þeir August og Sighvatur voru nýkomnir þaðan, er þeir fluttu mér ummæli hans. Félögin „Norden“ höfðu verið stofnuð, hvert í sínu landi, og þótti Sveini sendiherra og fleirum æskilegt, að hér yrði einnig stofnað svipað félag. Ég hafði dvalið lengri eða skemmri tíma með hverri þjóðinni, þar sem þau félög höfðu verið stofnuð, hafði kynnst sögu þeirra, löndum, tungum og háttum í fortíð og nútíð, og unni þeim öllum. Ég sá, að ærið verkefni var fyrir hendi fyrir þessi félög, og líklegt, að þau gætu ýmsu góðu komið til leiðar, svo sem nú væri málum skipað. Ég ræddi málið við ýmsa menn og boðaði til fundar um það. Var því vel tekið, samþykkt félagsheiti og lög, og kjörin félagsstjórn. Síðan komst á nokkurt samband við félögin „Norden“ í hinum löndunum. Ég hef ætíð talið það vel farið, að Norræna félagið varð til, og að ærið verk- efni og margþáttað var jafnan tíl fyrir það. Nútíðin og framtíðin bera í skauti sínu hæfileika til að vinna vel að þeim og lausn margra mála á æskilegasta hátt. Mér þykir ánægjulegt, að félagið hefir náð þeim aldri, sem það minnist nú, og ég óska því innilega til heilla og hamingju í öllum störfum þess framvegis. 17

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.