Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Qupperneq 22
Halda skal ófram
sem horfir
Stefán Jóh. Stefánsson
ÞESS HEFUR STUNDUM orðið vart hér á landi, að menn líti ekki með
neinni sérstakri hrifningu á baráttuna fyrir norrænu samstarfi. Vill það
oft við brenna, að menn telji hana lítils virði eða allt að því óþarfa. Aðrir telja
hana að verulegu leyti fólgna í samkvæmishöldum og innantómum skálaræðum.
Það má vel til sanns vegar færa, að ýmislegt í sögu norrænnar samvinnu hafi
verið loftkennt og léttúðugt. En hitt er þó víst, og má færa fyrir því gild rök, að
meginþættir hennar sýni ötula og áhrifaríka baráttu, er orðið hafi til þess að
tengja margháttuð, og ég vil segja órjúfanleg bönd á milli þeirra bræðraþjóða, er
byggja Norðurlöndin.
Það þarf raunar ekki að draga í efa, þann sterka samhug, er ríkir á milli Norður-
landaþjóðanna. Hann kom greinilega í ljós í sambandi við síðustu heimsstyrjöld.
Þegar Rússar réðust á Finna um mánaðamótin nóvember og desember 1939, kom
annars staðar á Norðurlöndum skýrt í ljós hin mikla samúðaralda með Finnum.
Mörgum er í fersku minni, hvernig sjálfstæðisdagur íslendinga, 1. desember, varð
þá í skyndi og sjálfkrafa, að hyllingardegi fyrir Finnum, og hvernig undan-
tekningarlítill einhugur fólksins brauzt fram í voldugri hópgöngu í Reykjavík, sem
20