Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 31
Norrœn jól
Árin 1931-1939.
Þegar hér var komið sögu, höfðu norrænu félögin austan hafs starfað í heilan
áratug og komið starfsemi sinni á traustan grundvöll. Fjöldi náms- og kynninga-
móta voru haldin á ári hverju í ýmsum starfsgreinum. Frá og með árinu 1930
höfðu þau í sameiningu gefið út vandað ársrit, Nordens Kalander, er félagsmenn
fengu gegn árgjaldi sínu. Á hverju sumri var haldinn fulltrúafundur, og mættu
þar fulltrúar norrænu landsfélaganna til þess að ræða framkvæmdir og sameigin-
leg áhugamál.
Sumarið 1931 var fulltrúafundur haldinn í Osló, dagana 12.—18. ágúst. Mætti
ritari félagsins, Guðlaugur Rósinkranz, á þeim fundi. Jafnframt skyldi hann vera
fararstjóri nokkurra íslendinga, er tóku þátt í móti skólanemenda, er sænska
félagið Norden efndi til í Vármalandi dagana 3.—13. júlí. Þetta sumar tóku 15
íslendingar þátt í námskeiðum og mótum á vegum Norræna félagsins: Móti
verzlunar- og bankamanna í Noregi 7.—14. júní, bóksalanámskeiði í Noregi, móti
skólanemanda í Vármalandi og söngkennaramóti í Gautaborg. Þá tók félagið í
fyrsta sinn þátt í útgáfu Nordens Kalanders og lagði til efni frá íslandi. Ritstjóri
af íslands hálfu var Guðlaugur Rósinkranz.
Á aðalfundi félagsins, 27. jan. 1932 voru félagsmenn orðnir 107. Þær breytingar
urðu á stjórn félagsins, að Sigurður Nordal var kjörinn formaður, Guðlaugur Rósin-
kranz ritari, en meðstjórnendur þeir Vilhjálmur Þ. Gíslason, Pálmi Hannesson og;
Gunnlaugur Claessen dr. med.
Ég hef sérstaklega rakið félagsstörfin fyrsta starfsárið, af því að þau eru sýnis-
horn af venjulegum störfum félagsins. Á hverju ári upp frá þessu, þegar fært er
milli landa, sækja íslendingar heim stéttarbræður eða jafnaldra á Norðurlöndum
til þess að fræðast með þeim og víkka sjóndeildarhring sinn. í annan stað sækja
menn frá hinum Norðurlöndunum námskeið og mót til íslands, eins og síðar
verður nánar sagt. Greiða Norrænu félögin götu þessara manna eftir föngum, gera
þeim ferðir svo ódýrar sem unnt er og leiðbeina þeim í hvívetna.
Auk hinna venjulegu starfa Norræna félagsins, ber að geta nokkurra sérstæðræ
atriða, sem bæði hafa orðið til þess að afla félaginu álits og marka spor í sambúð
íslendinga við frændþjóðir sínar austan hafs.
1. íslenzka vikan í Stokkhólmi 1932. Haustið 1931 barst bréf frá Nor-
ræna félaginu í Svíþjóð þess efnis, að það hefði ákveðið að halda íslenzka viku
29