Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 20

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 20
Norrænu félögin og norræn somvinna Sigurður Nordal SJÁLFSAGT VERÐUR því ekki neitað, aS um norrænan samhug og sam- vinnu séu sögð fleiri orð og stærri við hátíðleg tækifæri en samsvari raun- verulegum athöfnum eða jafnvel alvarlegri sannfæringu sumra ræðumanna. En þegar þess er gætt, að elztu Norrænu félögin era ekki eldri en 33 ára, má hiklaust viðurkenna, að þau hafi unnið gott starf og áhrifamikið. Þessi félög hafa alltaf kunnað sér hóf. Forgöngumenn þeirra hafa vitað, að við ramman var reip að draga, svo margt illt sem norrænar þjóðir hafa átzt við fyrr á tímum og svo sterkur sem vilji þeirra allra er til fulls sjálfstæðis nú á dögum. Þeir hafa minnzt hins aumkvunarlega skipbrots gamla Skandínavismans, sem hafði fulla samein- ingu á stefnuskrá sinni og aldrei lét neitt nema vonbrigði af sér leiða. Þeir hafa leitað verkefna, sem enga tortryggni gátu vakið, einbeitt sér að menningarsam- bandi og kynnum og fengið þar miklu áorkað. Þessi félög gengu í gegnum meiri eldraun á styrjaldarárunum og fyrst á eftir en unnt er að gera hér grein fyrir, enda sumt af því alkunnugt. En út úr þeirri raun komu þau fram þróttmeiri og athafna- samari en þau höfðu nokkurn tíma áður verið. Því meira tækifæri sem ég hef haft til þess að kynnast öðrum tilraunum norrænnar samvinnu, því meir hef ég dáðst að fjölþættri og ötullegri starfsemi þessara félaga. 18

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.