Fréttablaðið - 05.10.2022, Síða 27

Fréttablaðið - 05.10.2022, Síða 27
Grænir skátar reka grennd- argáma og móttökustöð í Hraunbæ en bjóða líka upp á þá þjónustu að setja upp ílát fyrir dósir og flöskur í fjölbýlishúsum, hjá félaga- samtökum og fyrirtækjum. Grænir skátar sækja svo ílátin þegar þau eru full og skila peningagreiðslu til baka. Sækja umbúðirnar til fólks „Síðustu þrjú ár höfum við verið að auka og efla þjónustuna okkar, sérstaklega þann hluta sem snýr að því að sækja umbúðir til veitinga- staða og húsfélaga. Við komum á staðinn og setjum upp ílát sem henta stærð og umfangi og svo komum við og sækjum þau og setjum ný ílát þegar þau fyllast,“ segir Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Grænna skáta. „Margir gefa okkur umbúðirnar en við bjóðum líka upp á að greiða út skilagjaldið og þá borgum við að hámarki 11 krónur fyrir hverja ein- ingu, en skilagjaldið er 18 krónur, svo við höldum eftir 7 krónum fyrir fyrir okkar þjónustu. Við getum bæði komið og sótt ílátin reglulega í samráði við fólk, og líka boðið upp á ílát sem eru búin skynjurum, þannig að við sjáum hvenær við þurfum að koma,“ útskýrir Kristinn. „Við bjóðum líka upp á þessa þjónustu fyrir félagasamtök og fyrirtæki og umfangið hefur verið að aukast hratt. Hótel og veitinga- aðilar hafa einnig leitað til okkar í auknum mæli, en þeir hafa verið að átta sig á hversu þægilegt það er að fá okkur til að sjá um þennan hausverk.“ Kristinn segir fyrirtækja- þjónustu Grænna skáta í raun vera viðbót við almenna sorphirðu. „Við erum byrjaðir að hasla okkur völl í þeim bransa. Það er nýtt fyrir mörgum að hægt sé að fá einhvern til að sækja þennan endalausa straum af umbúðum og margir vilja losna við vinnuna og sóðaskapinn sem því fylgir, en samt fá peninga út úr umbúð- unum.“ Grænir skátar hafa því þrí- þættan megintilgang. „Við viljum auka umhverfis- vitund, afla fjár fyrir skátana, sem rennur óskert í uppeldis- og félags- starf ungs fólks á vegum íslenskra skáta víðs vegar um landið, og veita þeim vinnu sem þurfa stuðning í vinnu í samvinnu við verkefnið Atvinna með stuðningi hjá Vinnumálastofnun. Nú erum við með yfir þrjátíu starfsmenn í mismunandi starfshlutfalli og langflestir starfsmenn okkar koma úr þessu verkefni. Við leggjum áherslu á þessa grunnþætti í öllum ákvörðunum og vinnu innan fyrir- tækisins.“ Sparar tíma, vinnu og sóðaskap „Fólk skilar líka umbúðum til okkar í grenndargámana og þær fáum við að eiga, en við tökum einnig við umbúðum í flösku- móttökunni í Hraunbæ 123, sem við rekum í samvinnu við Endurvinnsluna og þar er opið alla daga vikunnar. Þangað er hægt að skila umbúðum á sama hátt Sérfræðingar í flöskum og dósum Hér má sjá Lárus Þórhallsson og Kristin Ólafsson, framkvæmda- stjóra Grænna skáta, fara með nýja flösku- og dósagáma til viðskiptavina. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Stefán Gunnar Kjartansson lærði á barnsaldri hjá skát- unum að umgangast náttúr- una af virðingu. Hann fékk því Græna skáta til að sækja flöskur og dósir í fjölbýli eldri borgara í Hlíðunum. „Mér datt þetta í hug þegar við konan mín undirbjuggum flutning í nýja húsið, og ég sá til Grænu skátanna tæma gám í nágrenninu, að athuga hvort hægt væri að fá þá til að vera með gám í ruslageymsl- unni hjá okkur eldri borgurunum til að safna í f löskum og dósum til endurvinnslu,“ segir Stefán Gunnar Kjartansson, íbúi við Austurhlíð, sem er ný gata við hlið Kennaraháskólans í Hlíðahverfi Reykjavíkur. „Í húsinu, sem var tekið í notkun í fyrrasumar og byggt af Samtök- um aldraðra, eru sextíu íbúðir fyrir eldri borgara. Sjálfur er ég gamall skáti og vissi að Grænu skátarnir söfnuðu flöskum og dósum og fékk þá til að koma með söfnunargám í húsið og þar fer vel um hann innan um ruslagámana sem fyrir eru. Við vildum jafnframt láta gott af okkur leiða svo að skátastarfið nyti góðs af en líka vegna þess að það er umhverfisvænt að flokka og endurvinna umbúðir. Það er ansi drjúgt sem til fellur úr sextíu íbúðum, en fólk kemur líka með dósir úr sumarbústöðunum sínum og fer með í söfnunargám skát- anna niðri í ruslageymslu,“ greinir Stefán frá. Einu sinni skáti, ávallt skáti Flösku- og dósagámi Grænu skátanna hefur verið vel tekið hjá íbúunum í Austurhlíð. „Það er auðvitað þægilegt og handhægt að geta skokkað niður með dósirnar um leið og maður fer með ruslið, í stað þess að þurfa að rogast með stóra poka fulla af flöskum og dósum í Sorpu. Ég hef reyndar það sjónarmið að við eigum ekki að þurfa að fara í Sorpu. Íbúarnir eru því ánægðir að hafa gáminn í húsinu og svo fara peningarnir í kaffisjóð, því þótt við gefum skátunum dósirnar til endurvinnslu fáum við hluta andvirðisins til baka. Það þarf nefnilega að vera ávinningur fyrir báða aðila svo fleiri taki sig til og endurvinni þessar umbúðir, en nú vantar okkur bara fatagám til að geta endurunnið enn meira,“ segir Stefán, ánægður með þjónustu Grænu skátanna. Hjá Stefáni sannast hið forn- kveðna: einu sinni skáti, ávallt skáti. „Ég byrjaði níu ára í Skátafélagi Reykjavíkur og 85 ára gamall er ég enn í skátahópi sem kallar sig Fet fyrir fet, en við göngum saman einu sinni í mánuði og höfum gert í þrjátíu ár. Við kynntumst þegar við störfuðum öll sem skátar í bröggunum við Snorrabraut. Svo vorum við með skátaskála uppi á Hellisheiði þar sem við stunduð- um útivist og í skátunum var alltaf lögð rík áhersla á að umgangast náttúruna af virðingu, skilja hvergi eftir rusl og ganga vel um landið okkar,“ segir Stefán, sem kynntist Pálínu konunni sinni líka í skátunum. „Við hjónin erum væn og græn þegar kemur að umhverfisvitund. Við eigum sumarbústað þar sem við höfum verið með safnhauga árum saman og við f lokkum allt og endurvinnum eins og vera ber. Við þurfum öll að vera samtaka í því að halda náttúrunni hreinni og ómengaðri, og þá er ekki verra að hafa Grænu skátana í liði með sér.“ n Gott að hafa Grænu skátana í liði með sér Stefán Gunnar Kjartansson segir ákaflega þægilegt að geta skotist niður í ruslageymsluna heima til að losa sig við flöskur og dósir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við vildum láta gott af okkur leiða svo að skátastarfið nyti góðs af, en líka vegna þess að það er umhverf- isvænt að flokka og endurvinna umbúðir. Stefán Gunnar Kjartansson Við erum jú sér- fræðingar á þessu sviði og fólk styður samhliða góðan málstað. Kristinn Ólafsson og fólk er vant og fá allt andvirði umbúðanna, en við fáum umboðs- gjald frá Endurvinnslunni fyrir að sjá um stöðina,“ útskýrir Kristinn. Hann hvetur alla sem vilja losna við vesen og sóðaskap í kringum flöskur og dósir að hafa samband við Græna skáta. „Við erum jú sérfræðingar á þessu sviði og fólk styður samhliða góðan málstað,“ segir Kristinn kátur. n Nánari upplýsingar má finna á dosir.is kynningarblað 7MIÐVIKUDAGUR 5. október 2022 EndurvinnSla oG umhvErfiSvitund

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.