Fréttablaðið - 05.10.2022, Side 14

Fréttablaðið - 05.10.2022, Side 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Að vita hvar við stöndum og að fylgjast með heilsunni hvetur okkur til að viðhalda góðum matar-, svefn- og hreyfivenjum. Við þekkjum flest öll mælingar á borð við skrefafjölda, svefn, hreyfingu, blóðsykur og mælingar í mataræði á borð við kaloríufjölda eða magn orkuefna. Stöðug þróun hefur átt sér stað í sjálfsprófun undanfarin ár, þekkt- ust eru þungunarprófin sem komu á markaðinn í kringum 1977, en með tilkomu Covid varð sprenging í sölu sjálfsprófa. Sjálfspróf eru ein- föld í notkun og auðvelda einstakl- ingum að skima fyrir sérstökum kvillum þannig að hægt sé að grípa inn í og fyrirbyggja frekari sjúkdóma. „ Við höfum fundið fyrir miklum áhuga Íslendinga á að kanna og fylgjast með eigin heilsu. Í Lyfju hafa viðskiptavinir haft aðgang að fjölbreyttu úrvali sjálfsprófa sem mæla egglos, þungun, þvagfærasýkingu, DNA, hormónabreytingar í tengslum við breyt- ingaskeið sem og fíkniefna- og kyn- sjúkdómapróf, “segir Karen Rúnarsdóttir, sviðsstjóri vöru-, birgða- og fram- leiðslusviðs Lyfju. Samhliða aukinni áherslu á ábyrgð á eigin heilbrigði hefur úrval sjálfsprófa stóraukist. Nú getur þú tekið heima- próf til að varpa ljósi á ýmsa heilsu- farsþætti, eins og vítamínbúskap líkamans, fæðuóþol, sýkingar og fleira. „Við viljum gera viðskiptavinum okkar kleift að taka stjórn á heilsu sinni á jákvæðan og fyrirbyggjandi hátt,“ segir Karen. „Við höfum strax fengið frá- bærar móttökur við þessum nýju sjálfsprófum sem kosta öll í kringum 2.000–3.000 krónur,“ bætir Karen við. D-vítamín D-vítamín er afar mikilvægt líkamanum og hjálpar til við upptöku kalks sem er nauðsyn- legt fyrir uppbyggingu beina. Einnig hefur D-vítamín áhrif á ónæmiskerfið og getur því dregið úr ýmsum sjúkdómum. D-vítamín myndast í húðinni fyrir tilstilli útfjólublárra geisla sólar en fæst einnig úr fæðu, svo sem feitum fiski og eggjarauðum. Þar sem ekki gætir mikillar sólar hér á landi, þá er sérstaklega mikilvægt að fylgjast með D-vítamínbúskap líkamans. Helstu einkenni D-vítamínskorts eru þreyta, vöðvamáttleysi, bein- og/eða liðverkir og fleira. D-vítamínprófið er tekið með ástungu á fingur og segir til um hvort gildin séu of lág, nægileg eða of há, á aðeins 10 mínútum. Járn Járn er mikilvægt til framleiðslu á hemóglóbíni (blóðrauða) sem flytur súrefni með blóðinu frá lungum um líkamann. Járnskortur er algengasta orsök blóðleysis og þá sérstaklega hjá kvenfólki á barneignaraldri. Járnskortur getur haft áhrif á ónæmiskerfið okkar sem er þá ekki eins vel í stakk búið að takast á við sýkingar og pestir. Einkenni járnskorts geta verið þreyta, höfuðverkur, fölvi, fóta- óeirð, orkuleysi og svimi. Prófið er einfalt og gert með ástungu á fingur og greinir járn- birgðir í blóði. Niðurstaðan kemur fram innan 5 mínútna. Glútenóþol Glútenóþol er meltingar-og þarmasjúkdómur sem felur í sér bólgur í smáþörmum vegna neyslu á glíadíni: prótínhluta glútens. Upptaka næringarefna getur tak- markast hjá einstaklingum með glútenóþol og algengt er að ein- kenni séu kviðverkir, langvarandi niðurgangur, þreyta, slappleiki, þyngdartap og f leira. Celiac-prófið getur verið gagn- legt fyrir þá sem vilja athuga hvort þeir séu með glútenóþol. Ef prófið reynist jákvætt er mikilvægt að hafa samband við hjúkrunarfræð- ing eða lækni með ráðleggingar um næstu skref. Prófið er framkvæmt með ástungu á fingur og birtast niður- stöður innan 10 mínútna. Streptókokkar Streptókokkar eru algeng bakt- eríur sem valda hálsbólgu. Helstu einkenni eru hálssærindi, eyrna- verkur, bólgnir hálskirtlar og hiti. Prófið er fyrir þá sem vilja athuga hvort bakteríusýking í koki sé til staðar og greinir hvort um streptókokkasýkingu sé að ræða. Prófið er framkvæmt með stroku úr hálsi og niðurstöður birtast innan 5 mínútna. Ef niðurstaða reynist jákvæð er mikilvægt að hafa samband við hjúkrunarfræð- ing eða lækni varðandi ráðlegg- ingar um meðferð. „Við leggjum áherslu á fag- mennsku og gæðavöru í Lyfju og eru öll prófin CE-merkt ásamt því að vera með ISO-vottun. Nákvæmni prófanna er á bilinu 80–97,6% en að sjálfsögðu er mælt með því að fólk leiti til læknis ef niðurstaðan þarfnast frekari skoð- unar,“ segir Karen. Prófin eru einföld í notkun og fylgja ítarlegar leiðbeiningar á íslensku. Hjúkrunarfræðingar Lyfju í Lágmúla og Smáratorgi eru til taks fyrir þá sem þurfa aðstoð við prófin. Einnig býður Lyfja upp á heilsufarsmælingar og heilsu- ráðgjöf án tímabókunar í völdum verslunum. n Til glútenóþolskimunar á glútenmótefnum í blóði. Til að greina ferritínmagn í blóðsýni. Til að greina hvítfrumur , blóð, nítrít og prótein í þvagi. Til ákvörðunar á D-vítamín magni í blóði manna.Til greiningar á streptókokkum A með hálsstroku.Til að ákvarða eggbúsörvandi hormón. Við viljum gera viðskiptavinum okkar kleift að taka stjórn á heilsu sinni á jákvæðan og fyrirbyggj- andi hátt. Karen Rúnarsdóttir Nákvæmni prófanna er á bilinu 80–97,6% en að sjálfsögðu er mælt með því að fólk leiti til læknis ef niðurstaðan þarfnast frekari skoð- unar. Karen Rúnarsdóttir Sjálfspróf 2 kynningarblað A L LT 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUR Karen segir að Lyfja leggi áherslu á fag- mennsku og gæða- vörur. MYND/ AÐSEND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.