Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 60

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 60
Norræna félagið Starfsárið 1951—1952. Luciuhátíð hélt Norræna félagið 13. desember 1951 og var hún fjölsótt. Drukkið var Luciukaffi og „glögg“, Luciur sungu og loks var dansað. Sendifulltrúi Svía, Leif Ohrvall, talaði um Luciuarfsögnina, og var ræða hans hin fróðlegasta. Hjónin Inga og Sigurður Þórarinsson skemmtu með upplestri og söng og hlutu miklar þakkh- áheyr- enda fyrir. Þáverandi ritari félagsins, Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, stjóm- aði hófinu. Aðalfundur félagsins var haldinn í Þjóðleikhviskjallaranum 22. apríl s. 1. Þar voru samþykktar tvær lagabreytingar, önnur um fjölgun fulltrúa í stjórn félagsins úr 5 í 7 og hin um það, að árgjald félagsmanna skyldi hækka úr kr. 25 í kr. 30, enda sé ársrit félagsins, Norræn jól, innifalið. Formaður félagsins, Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrv. forsætisráðherra, baðst eindregið undan endurkosningu sem og Jón Eyþórsson, veður- fræðingur. f stjóm voru kjömir: formaður Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, en aðrir í stjórn: Arnheiður Jónsdóttir, kennari, Gylfi Þ. Gíslason, alþingism., Klemens Tryggva- son, hagstofustjóri, Páll ísólfsson, tónskáld, Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur, og Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri. Stjómin skipti þannig með sér verkum, að varaformaður var kosinn Vilhj. Þ. Gíslason, en ritari Sveinn Ásgeirsson. Félagið hélt tvö Listamannakvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í tilefni af komu frægra norrænna listamanna til landsins. Á hinu fyrra, sem haldið var 26. maí, las Holger Gabrielsen upp. Elsa Sigfúss söng einsöng og einnig Einar Kristjánsson ópemsöngvari, en að lokum var dansað. Á síðara Listamannakvöldinu, 13. júní, las Tore Segelcke upp, Lulu Ziegler skemmti með vísnasöng og dansað var til kl. 1 eftir miðnætti. Ollum þessum lista- mönnum var frábærlega vel tekið. Fulltrúafundur norrænu félaganna var haldinn að Hindsgavl á Fjóni dagana 13.—16. ágúst í sumar, og sóttu hann af hálfu íslenzka félagsins formaður þess, Guð- 58

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.