Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 18
Honda ætlar greinilega að spýta í lófana þegar kemur að rafvæddum mótorhjólum en samkvæmt nýrri tilkynn- ingu frá fyrirtækinu er von á 11 rafvæddum mótorhjólum frá fyrirtækinu fyrir árið 2030. njall@frettabladid.is Honda er stærsti framleiðandi mótorhjóla á heimsvísu og áætlar að rafvæðingin skili sölu á yfir milljón rafhjólum á næstu fimm árum, og 3,5 milljónum áður en áratugurinn er úti. Það eru um 15% af sölu Honda-mótorhjóla á heims- vísu. Um þrjá flokka mótorhjóla er að ræða í þessu sambandi en það eru rafhjól sem geta náð allt að 25 km hraða, rafskútur sem geta náð allt að 45 km hraða og loks rafmótor- hjól sem fara hraðar en 45 km á klst. Von er á allavega tveimur raf- knúnum mótorhjólum á markað fyrir 2025 í Asíu, Evrópu og Japan. Honda hefur þróað rafhjól með útskiptanlegur rafhlöðum fyrir póstþjónustuna í Japan og Víetnam en nýju hjólin verða ekki endilega þannig útbúin. Um 90% rafhjóla í heiminum eru kraftminni mótorhjól sem fara undir 45 km á klst. og slík hjól eru mjög vinsæl í Kína. Honda áætlar að vinsældir þeirra muni aukast á heimsvísu og þess vegna er von á fimm nýjum ódýrari rafhjólum sem einnig fara á markað í Evrópu fyrir 2024. Honda telur einnig að fastefnarafhlöður (Solid State) verði nothæfar í mótorhjólum og munu þannig rafhlöður verða notaðar í hjól þeirra í framtíðinni. n Honda lofar ellefu spennandi rafhjólum fyrir árið 2030 Meðal hjóla sem Honda áætlar að koma með á markað á næstu árum eru hjól sem nota undirvagn sem kallast FUN og er fyrir stærri gerðir sporthjóla. mynd/HOndA njall@frettabladid.is Ducati frumsýndi nýtt Multi strada árið 2020 og nú, tveimur árum seinna, kemur það á markað með Rally-útgáfu hjólsins. Um betur búið ferðahjól er að ræða með stærri bensíntanki fyrir lengri ferðir. Sama 170 hestafla vélin er í Rally-hjólinu sem og öðrum Multistrada-hjólum. Fjöðrunin er sú sama og í Pikes Peak-hjólinu en með meiri fjöðrunargetu sem er allt að 20 sentimetrum og er því hjólið með meiri veghæð en áður. Sem dæmi um búnað má nefna fleiri akstursstillingar eins og Enduro ásamt léttari felgum og meiri hlífum kringum mótor. Bensíntankurinn er nú 30 lítrar og fjöðrunin sér um að lækka hjólið í þau fáu skipti sem stoppað er til að fylla á. n Ducati kynnir Multistrada V4 Rally njall@frettabladid.is BMW hefur frumsýnt nýja útfærslu S 1000 RR ofurhjólsins og nokkuð er um breytingar á hjólinu. Sú augljósasta eru að tveir smá- vængir á framhluta hjólsins munu auka þyngd á fram- dekk um allt að 11 kíló. Það þýðir að hjólið er ekki eins gjarnt að prjóna í upptaki sem mun bæta upptak þess þar sem minna reynir á spólvörnina. Komin er ný skrikvörn með skrensvörn og hægt er að stilla hversu mikið afturdekkið spólar út úr beygjunni. Vélin hefur verið endur- hönnuð og í Evrópu verður hún nú 210 hest- öfl og skilar 113 Nm togi. Hjólið fær einnig uppfærslur eins og hærri vindhlíf, léttari rafhlöðu og endurhannaðan aftur- enda sem auðveldar skipti á aftur- dekki, sem er eiginleiki sem að þeir sem nota mótorhjólið á braut eiga eftir að kunna að meta. Búast má við hjólinu á markað í byrjun næsta árs. n Vængjað BMW S 1000 R á næsta ári Nýja BMW S 1000 RR hjólið verður auðþekkjanlegt á vængstúfunum á framanverðri vindkúpunni. Með 30 lítra bensíntank er nýja Multi strada Rally-hjólið kjörið til langferða. mynd/dUCATI njall@frettabladid.is Kawasaki hefur frumsýnt nýjar útgáfur ZX-10R hjólanna og eru breytingarnar útlitslega ekki miklar. Vélin er sú sama með nokkrum breytingum á stimplum og ventlabúnaði og er RR-hjólið nú komið í 214 hestöfl. Kawasaki Z650 hjólið er nú komið með nýjum búnaði eins og díóðuljósum og spól- vörn. Hægt er að breyta Z650 hjólinu í A2-ökuréttindaflokk með einni aðgerð í tölvunni. Kawasaki Versys hjólin fá öll meiri tækni- búnað eins og skriðstilli, skrikvörn og mismunandi aksturs- stillingar. Dýrari útfærslur fá einn- ig hraðskipti ásamt beygjuljósum. Stóru fréttirnar frá Kawasaki bíða EICMA-sýningarinnar en þar verður nýja tvinnhjólið frum- sýnt ásamt rafhjóli fyrir A1-flokk réttinda. Einnig er orðrómur um að Kawasaki muni frumsýna nýtt ZX-4R hjól á næstunni. n Meiri búnaður í 2023-árgerðunum Kawasaki Z650 hjólið verður nú með spólvörn og hægt er að breyta því með einföldum hætti í a2 réttinda- hjól. njall@frettabladid.is Nýlega var myndum af næstu kyn- slóð Honda Transalp-ferðahjólsins lekið á netið en búast má við að hjólið verði frumsýnt á mótor- hjólasýningunni EICMA í Mílanó í byrjun nóvember. Einnig hafa birst myndir af hjólinu við auglýsinga- myndatökur en þær voru teknar úr nokkurri fjarlægð og eru þessar myndir sem tíma- ritið Maxxmoto birti á Insta gram-reikningi sínum þær bestu sem sést hafa hingað til. Greinilegt er að nýja hjólið sækir mikið af útliti sínu til Africa Twin-hjólsins og hin vinsæla HRC-litasam- setning er notuð eins og á það. Vélin í Transalp verður 800 rsm tveggja strokka línumótor og keppir því við hjól eins og BMW F750 GS og Yamaha Tenere 700. Sama vél mun að öllum líkindum fara í nýtt Honda Hornet sem einnig verður líklega frumsýnt á EICMA-sýningunni. n Nýjar myndir af Honda Transalp Útlit nýs Transalp minnir á Africa Twin-hjólið með HRC-litasamsetn- ingunni í rauðu, hvítu og bláu. Honda áætlar að vinsældir kraft- minni rafhjóla muni halda áfram að aukast á heimsvísu og þess vegna er von á fimm nýjum ódýrari rafhjólum sem einnig fara á markað í Evrópu fyrir 2024. Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur Škoda Kamiq Sjálfskiptur, bakkmyndavél, akreinavari & árekstrarvörn. Verð 4.190.000 kr. Búnaður bifreiða til sölu getur verið ólíkur þeirri sem sýnd er á mynd. 4 BÍ L A BL A ÐI Ð 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.