Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 6
Ef þetta hægir á löm- uninni, eða stoppar þig þar sem þú ert, þá er það ákveðinn sigur. Guðjón Sigurðs- son, formaður MND á Íslandi Danir búa að reynslu sem við höfum ekki á þessu sviði. Nótt Thorberg, framkvæmda- stjóri Græn- vangs Nýtt lyf sem á að hægja á áhrifum taugasjúkdómsins MND er komið með markaðs- leyfi vestanhafs. Formaður MND á Íslandi segir að þó að ekki sé um að ræða lækningu gæti þetta markað tímamót í meðferð við sjúkdómnum. kristinnpall@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitið (FDA) sam- þykkti um helgina nýtt lyf fyrir einstaklinga sem hafa greinst með MND-sjúkdóminn eftir að rann- sóknir sýndu fram á jákvæða virkni þess. Í rannsókn á virkni lyfsins kom fram að hjá þeim einstakling- um sem fengu að nota lyfið hægðist á áhrifum sjúkdómsins um 25 pró- sent. „Það eru risafréttir að eitthvert lyf sé samþykkt en kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. Það á enn eftir að semja um verð á lyfinu og alls konar regluverk erlendis áður en það fer á markað, en þetta er vissu- lega skref í rétta átt,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður félagsins MND á Íslandi, spurður út í tíðindin. MND er banvænn sjúkdómur sem herjar á hreyfitaugar líkamans og ágerist hratt. Einstaklingar sem greinast með MND missa smám saman máttinn og lamast þó að vits- munalegur styrkur haldist iðulega sá sami. Um 20 til 30 einstaklingar eru með MND á Íslandi hverju sinni og greinast sex á hverju ári en um leið látast um sex samkvæmt töl- fræði MND-félagsins. Enn er engin lækning eða meðferð til sem læknar sjúkdóminn. Lyfið sem um ræðir, Relyvrio, veitir tímabundna vernd fyrir taugafrumur í heila og mænu sem MND-sjúkdómurinn ræðst gegn og getur þannig frestað lömunar- áhrifum hans um tíma. „Þetta gefur MND-sjúklingum fleiri möguleika á meðferð við ólæknandi sjúkdómi,“ kemur fram í yfirlýsingu frá FDA. „Þetta er fjórða lyfið sem er sam- þykkt í Bandaríkjunum við MND á meðan við höfum aðeins eitt. Þó að það sé búið að samþykkja notkun þess í Bandaríkjunum er ekki víst að það verði notað hér, en þetta lyf lofar það góðu fyrir MND-sjúklinga að ég held að þau komist ekki hjá því að leyfa notkun þess. Um leið er það undir íslenskum læknum komið að sýna áhuga á að nota lyfið og koma boltanum af stað,“ segir Guðjón. Hann segir að þó að ekki sé um að ræða eiginlega lækningu geti þetta haft veruleg áhrif á daglegt líf hjá einstaklingum sem hafi greinst með MND. „Ef þetta hægir á lömuninni eða stoppar þig þar sem þú ert, þá er það ákveðinn sigur. Einstaklingar sem greinast með MND lifa iðulega í þrjú til fimm ár þótt það sé mismunandi. Ef það er hægt að koma í veg fyrir að einstaklingum hraki jafn mikið eykst vonin og um leið vonin til að lækning finnist á endanum,“ segir Guðjón. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að lyfið sé í skoðun hjá Evrópsku lyfja- stofnuninni og það gæti því staðið til boða fyrir Íslendinga innan skamms. „Evrópska lyfjastofnunin er með svokallað miðlægt markaðsleyfi, ef lyfið fær markaðsleyfi í Evrópu fær það markaðsleyfi hér á landi, líkt og bóluefni. Lyfið er í umsóknar- ferli hjá Evrópsku lyfjastofnuninni en ég er ekki með nákvæma stöðu á hvar það er í ferlinu,“ segir Rúna, aðspurð hvað þyrfti til þess að lyfið fengi markaðsleyfi hér á landi. „Hins vegar er lyfið ekki komið með markaðsleyfi í Evrópu en komið með markaðsleyfi í Banda- ríkjunum og Kanada og þá getur fólk óskað eftir undanþágu fyrir notkun þess. Það yrði skoðað með tilliti til þess hvort hægt væri að fá lyfið, hver geti f lutt það inn og hvernig það er greitt.“ n Jákvæðar fréttir vestra af markaðsleyfi lyfs við MND gar@frettabladid.is ORKUMÁL Á þriðja tug Íslendinga frá sveitarfélögum og fyrirtækjum hafa skráð sig í þriggja daga leið- angur til Danmerkur til að kynna sér þekkingu Dana á samspili ferðaþjónustu og beislunar vind- orku. „Danir búa að reynslu sem við höfum ekki á þessu sviði,“ segir Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um lofts- lagsmál og grænar lausnir. Ferðin er skipulögð af State of Green sem er samstarfsvettvangur stjórnvalda í Danmörku og fyrir- tækja þar um kynningu á grænum lausnum. Leið Íslendinga liggur til Jótlands og Samsø og heimsótt verða sveit- arfélög, fyrirtæki, hagsmunasam- tök í ferðamálum og náttúruvernd og aðrir sem koma að nýtingu vindorku. Varpa á ljósi á samstarf stjórnvalda, atvinnulífs og annarra við nýtingu vindorku. „Það er ánægjulegt að sjá að margir hafa skráð sig eða eru að ígrunda að taka þátt því þarna gefst tækifæri til að sjá hvernig Danir hafa gert þetta,“ segir Nótt og minnir á að þessi frændþjóð okkar hafi hálfrar aldar reynslu í nýtingu vindorku eftir uppbyggingarskeið upp úr 1970 í kjölfar olíukreppu sem þá var. „Það er síðan alltaf matsatriði hvernig það kallast á við okkar aðstæður.“ Að því er Nótt segir hafa þegar um 20 til 30 manns skráð sig. Ekki sé um að ræða boðsferð af hálfu Dana því þátttakendur greiði sjálfir ferðir, uppihald og gistingu þótt Danir miðli af þekkingu sinni án endurgjalds. n Íslendingar skoða samspil vindorku og ferðaþjónustu hjá Dönum Sjúkdómurinn er kenndur við hafnaboltakappann Lou Gehrig í Bandaríkjunum sem þurfti að hætta eftir að hafa greinst með MND. Á hverju ári er dánardags hans minnst í MLB-deildinni vestanhafs. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ragnarjon@frettabladid.is ÚKRAÍNA Úkraínumenn halda áfram sókn sinni í austurhluta Úkraínu á svæðum sem Vladímír Pútín Rússlands forseti innlimaði við hátíðlega athöfn síðastliðinn föstudag. Úkraínskir hermenn stefna nú að borginni Kerson. Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að talsvert landsvæði hefði tapast í Kerson-héraði í Úkra- ínu þegar gefnar voru út hernaðar- legar upplýsingar sem sýndu yfir- ráðasvæði Rússa. Talsverð breyting hafði orðið á yfirráðasvæðum þeirra frá því á mánudaginn. Það voru héröðin Do netsk, Lúh- ansk, Saporí s jía og Ker son sem Vladímír Pútín innlimaði sem landsvæði Rússlands á föstudag en Volodímír Selenskíj sagði í yfir- lýsingu í gær að „nýjar byggðir hefðu verið frelsaðar á nokkrum lykil- svæðum.“ Með þessu hefur Rússland því ekki hernaðarleg yfirráð í neinu af þeim fjórum landsvæðum sem inn- limuð hafa verið. Selenskíj sagði að miklir bardagar geisuðu á fjöldamörgum svæðum í austurhluta landsins en fór ekki út í frekari smáatriði varðandi sókn Úkraínumanna. Blaðamönnum er meinaður aðgangur að fremstu víg- línu átakanna og er þeirra vandlega gætt. Vladímír Saldo sem skipaður var landstjóri yfir Kerson-héraði af Rússum staðfesti að Úkraínumenn hefðu náð yfirráðum í nokkrum byggðum innan héraðsins. „Það eru byggðir hér sem hersetnar eru af úkraínskum hermönnum,“ sagði hann en einnig benda upplýsingar til þess að Úkraínumenn hafi tekið þorpið Dúdtsjaníj sem liggur við bakka árinnar Dnépr. Úkraínumenn frelsuðu borgina Líjman úr höndum Rússa á sunnu- daginn stuttu eftir að yfirlýsing Pút- íns um innlimun landsvæðanna var gefin út. Rússar hörfuðu hratt frá svæðinu og voru lík rússneskra her- manna skilin eftir í borginni sem bendir til þess að talsvert mann- fall hafi orðið í bardaganum og að Rússar hafi þurft að f lýja svæðið með hraði. n Rússneski herinn tapar yfirráðum sínum í nýlega innlimuðum héruðum Vladímír Pútín Rússlandsforseti ásamt Vladímír Saldo, rússneskum landstjóra Kerson-héraðs í Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Úkraínskir hermann við fánaathöfn í borginni Líjman í Donetsk-héraði. MYND/EPA olafur@frettabladid.is BRETLAND Tr úverðugleik i Liz Truss, sem nú hefur setið í embætti forsætisráðherra Bretlands í rétt tæpan mánuð, er stórlaskaður eftir u-beygju hennar í skattamálum. Truss er mikill aðdáandi Marg- aret Thatcher, fyrrverandi leiðtoga Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, og efnahagspakkinn sem Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra lagði fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar var mjög í anda Thatcher. Thatcher var hins vegar þekkt fyrir stefnufestu og ósveigjanleika, sem á endanum varð henni að falli. Truss verður ekki minnst fyrir stefnufestu vegna þess að einungis nokkrum dögum eftir að efnahagspakki ríkis- stjórnar hennar var kynntur féll hún frá umdeildustu hlutum hans. Um helgina hafði hún fullyrt að hún myndi halda skattalækkunum á ríkasta og tekjuhæsta hópinn í samfélaginu til streitu þrátt fyrir að markaðir hefðu brugðist mjög illa við, pundið fallið og Englands- banki þurft að grípa til neyðarað- gerða til að forða lífeyrissjóðum frá falli. Hún sá hins vegar fram á að hennar eigin þingmenn myndu kjósa gegn skattalækkuninni vegna þess að þeir töldu það pólitískt óráð að lækka skatta á ríkustu Bretana á sama tíma og til stendur mikill niðurskurður ríkisútgjalda með sérstaka áherslu á velferðarkerfið. Einnig sýndu skoðanakannanir að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hafnar stefnu hennar. n Trúverðugleiki nýs forsætisráðherra alvarlega laskaður Liz Truss virðist trausti rúin, jafnvel innan eigin flokks, eftir innan við mánuð í emb- ætti forsætis- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ EPA-EFE 6 Fréttir 5. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.