Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 20
Grunnverð: 13.990.000 kr. Hestöfl: 469 Tog: 630 newtonmetrar Hröðun 0-100 km: 4,1 sek. Hámarkshraði: 245 km/klst. Rafhlaða: 93 kWst. Eigin þyngd: 2.420 kg Drægi: 475 km L/B/H: 4.990/1.960/1.410 mm Hjólhaf: 2.900 mm Farangursrými: 366 lítrar Audi e-tron GT quattro KosTir n Aksturseiginleikar n Framsæti n Grunnbúnaður GAllAr n Aðgengi n Útsýni Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall @frettabladid.is Það var reyndar ekki þrumu- guðinn sem ók bílnum fyrst í Avenger-myndinni Endgame en þar var Járn- maðurinn Tony Stark undir stýri þegar bíllinn birtist fyrst almenningi árið 2019. Audi e-tron GT kom fyrst fram sem tilraunabíll á bíla- sýningunni í Los Angeles árið 2018. Audi e-tron GT hefur verið á sölu- lista Audi síðan í mars í fyrra en hefur nú verið kynntur á Íslandi. Bíllinn er byggður á sömu J1-botn- plötu og Porsche Taycan og deilir um 40% af íhlutum með honum. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á nýjustu útgáfunni sem er með hleðsluporti á báðum hliðum til að auðvelda aðgengi að hleðslu. Audi e-tron GT getur tekið við allt að 270 kW hleðslu í grunnútgáfu sinni. Það verður ekki skrifað um Audi e-tron GT án þess að segja hversu skemmtilegt er að aka honum. Eitt af því sem gerir aksturinn skemmtilegan eru rafmagns- mótorarnir en þeir eru tveir hvor á sínum öxli og skila samtals 469 hestöflum. Þeir geta gefið auka- orku í 2,5 sekúndur og fer þá aflið í 523 hestöfl sem dugar til að skila bílnum í hundraðið á 4,1 sekúndu. Í upptakinu er bíllinn eldsnöggur af stað án þess að spóla og heldur svo áfram að skila inn togi án þess að missa niður kraft. Það þýðir að bíllinn er einnig með næga orku á ferðinni sem er ekki alltaf reyndin þegar kemur að rafmagnsbílum. Að vísu er nokkur hvinur frá raf- mótorunum á minni hraða en eins skrýtið og það hljómar er hljóðið nokkuð töff og er eins og það hafi komið úr hljóðsafni George Lucas. Bíllinn er mjög nákvæmur í stýri og manni líður eins og maður hafi bílinn í fingurgómunum. Bíllinn liggur einstaklega vel og leggst ekki niður á hornin eins og maður hefði búist við í þetta þungum bíl. Heildarútkoman er því sérlega skemmtilegur akstursbíll sem hefur bæði afl og grip í góðum mæli. Það hljómar kannski skringi- lega að segja að notkun takka í mælaborði sé kostur en þannig er því farið í e-tron GT. Miðjuskjárinn Bíllinn fyrir ökuþóra Farangursýmið er þokkalega rúmgott en búnaður fyrir vindskeið tekur sitt pláss í skott- lokinu. Audi e-tron GT með fjórhjóladrifi er sannkallður akstursbíll sem liggur eins og skata en er skjótur eins og hlébarði. MYNDIR/ANTON BRINK Eitt af því sem gerir aksturinn skemmtilegan eru raf- magnsmótorarnir en þeir eru tveir hvor á sínum öxli og skila samtals 469 hestöflum. Þeir geta gefið aukaorku í 2,5 sekúndur og fer þá aflið í 523 hestöfl. Kostir: Aksturseiginleikar, framsæti, grunnbúnaður Gallar: Aðgengi, útsýni Audi e-tron GT quattro Grunnverð: 13.990.000 kr Hestöfl: 469 Tog: 630 Nm Hröðun 0-100 km: 4,1 sek Hámarkshraði: 245 km Rafhlaða: 93 kWst Drægi: 475 km L/B/H: 4.990/1.960/1.410 mm Hjólhaf: 2.900 mm Farangursrými: 366 lítrar Eigin þyngd: 2.420 kg 6 BÍ l A Bl A Ði Ð 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.