Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 2
Opna tímabundið úrræði Starfsfólk Rauða krossins opnaði fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Flóttafólki, meðal annars frá Úkraínu, hefur fjölgað mjög . FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sigurður Örn Ragnarsson varð um helgina fyrstur Íslendinga til að vinna alþjóð- lega keppni í járnkarli þegar hann kom fyrstur í mark af 1.611 þátttakendum í Barce- lona. Hitinn reyndist Íslend- ingnum erfiður. kristinnpall@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR „Maður finnur alveg fyrir þessu. Einfaldar athafnir eins og að labba upp og niður stiga eru erfiðar daginn eftir. Annars er ég nokkuð góður, ég gæti örugglega skokkað stuttan hring ef lærvöðvarnir væru betri,“ segir Sigurður Örn Ragnars- son glettinn, aðspurður hvernig skrokkurinn sé en Sigurður Örn varð um helgina fyrsti Íslendingur- inn til að vinna alþjóðlega Járn- karlskeppni (e. Ironman challenge). Sigurður kom í mark á 8 klukku- tímum, 42 mínútum og einni sek- úndu, 6 mínútum á undan næsta manni en alls tóku 1.610 manns þátt. Með sigrinum tryggði hann sér þátttökurétt á heimsmeistara- mótinu á næsta ári. „Þetta var fyrsti járnkarlinn minn og um leið í fyrsta sinn sem ég tek maraþon. Þetta var ákveðið óvissustökk. Ég er með bakgrunn úr sundi og vissi að það myndi ganga vel, hjólið gekk vel enda var ég með góða leikáætlun. Hlaupið var svo erfiðasti hlutinn því maður kemur þreyttur af hjólinu,“ segir Sigurður og heldur áfram: „Þríþrautarhjól reyna mjög mikið á lærvöðvana sem eru vöðvar sem eru mikilvægir í hlaupinu. Vöðv- arnir gefa sig á endanum og þá er bara að bíta á jaxlinn og hugsa að það sé bannað að stoppa.“ Járnkarl er ein erfiðasta þrekraun heims, þar sem einstaklingar synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa að lokum 42,2 kílómetra eða það sem jafngildir einu mara- þoni. Sigurður var að keppa í járn- karli í fyrsta sinn en hann er fimm- faldur Íslandsmeistari í ólympískri þríþraut. „Ég gerði ekki ráð fyrir að vinna gull í þessari grein alveg strax en vissi að tímamarkmiðið sem ég setti mér myndi líklegast duga í efstu tíu. Um leið er þetta löng keppni og maður veit aldrei hvað getur gerst, það eru margir óvissuþættir. Ég sá þegar ég fór af hjólinu að staðan var góð og byrjaði um leið í hugar- reikningi á hvernig staðan væri, hversu gott forskot ég væri með og á hvaða hraða ég þyrfti að vera,“ segir Sigurður um frumraun sína í keppninni og segir afrekið vera að síast inn. „Þetta er að síast inn daginn eftir. Í keppninni var maður mest bara að einblína á að halda forskotinu því þarna voru aðilar sem voru mun vanari þessum aðstæðum. Fyrsta markmiðið var að bæta Íslandsmet- ið en ég sá f ljótlega að það myndi ekki nást og það munaði þremur mínútum.“ Glampandi sól gerði keppendum erfitt fyrir, sérstaklega Sigurði sem gat eðli málsins samkvæmt ekki æft í þrjátíu stiga hita á Íslandi. „Það var mjög heitt, ekki ský á himni og þetta var í raun eins og að vera í bakarofni. Eftir að hafa æft í 8–9 gráðum voru þetta mikil við- brigði.“ n Frumraun Sigurðar Arnar í járnkarli í sögubækurnar Sigurður Örn var þremur mínútum frá Íslandsmetinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Vöðvarnir gefa sig á endanum og þá er bara að bíta á jaxlinn og hugsa að það sé bann- að að stoppa. Sigurður Örn Ragnarsson ser@frettabladid.is NÝSKÖPUN Ísland er í tuttugasta sæti á lista Alþjóðahugverkastofn- unarinnar yfir mest nýskapandi ríki heims. Í fyrra var Ísland í 17. sæti listans og hefur fallið um þrjú sæti. Þrjú efstu sæti listans skipa Sviss, Bandaríkin og Svíþjóð, líkt og í fyrra. Kína hefur risið hratt á listan- um undanfarin ár og er nú í ellefta sæti. Listinn er byggður á mati á áttatíu mismunandi þáttum sem tengjast annars vegar aðstæðum til nýsköp- unar og hins vegar niðurstöðum nýsköpunar. Í tilkynningu frá Hugverkastof- unni segir að Ísland skori hærra en f lestar Evrópuþjóðir í þessum efnum, miðað við þjóðarfram- leiðslu, en þar er landið í 12. sæti listans af 39 Evrópuþjóðum. n Nýsköpun skorar hátt á Íslandi Frá Nýsköpunarviku í Grósku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK KAUPUM BLEIKU SLAUFUNA Sýnum lit á bleikaslaufan.is og á sölustöðum um allt land 1. – 20. október LíFIÐ E AÐ VERÐA BUMBULT Á JÓLUNUM benediktboas@frettabladid.is ÍÞRÓT TIR Garðabær og Knatt- spyrnusamband Íslands hafa samið um æf ingaaðstöðu fyrir yngri landslið Íslands í íþróttahúsinu Miðgarði í Garðabæ. Samningurinn er til þriggja ára. KSÍ hafði æft í Skessunni, húsi FH, síðustu ár. KSÍ fær til afnota aðstöðu á skil- greindum rýmum í Miðgarði á til- teknum tímum dagsins, en um er að ræða bæði knattspyrnusalinn og stoðrými, svo sem búningsaðstöðu, sjúkraherbergi, fundaraðstöðu og mataraðstöðu, dómara- og þjálf- araherbergi og þrekæfingasvæði með gervigrasi. Fyrstu KSÍ-æfingarnar í húsinu voru á dagskrá í september þegar hæfileikamótun drengja fór fram. Fram undan í október eru æfingar yngri landsliða. n Landsliðsæfingar hafnar í Garðabæ Vanda Sigur- geirsdóttir, for- maður KSÍ, og Almar Guð- mundsson bæjarstjóri undirrita samninginn. 2 Fréttir 5. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.