Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Page 23

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Page 23
Norrœn jól borin var uppi af samstilltum, heitum óskum um, að Finnar fengju að halda frelsi sínu. Og þegar nazistaherirnir höfðu gefizt upp í Danmörku og Noregi, svall gleði- og hátíðaralda yfir öll Norðurlönd. Það var ekki um að ræða augnabliksöldu, er félli um leið og hún risi. Bak við lágu ættartengslin, hin ósýnilegu blóðbönd, sem sterkust eru allra banda, þó ekki séu alltaf áþreifanleg. Norrænn samhugur á sér þannig djúpar rætur og varanlegar. Skiptir þar engu máli, þó stundum kunni að rísa upp fjölskyldukritur og á yfirborðinu allharð- ar deilur. Norrænu félögin hafa átt sinn mikla þátt í því að auka og efla samvinnu frændþjóðanna. Og hvert skref, sem stigið er í því skyni, hvort sem það er beint á vegum þessara félaga eða ekki, er þeim gleðiefni og tákn þess, að rétt horfi. Og það er ærin ástæða til þess, að Norræn jól minnist þess, einmitt í sambandi við 30 ára afmæli Norræna félagsins á íslandi, hversu óðfluga nú miðar í rétta átt um aukið norrænt samstarf. Það kann að vera að bera á bakkafullan lækinn að benda á nokkrar staðreyndir í þessum efnum. En þó þykir það rétt. Þegar að sxðustu heimsstyrjöld lokinni voru tekin upp að nýju öflug norræn samtök á flestum sviðum mála. Menningartengslin aukast hröðum skrefum. Að þeim vinnur samnorræn nefnd, er heldur fundi til skiptis á Norðurlöndum. Starf hennar hefur borið verulegan árangur. Æskan á Norðurlöndum sækir skólana á víxl í löndunum. Á það ekki einungis við um háskólana. Norrænu félögin hafa ötullega að því unnið að útvega æskufólki ódýra dvöl og skólavist sitt á hvað og á gagnkvæman hátt. Samvinnan í norrænum félagsmálum vex og þroskast með hverju ári, sem líður. Samnorrænir félagsmálafundir eru haldnir annaðhvort ár. Margar greinar tryggingarlaganna og framfærsluréttur er að verða gagnkvæmur á Norðurlöndum. Samvinnan í fjárhagsmálum er skemmst á veg komin. Þó örlar þar á ýmsu í rétta átt, og að því er ósleitilega unnið að fá samvinnunni þokað áleiðis, þó ekki verði því neitað, að þar sé við ýmsa örðugleika að etja. Það eru alltaf gerð mikilsverð átök til þess að samhæfa stefnu Norðurlanda í utanríkismálum. Þar er sá hængur á, að Finnland getur þar lítið nærri komið vegna návistar sinnar við Rússland og áhættunnar úr austri. En utanríkisráðherrar hinna Norðurlandanna koma oft saman til skrafs og ráðagerðar. En nokkuð dregur það úr sameiginlegum átökum, varðandi hervarnirnar sérstaklega, að Svíar standa utan við Atlantshafsbandalagið, en Danir, íslendingar og Norðmenn eru í banda- 21

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.