Þingtíðindi - 01.12.1947, Síða 56

Þingtíðindi - 01.12.1947, Síða 56
sem er skilyrði fyrir því að á íslandi verði haldið uppi því menningarlífi sem nauðsynlegt er til þess að þjóðin geti haldið sjálfstæði sínu. Þing Sameiningarflokks alþýðu •— Sósíalista- flokksins lýsir því yfir, að það telur að þjóðin eigi að stefna að því að fá viðurkenndan rétt sinn til umráða yfir fiskimiðunum á landgrunninu í kring um ísland. Er nauðsynlegt, að íslenzka þjóðin sem á tilveru sína undir því að þessi fiskur gangi ekki til þurrðar, fái viðurkenndan rétt sinn til þess að takmarka allar veiðar á þessum fiskimiðum eftir því sem þörf krefur. Ber að stefna að því, að íslenzka þjóðin geti tryggt sér einkaafnot þessara fiskimiða. Þessu takmarki skal ísl. þjóðin leitast við að ná með því að leita samstarfs við þjóðir sem svipaða hags- muni hafa og fá viðurkenningu stórveldanna á þessu réttindamáli. Nánustu verkefni í landhelgismálum þjóðarinnar telur þingið vera: 1) Að efla mjög gæzlu þeirrar landhelgi sem nú er, en á því hefur verið mjög mik- ill misbrestur. 2) Veita engri erlendri þjóð fisk- veiðaréttindi innan landhelgi eða aðstöðu í land- inu, sem gerir henni hægara um vik að stunda fisk- veiðar á íslandsmiðum. 3) Að reyna að ná nú þegar samvinnu við einhver af stórveldunum um viður- kenningu á stækkaðri landhelgi og stækka þá þegar landhelgina upp í 4 mílur, og halda uppi landhelgis- gæzlu á því svæði. 54

x

Þingtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.