Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 43
Norrœn jól
1926, Klemens Jónsson frá 1926 þar til hann lézt 1930. Matthías Þórðarson aftur
frá 1931 til 1932, Sigurður Nordal 1932—1936, Stefán Jóh. Stefánsson 1936 til aðal-
fundar 1952, en þá tók við Guðlaugur Rósinkranz, er hafði verið ritari félagsins
frá því að það var endurreist, 1931.
Þessir hafa verið meðstjórnendur: Vilhjálmur Þ. Gíslason frá 1922 til þessa
dags, Gunnlaugur Claessen 1932—1935, Pálmi Hannesson 1932—1937, Jón Eyþórs-
son 1936—1952 og Páll ísólfsson, frá 1937 til þessa dags.
Á síðasta aðalfundi var gerð sú lagabreyting, að stjórnin skyldi skipuð 7 mönn-
um, og hlutu þessir kosningu: Guðlaugur þjóðleikhússtjóri Rósinkranz, formaður,
en meðstjórnendur: Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri, Gylfi Þ. Gíslason prófessor,
Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur, Arnheiður Jónsdóttir kennari, og Klemenz
Tryggvason hagstofustjóri.
Eins og áður er getið, hefur Guðlaugur Rósinkranz haft á hendi ritara- og
framkvæmdastörf fyrir félagið, frá því að það hóf störf að nýju, árið 1931. Hefur
félagsstarfið því mætt meira á honum en nokkrum öðrum manni. Allir, sem með
honum hafa starfað, munu einum rómi lofa hann fyrir staka reglusemi í starfi
og árvekni um hag félagsins. Auk þess hefur hann verið hugkvæmur á verkefni
og jafnan ekið heilum vagni heim, þótt félagið hafi ráðizt í fyrirtæki, sem í fljótu
bragði virtust fjárhag þess um megn.
Ég óska þess, að Norræna félagið á íslandi megi lengi njóta hinnar ötulu og
farsælu forustu Guðlaugs Rósinkranz.
Jón Eyþórsson.