Fréttablaðið - 05.10.2022, Page 29

Fréttablaðið - 05.10.2022, Page 29
Það dylst engum að Audi e-tron GT er hannaður til aksturs enda bíllinn í senn lágur og straumlínulagaður. Þaklínan er tekin mikið niður í aftursætum svo að augnlína farþega er komin upp fyrir gluggann. Ökumannsrýmið er vel hannað með þægilegum stjórnbúnaði og vel formuðum sætum. er reyndar minni en hjá keppi- nautunum eða aðeins 10 tommur en hann er fljótvirkur og með góða upplausn og auðvelt að nota hann. Framsætin eru bæði rúmgóð og þægileg og kostur er hversu vel þau styðja við ökumanninn. Plássið í framsætum er líka yfirdrifið enda bíllinn breiður og nóg er af hólfum og þess háttar. Útsýni er hins vegar eitthvað sem ekki er mikið af úr e-tron GT bílnum. Það er nánast sama hvert er litið í þeim efnum. A-bitar eru stórir og fyrirferðar- miklir og B-bitar við hlið öku- manns svo að halla þarf sér fram til að sjá aftur með bílnum. Maður situr líka lágt í bílnum svo að erfitt er að sjá fram á húddið og gera sér grein fyrir því hvar það endar. Loks er afturgluggi meira í ætt við skot- rauf í vélbyssuhreiðri og ef ekki væri fyrir góða bakkmyndavél og fjarlægðarskynjara væri mjög erfitt að bakka bílnum. Eins og þessi upptalning sé ekki nóg er einnig hægt að kvarta yfir útsýni úr aftursætum en þar hefur afturhallandi þaklína þau áhrif að þegar meðalmaður situr í aftursæti er þaklínan fyrir neðan augnlínu. Ef ekki væri fyrir glerþak sem býr til höfuðpláss er hætt við að vart yrði við innilokunarkennd í aftur- sætum. Að setjast inn í Audi e-tron GT er ekki létt verk og helst á færi kattliðugra einstaklinga. Áður- nefndur B-biti er framarlega miðað við stöðu framsæta og þess vegna þarf að skáskjóta sér fram fyrir hann með bakið um leið og sest er niður í lágan bílinn. Það sama á við í aftursætum þar sem hjólaskál í yfirstærð hefur sömu áhrif. Það er talsvert pláss í farangursrými sem er nokkuð djúpt og rúmar vel stórar töskur. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að rafdrifin vindskeið tekur sitt pláss í skottlokinu svo að ekki er hægt að setja setja hluti í aftasta hluta rýmisins. Ef koma þarf fyrir lengri hlutum er hægt að leggja niður aftursæti 40/20/40. Helsti keppinautur Audi e-tron GT er án efa systurbíllinn Porsche Taycan en einnig bílar eins og Mercedes-Benz AMG 43 og jafnvel Tesla Model S. Grunnverð Audi e-tron GT er 13.990.000 kr. og er þar um fjórhjóladrifsútgáfu ein- göngu að ræða. Porsche Taycan byrjar í 11.990.000 kr. hjá Bílabúð Benna en grunnbíllinn er aðeins með afturdrifi. Ekki er gefið upp verð á fjórhjóladrifsbílnum. Til að fá sambærilegan EQE þarf að fara í 43 4MATIC sem er 4,2 sekúndur í hundraðið. Sá bíll kostar þó 17.990.000 kr. en hægt er að lesa um hann annars staðar í blaðinu. Hjá Tesla er Model S aðeins boðinn í Plaid útfærslu eins og er og kostar þannig 16.264.000 kr. Ljóst er því að talsvert fæst fyrir peninginn í e-tron GT þegar horft er til sam- keppninnar. n Ertu að tengja? Hleðsla rafbíla Fáið löggiltan rafverktaka til að yfirfara og aðlaga raflögnina áður en rafbíll er hlaðinn í fyrsta sinn. Hver tengipunktur má einungis hlaða einn rafbíl í einu Hver tengipunktur skal varinn með yfirstraumvarnar- búnaði sem einungis ver þennan tiltekna tengipunkt Hver tengipunktur skal varinn með bilunarstraumsrofa (lekastraumsrofa) sem einungis ver þennan tiltekna tengipunkt Bilunarstraumsrofinn ætti að vera af gerð B – þó má nota gerð A sé jafnframt notuð viðbótarvörn HMS mælir með að ekki séu notaðir hefðbundnir heimilistenglar til hleðslu rafbíla HMS mælir með að til heimahleðslu rafbíla séu notaðar þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartenglar Stranglega er bannað að nota framlengingarsnúru, fjöltengi eða önnur „millistykki“ við hleðslu rafbíla Hleðslustrengir mega ekki liggja þar sem þeir geta orðið fyrir hnjaski, t.d. yfir vegi, gangstéttar eða stíga Ekki nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst • • • • • • • • • BÍLABLAÐIÐ 7MIÐVIKUDAGUR 5. október 2022

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.