Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 16
Peugeot mun sýna í fyrsta skipti Peu- geot 408 sem kynntur verður á næsta ári en hann mun keppa við bíla eins og VW T-Roc eða BMW X2. Eftir að hafa frestað bíla- sýningum í tvö ár er nú komið að því að dyr Parísar- sýningarinnar verði aftur opnaðar en hún mun standa á milli 17. og 23. október. njall@frettabladid.is Um elstu bílasýningu heimsins er að ræða og var fyrsta sýningin árið 1898. Síðan 1976 hefur hún verið haldin annað hvert ár á móti bíla- sýningunni í Frankfurt. Þar sem bílasýningin í Genf verður ekki haldin á næsta ári í Evrópu má búast við mörgu nýju á sýningunni í ár og þegar hafa nokkrir fram- leiðendur tilkynnt hvað verður á boðstólum. Dacia mun kynna heildarút- lit bíla sinna ásamt nýju merki fyrirtækisins. Einnig verður Dacia Manifesto-hugmyndabíllinn frumsýndur en hann er nokkurs konar buggy-bíll. Hingað til hefur Dacia horft til þess að smíða bíla úr íhlutum annarra bíla og því kemur alvöru tilraunabíll frá merkinu nokkuð á óvart. Jeep mun frumsýna hinn nýja Avenger en hann byggir á ECMP- undirvagninum sem er einnig undir Opel Mokka-rafbílnum. Jeep Avenger er minnsti Jeep sem merkið hefur smíðað. Hann mun einnig koma með fjórhjóladrifi og vera með um 400 km drægi. Einnig Evrópufrumsýnir merkið Grand Cherokee 4xe tengiltvinnbílinn sem verður með tveggja lítra vél með forþjöppu ásamt tveimur raf- mótorum. Samtals mun hann skila 375 hestöflum en drægi rafhlöð- unnar verður aðeins um 40 km. Mercedes mun frumsýna AMG C63 í nýrri útgáfu en hann verður Margt nýtt og spennandi á Parísarsýningunni Manifesto er fyrsti tilraunabíllinn frá Dacia sem frum- sýnir nýtt merki sitt á Parísarsýningunni. Jeep Avenger er minnsti jeppinn frá Jeep og er um rafbíl svipaðan Opel Mokka að ræða með sama undirvagni. Renault R5 Turbo 3E er til- raunabíll sem er hannaður sem leiktæki og er nokkurs konar fyrirrennari nýs Renault 4. njall@frettabladid.is Citroen hefur frumsýnt nýjan til- raunabíl sem eins konar mótvægi við þá tilhneigingu framleiðanda að framleiða aðeins dýra rafbíla. Citroen Oli-tilraunabíllinn er með áherslu á lítinn framleiðslukostn- að, minni þyngd og endurvinnslu- möguleika og mögulega munum við sjá Citroen nota hugmyndir frá þessum bíl í náinni framtíð. Citroen Oli er aðeins 1.000 kíló enda er notað mikið af léttari efnum, ásamt minni tæknibúnaði og aðeins 40 kWst rafhlöðu. Til að halda niðri framleiðslukostnaði er farin sú leið að margir hlutir í bílnum eru eins, til dæmis hjól- bogarnir sem passa á öll fjögur horn bílsins. Felgurnar blanda saman áli og stáli til að ná fram enn meiri léttleika en áður. Fram- rúðan er slétt og því mun ódýrari í framleiðslu en hún setur sérstakan svip á bílinn og eykur aðeins loft- mótstöðu bílsins. Hámarkshraði Citroen Oli er aðeins 110 km á klst og drægi hans um 400 km. Undir- vagninn er STLA-undirvagninn frá Stellantis og aðeins tekur um 23 mínútur að hlaða bílinn upp í 80%. Til að auka notkunarmöguleika bílsins er hann með innstungu fyrir öflug raftæki ásamt festing- um á þaki fyrir aukahluti og skúffu að aftan sem minnir á pallbíl. n Framtíðarbíllinn Citroen Oli með nýjar áherslur Sætin eru þrívíddarprentuð og úr 80% færri hlutum en venjuleg sæti, Afturhurðir Citroen Oli er svokallaðar sjálfsmorðshurðir sem opnast öfugt. MYNDIR/CITROEN nú ekki lengur með V8-vél. Í stað hennar er komin tveggja lítra bensínvél ásamt öflugum raf- mótorum sem skila samtals 670 hestöflum svo að nýr C63 verður enginn aukvisi. Hann verður þó þyngri en áður eða rúm 2,1 tonn en hann mun einnig koma í langbaks- útfærslu. Peugeot mun sýna í fyrsta skipti Peugeot 408 sem kynntur verður á næsta ári. Hann byggir á sama grunni og 308-bíllinn en er ætlað að keppa við bíla eins og VW T-Roc og BMW X2. Bíllinn mun koma í tveimur tengiltvinnútgáfum og einnig með bensínvél en ekki er vitað nákvæmlega um tölur í því sambandi. Renault verður fyrirferðarmikið á Parísarsýningunni eins og venju- lega. Fyrstan skal telja Renault R5 Turbo 3E keppnistilraunabílinn sem fær sama undirvagn og væntanlegur Renault 4 sem fara mun á markað 2025. Hann verður með breiðum afturdekkjum enda beinlínis skapaður til að skrensa. Han fær 374 hestafla rafmótor á afturdrifið en aðeins 42 kWst raf- hlöðu svo að hann vegur aðeins 980 kíló. Einnig verður Renault Austral frumsýndur en hann mun taka við af Renault Kadjar. n ERT ÞÚ EKKI NÓGU HARÐUR? Man Power er hannað fyrir karlmenn sem vilja auka orku og úthald í rúminu. Man Power inniheldur gingseng ásamt amínósýrum sem hafa jákvæð áhrif á þessa þætti. M an P ow er fæ st í Fj ar ða rk au p, H ag ka up o g a p ót ek um . 2 BÍ L A BL A ÐI Ð 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.