Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 44
© GRAPHIC NEWS Sölutekjur á heimsvísu* Einkunn á Rotten Tomatoes Heimildir: 007.com, The Numbers, Rotten Tomatoes, Looper, Screen Rant, Empire Myndir: Getty, 007.com, Creative Commons Njósnamynd með samstæðum leikhópi (margir sem ekki er getið) og byggir lauslega á skáldsögu Fleming frá 1953 með sama nafni. Bond rithöfundurinn Ian Fleming vildi ekki Connery í giggið, heldur frekar David Niven, en sannfærðist e˜ir velgengni Dr. No. Bond myndirnar eru þekktar fyrir frábær áhættuatriði. Búin til án aðkomu EON e˜ir að Charles K. Feldman réttindahaŸ náði ekki samningum við stúdíóið. Lazenby segir að sér haŸ verið boðinn samningur um sex myndir til viðbótar en að umboðsmaður hans haŸ ráðlagt honum að hafna því – ákvörðun sem hann sér e˜ir. Byggði á Thunderball bókinni - EON átti ekki kvikmyndaréttinn. Framleiðendurnir Barbara Broccoli og Michael G. Wilson segja að það séu hið minnsta tvö ár í næsta Bond. Verið sé að „enduruppgötva hver hann er og það tekur tíma.“ Hver er næsti Bond? SEAN CONNERY DAVID NIVEN GEORGE LAZENBY ROGER MOORE TIMOTHY DALTON PIERCE BROSNAN DANIEL CRAIG 1 Dr. No (1962) $59,6m 95% 7 On Her Majesty’s Secret Service (1969) $82,0m 81%2 From Russia with Love (1963) $78,9m 97% 3 GoldŸnger (1964) $124,9m 99% 4 Thunderball (1965) $141,2m 85% 5 You Only Live Twice (1967) $111,6m 74% 8 Diamonds Are Forever (1971) $116,0m 63% 15 Never Say Never Again (1983) $160,0m 71% 6 Casino Royale (1967) $41,7m 26% 19 GoldenEye (1995) $356,4m 80% 20 Tomorrow Never Dies (1997) $339,5m 56% 21 The World Is Not Enough (1999) $361,7m 51% 22 Die Another Day (2002) $431,9m 56% 23 Casino Royale (2006) $594,4m 94% 24 Quantum of Solace (2008) $591,7m 64% 25 Skyfall (2012) $1,110,5m 92% 9 Live and Let Die (1973) $161,8m 65% 10 The Man with the Golden Gun (1974) $97,6m 40% 17 The Living Daylights (1987) $191,2m 73% 18 Licence to Kill (1989) $156,2m 79% 11 The Spy Who Loved Me (1977) $185,4m 81% 12 Moonraker (1979) $210,3m 59% 13 For Your Eyes Only (1981) $195,3m 69% 14 Octopussy (1983) $187,5m 42% 16 A View to a Kill (1985) $152,6m 37% 26 Spectre (2015) $879,5m 63% 27 No Time To Die (2021) $760,0m 83% Danjaq, EON Productions’ holding company, átti ekki alltaf réttinn að öllum James Bond myndunum. Ekki hluti af söguheimi EON*Ekki tekið tillit til verðbólgu 60 ára afmæli James Bond 5. október er alþjóðlegi James Bond dagurinn þar sem öllu sem er 007 er hampað. Í ár er jafnframt 60 ár síðan fyrsta myndin um njósnara Hans hátignar kom út en í myndabálknum er að Ÿnna 25 myndir úr smiðju EON kvikmyndafyrirtækisins og tvær sem ekki fékkst leyŸ fyrir. n 5. október er alþjóðlegi James Bond-dagurinn þar sem öllu sem er 007 er hampað. Í ár eru jafnframt 60 ár síðan fyrsta myndin um njósnara hennar hátignar kom út en í myndabálknum er að finna 25 myndir úr smiðju EON-kvikmyndafyrirtækisins og tvær sem ekki fékkst leyfi fyrir.60Jam s Bond ára Kominn með nóg í seinni tíð Pétur Ívarsson verslunarstjóri Boss „Minn uppáhalds Bond er Sean Connery. Það er klárt mál. Það er líka gaman að sjá hvernig myndirn- ar hafa breyst í áranna rás. Fyrstu tvær myndirnar voru til dæmis ekki með neitt titillag,“ segir verslunar- stjórinn sem er forfallinn aðdáandi njósnara hennar hátignar. Spurður um hver sé hans uppá- halds Bond-mynd segir Pétur hlæjandi að það sé erfitt að velja á milli barnanna sinna. „En fyrst ég sagði Connery þá ætla ég að segja From Russia with Love. Hún er sturlað skemmtileg,“ segir Pétur og vísar þar til annarrar myndarinnar um njósnarann með Sean Connery í aðalhlutverki frá 1963. „En ég get ekki meira eftir þessar nýjustu myndir með Daniel Craig. Þetta er alltaf góð afþreying en ég er bara búinn að fá nóg af hans tilfinningalegu fjölskylduvanda- málum. Síðustu myndirnar hafa svolítið einkennst af því, þeir hafa verið að reyna að ná til breiðari hóps og þetta er fín afþreying en ég hef bara séð sumar myndirnar hans einu sinni og það er alveg nóg. Síð asti Bondinn af gamla skólanum var Pierce Brosnan. Þótt myndirnar hans hafi verið misgóðar og fyrsta klárlega best, þá fannst mér hann góður. Craig fór sömuleiðis vel af stað og heldur manni við efnið, mér leiðist ekki á myndunum hans en eins og síðasta myndin hans, þetta var góð afþreying en skelfileg Bond-mynd. Við skulum bara orða það þannig að ég get horft á Con- nery-myndirnar, sumar með Roger Moore, ekki Dalton, Brosnan og sumar Craig aftur og aftur en annað er bara búið. En þetta eru klárlega mikil tímamót, að kvikmyndasería sé orðin 60 ára gömul. Það er nátt- úrulega bara legendary.“ Daniel Craig er misvinsæll James Bond meðal sérfræðinga n Sérfræðingurinn Með á hreinu hver á að taka við kyndlinum Marín Eydal tölvuleikja- streymari „Mín uppáhalds Bond-mynd er Casino Royal frá 2006 með Daniel Craig. Þetta er fyrsta myndin hans og allir voru eitthvað iffí með það hvort hann væri rétti maðurinn í hlutverkið. Hann var ekki dökkhærður og í eldri kant- inum en stóð sig svo fáránlega vel. Söguþráðurinn í myndinni er frábær og ég dýrka póker þannig að það er frábært að hafa hann þarna alltumlykjandi. Svo er ástarsagan á milli Bond og Vesper, Eva Green, alveg full- komin. Kemistrían á milli þeirra er svo góð og þetta er svo sterkur kvenkarakter. Hún var ekki bara eitthvað kynlífstákn eins og tíðkaðist áður fyrr, heldur alvöru persóna með ákveðna dýpt. Hún var aðeins öðruvísi og mjög dular- full. Ég ólst upp við Craig sem Bond þannig að hann er í uppáhaldi hjá mér. Svo er Mads Mikkelsen nátt- úrulega rosalegt illmenni þarna í Casino Royale,“ segir Marín. Hún er alveg viss um hver á að taka við kyndlinum af Craig sem Bond. „Ég sé þetta svo vel fyrir mér og veit að Henry Cavill væri fullkominn í þetta starf. Ég vona að hann verði fyrir valinu. Hann er með útlitið, stór og stæltur og frábær leikari í þokkabót.“ n Ég get ekki meira eftir þessar nýjustu myndir með Daniel Craig. 20 Lífið 5. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.