Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 35
Eftir að ég fór að taka þetta inn hef ég sjaldan prjónað jafn- mikið. Pálína Sigurlaug Samkvæmt nýrri rann- sókn sem birt er í tímaritinu Aging-US geta einmana- leiki og óhamingja verið jafn hættuleg heilsunni og reykingar. Viðkvæm geð- heilsa hefur mikil áhrif á öldrun fólks. Að vera niður- dreginn og einmana getur þannig flýtt fyrir öldrun. elin@frettabladid.is Bandarískir og kínverskir vísinda- menn hafa fundið út að fólk getur flýtt verulega fyrir öldrun sinni sé það óhamingusamt, sofi illa eða sé einmana. Niðurstöðurnar sýna að öll meðferð til að bæta and- lega líðan hefur góð áhrif til betri heilsu. Niðurstöðurnar sýna einnig að reykingafólk eldist mun hraðar en þeir sem ekki reykja. Helstu þættir sem flýta fyrir öldrun eru: n Kvíði og ótti n Vonleysi n Þunglyndi n Skortur á einbeitingu n Óhamingja n Einmanaleiki n Leiði n Órólegur svefn Að vera einhleypur og búa á afskekktum stað er einnig áhættu- þáttur er varðar hraðari öldrun. Að búa langt frá heilsugæslu eða annarri heilbrigðisþjónustu getur sömuleiðis haft áhrif á öldrun. Einhleypur maður sem reykir, er óhamingjusamur og býr afskekkt er líffræðilega fjórum árum eldri en sá sem er hamingjusamur og reykir ekki. Geðræn heilsa er vanrækt í heilbrigðiskerfinu en samkvæmt niðurstöðu þessarar rannsóknar skiptir hún eldra fólk mjög miklu máli og hefur áhrif á lífsgæðin. Andlegi þátturinn í líðan eldra fólks ætti að fá mun meiri athygli hjá heilbrigðisyfirvöldum til að fyrirbyggja annars konar veikindi og vanlíðan. „Andlegt og sálfélags- legt ástand skiptir öllu máli þegar kemur að framtíðarheilbrigði og lífsgæðum fólks,“ segir Manuel Faria, vísindamaður við Stanford- háskóla í Bandaríkjunum, en vef- miðillinn forskning.no greinir frá. „Við eldumst mishratt og það getur tengst genum en lífsstíll vegur þó þyngst og það umhverfi sem við búum í. Fólki, sem er dug- legt að hreyfa sig, líður betur bæði andlega og líkamlega. Allir vita að reykingar stuðla að hrukkum og lungnasjúkdómum en mataræði og mengun eru einnig nei- kvæðir þættir. Hægt er að hægja á öldruninni með bættum lífsstíl,“ segir hann. Fyrr á þessu ári setti Deep Longevity á markað reiknivél sem getur mælt sálfræðilegan aldur fólks. Hægt er að greina ástand líkamans og finna út hvort líkamlega sé fólk eldra en aldur þess segir til um. Markmiðið er að greina aldurstengda sjúkdóma snemma. Eldra fólk getur bætt lífsgæði sín til muna með hreyfingu. Því miður er margt eldra fólk óvirkt en aukin hvatning og vitund um bætt heilsufar með hreyfingu ætti að vera sérstakt forvarnarverkefni heilbrigðisyfirvalda. Kyrrseta er algeng og afleiðingar hennar koma fram þegar fólk eldist ef það hreyfir sig ekkert. Hvatning til hreyfingar getur aukið til muna virkni og sjálfsbjargarviðleitni eldra fólks. Ýmsar æfingar fyrir eldra fólk geta bætt jafnvægi en mörg slys verða einmitt þegar fólk dettur jafnt heima sem utanhúss. Hreyf- ing getur þannig stytt þann tíma sem fólk þarfnast aðstoðar seint á ævinni. Hreyfing getur sömuleiðis komið í veg fyrir mikla notkun verkja-, svefn-, þunglyndis- og róandi lyfja. Með því að takmarka kyrrsetu, til dæmis við tölvu eða sjónvarp, er hægt að auka vellíðan eldra fólks og möguleikann á því að vera sjálfbjarga. Það þarf ekki að stunda stífa líkamsrækt, göngu- ferð í hálftíma á dag eða sundferð getur bætt andlega og líkamlega líðan. n Andleg heilsa hefur áhrif á öldrun Einmanaleiki fer mjög illa með eldra fólk og getur flýtt fyrir öldrun. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Pálína Sigurlaug Jónsdóttir hóf að taka inn túrmerik- og fjallagrasablönduna frá ICEHERBS á síðasta ári. Hún segir áhrifin hafa verið gífurlega jákvæð og hyggst taka hana inn um ókomna framtíð. Pálína er 73 ára ellilífeyrisþegi og starfaði sem sjúkraliði. „Ég hætti að vinna fyrir tíu árum vegna slit- og vefjagigtar. Ég hef verið að prufa ýmis efni sem hafa dugað misvel en ég er með virkilegt ofnæmi fyrir rækjuskel svo ég get ekki tekið inn hvað sem er. Það var svo systir mín sem benti mér á vöruna í október síðastliðnum,“ segir Pálína. Ákvað að slá til Pálína segir þetta hafa verið sín fyrstu kynni af túrmerik. „Eftir að systir mín benti mér á þetta fór ég að lesa mér til um túrmerik og sá að það var bólgueyðandi. Ég ákvað því að slá til.“ ICEHERBS býður upp á tvær gerðir túrmerikblandna. Önnur er sterkari og inniheldur svartan pipar sem eykur upptöku túrm- eriks margfalt. Hin er mildari og inniheldur túrmerik ásamt fjalla- grösum og er það blandan sem Pálína tekur inn. „Ég tek blönduna sem er með fjallagrösum þar sem ég er með ofnæmi fyrir svörtum pipar. Þetta eru tvö hylki sem ég tek inn á morgnana.“ Pálína segir ávinninginn af blöndunni hafa verið gríðarlegan og fjölskylda hennar nýtur ekki síður góðs af. „Ég er með slit- og vefjagigt í höndum og fingrum og þetta virkar andskoti vel á mig. Ég prjóna mikið eða reyni það og eftir að ég fór að taka þetta inn þá hef ég sjaldan prjónað jafn mikið. Ég er búin að vera að prjóna á full- orðin barnabörn og maka þeirra og það eru allir ákaflega ánægðir með það sem þeir hafa fengið.“ Tengdadóttirin himinlifandi Pálína lofar vöruna og greinir frá því að blandan hafi enn fremur haft jákvæð áhrif á fjölskyldumeð- limi sína. „Ég mæli alveg hiklaust með þessari vöru. Tengdadóttir mín og sonur eru líka farin að taka þetta inn en hún er líka vefjagigtarsjúklingur sem labbar mjög mikið eða um 10-15 kíló- metra á dag. Hún tekur inn sterkari blönduna sem er með svörtum pipar, ásamt með rauðrófuhylkjunum og magnesíum frá ICE- HERBS og þetta heldur henni gjörsamlega gangandi.“ Árangursríkar blöndur Túrmerik hefur verið notað í Hef sjaldan prjónað jafnmikið Pálína segir túrmerikblönduna hafa haft jákvæð áhrif á slit- og vefjagigt- ina sem hún er með í höndum og fingrum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN þúsundir ára til þess að vinna gegn ýmsum bólgum og sjúkdómum en virka efnið, kúrkúmín, hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Meðal kvilla sem túrmerik hefur reynst vel gegn má nefna gulu, uppþembu og vindgang ásamt því það það getur lækkað blóðfitu og blóðsykur. Þá hafa bólgueyðandi eigin- leikar túrmeriks gefið sérstaklega góða raun gegn gigtarsjúkdómum og liðverkjum auk þess sem það örvar blóðflæði og hefur góð áhrif á húðvandamál og sár. Í sterku blöndunni er svartur pipar sem margfaldar upptöku túrmeriks en einnig er í boði mildari blanda fyrir þá sem ekki þola pipar. Báðar blöndurnar innihalda fjallagrös en virkni þeirrar lækningarjurtar hefur gefið henni viðurnefnið ginseng Íslands. Í fjallagrösum er að finna svokallaðar betaglúkantrefjar sem eru taldar aðstoða við þyngdartap, draga úr bjúg, bæta meltingu og styrkja þarmana, sér í lagi ristilinn. Þau hafa meðal annars reynst árangursrík gegn slímmyndun og óæskilegum bakteríum. Fjallagrösin gera ICEHERBS- blönduna að ofurblöndu en þau hafa öldum saman verið notuð sem náttúruleg og viðurkennd lækningajurt á Íslandi. Þau eru rík að steinefnum og eru talin auka skilvirkni í upptöku næringarefna sem gera bæði innihaldsefnin sterkari saman. Íslensk og kröftug bætiefni ICEHERBS er íslenskt fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni. Lögð er gríðarleg áhersla á að vörur ICEHERBS nýtist viðskiptavinum vel, að virknin skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Gríðarleg áhersla er lögð á að vörurnar innihaldi engin óþarfa fylliefni og eru vörurnar fram- leiddar hér á landi. n ICEHERBS fæst í öllum betri mat- vöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum og glæsi- legri vefverslun iceherbs.is. ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 5. október 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.