Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 42
Bæði skáld eiga það sameiginlegt að fjalla um samtengingu nátt- úru, líkama og nautnar. tsh@frettabladid.is Rithöfundasamband Íslands og Hagþenkir standa fyrir málþingi um höfundarrétt og siðferði í Þjóð- minjasafninu í dag en mikil umræða hefur verið undanfarið um höfund- arrétt, brot á honum og gráu svæðin sem höfunda lög ná ekki yfir. Bergsveinn Birgisson rithöfundur er einn þeirra sem staðið hafa í eld- línunni í þessum umræðum eftir að hann sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um að hafa stolið hugmyndum sem settar voru fram í bók Bergsveins Leitinni að svarta víkingnum og notað þær án þess að geta heimilda í bókinni Eyjunni hans Ingólfs. Bergsveinn fagnar því að málþingið eigi sér stað en segist ekki ætla að mæta. „Ég hafði beðið Rithöfundasam- bandið um að gera eitthvað slíkt, þeir gerðu það en þeir höfðu reyndar hvorki samband við mig né Kristínu Eiríksdóttur sem höfum staðið svo- lítið á vígvellinum,“ segir hann. Vísar Bergsveinn þar til þess að rithöfundurinn Kristín Eiríksdóttir hefur einnig staðið í deilum um höf- undarrétt eftir að hún sakaði höf- unda þáttanna Systrabanda um að byggja á leikriti hennar Hystory. „Mér finnst nú að það hefði alveg verið pláss fyrir eina litla reynslu- sögu af vígvellinum en það er ein- hvern veginn svona heimspeki þessa lands, það á aldrei að tala við fólkið sem reynir eitthvað. Það er að segja ef þú ætlar að leggja veg ein- hvers staðar þá hlustarðu aldrei á heimamenn og ef þú ætlar að bæta heilbrigðiskerfið þá hlustarðu aldrei á fólkið sem er að vinna þar. Þannig að ég hugsa að ég nenni nú ekki að mæta á þetta,“ segir hann. Bergsveinn bætir þó við að honum þyki gott að málþingið fari fram og sé ánægður með áfram- haldandi umræður um málefni höf- undarréttar. Finnst þér Rithöfundasambandið vera að taka á þessum málum af lin- kind? „Þeir náttúrlega bara svöruðu mér með einni setningu: „Þú getur prófað að tala við Hagþenki og gangi þér vel.“ Maður er náttúrlega alltaf að taka þetta bara einhvern veginn einn á kassann. Það er enginn að bakka þig upp.“ Að sögn Bergsveins vantar kerfis- lægan stuðning fyrir höfunda og fræðimenn sem lenda í ritstuldi og eitthvert kerfi sem barist getur fyrir þeirra hagsmunum. Bergsveinn birti grein um sína upplifun af ritstuldar- málinu í tímaritinu Sögu í vor og vinnur nú að framhaldsgrein. n Ætlar ekki að mæta á málþing um höfundarrétt Bergsveinn sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld í fyrra. Fréttablaðið/Valli tsh@frettabladid.is Ljóðskáldin Beinir Bergsson og Sofie Hermansen Eriksdatter koma fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld þar sem þau ræða skáldskap sinn. Bæði skáld eiga það sameigin- legt að fjalla um samtengingu nátt- úru, líkama og nautnar í lýrískum kveðskap. Beinir Bergsson (f. 1997) er fær- eyskt ljóðskáld sem vakti athygli fyrir fyrstu bók sína Litli drengur- inn og beinagrindin árið 2017. Önnur ljóðabók hans Sólgarðurinn kom út á þessu ári og er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Í Sólgarðinum skrifar Beinir um persónulegan þroska og ástarlíf sitt í bland við texta um plöntur, mold og skordýr. Sofie Hermansen Eriksdatter (f. 1986) er danskt ljóðskáld og búsett á Íslandi. Hún sendi nýlega frá sér sína fyrstu bók sem ber titilinn Lady Dawn synger vuggeviser (Lady Dawn syngur vögguvísur) þar sem hún skrifar um mörkin á milli sköpunarverka manns og náttúru. Í nóvember er von á annarri ljóðabók Sofie, sem ber titilinn Bedstemor Newton (Amma Newton). Myndlíkingar og myndbreyt- ingar á milli manna og náttúru eru umfjöllunarefni beggja skálda sem þau nota til að varpa fram ljóðræn- um spurningum og vangaveltum um hinar fjölmörgu hliðar erótísks skáldskapar. Umræðurnar fara fram á skand- inavísku og stjórnandi höfunda- kvöldsins er Erling Kjærbo, yfir- bókavörður Norræna hússins. Viðburðurinn hefst klukkan 19.30 og er aðgangur ókeypis. n Höfundakvöld í Norræna húsinu Sofie Hermansen Eriksdatter og Beinir Bergsson koma fram í Nor- ræna húsinu í kvöld. Mynd/aðsend Michal Iwanowski sneri fordómafullu veggjakroti upp í umfangsmikið þriggja mánaða listrænt verkefni og gekk 2.000 kílómetra þvert yfir Evrópu. tsh@frettabladid.is Pólsk i ljósmy ndarinn Michal Iwanowski hefur verið búsettur í Cardiff í Wales í 22 ár og er með tvö- faldan ríkisborgararétt. Þegar hann sá veggjakrot nálægt heimili sínu árið 2008 þar sem sagði „Go Home Polish“ eða „Farið heim Pólverjar“ tók hann það því nokkuð nærri sér en þessi fordómafulla yfirlýsing átti þó eftir að verða innblástur fyrir eitt umfangsmesta verkefni hans. „Ég er fæddur í Póllandi en hef búið í Wales lengi og finnst ég eiga heima þar. Þannig að þegar ég sá þetta í hverfinu mínu þá truflaði það mig nokkuð og hugmynd mína um hvað heima er. Er ég heima eða er ég ekki heima? Af því mér leið eins og ég væri það,“ segir Michal. Það var þó ekki fyrr en tæpum ára- tug síðar sem Michal ákvað að gera eitthvað með þetta og snúa merk- ingu skilaboðanna við. Með bresku og pólsku vegabréfin sín í hendi, klæddur í stuttermabol sem á stóð Polska lagði Michal af stað fótgang- andi frá heimili sínu í Cardiff með stefnuna að heimabæ sínum Mokr- zeszów í Suðvestur-Póllandi. Ferða- lagið var tæpir 2.000 kílómetrar í gegnum átta lönd: Wales, England, Frakkland, Belgíu, Holland, Þýska- land, Tékkland og Pólland. „Ég vissi ekki alveg hvað ég var að gera í upphafi en þegar ég var hálfn- aður með verkefnið myndi ég segja að ég hafi áttað mig á því að heima er miklu stærra hugtak en að vera pólskur, velskur eða hvað eina. Ég var bara innan um náttúruöflin og áttaði mig á því að við erum öll með nákvæmlega sama stóra kjarna- kljúfinn sem skín á okkur,“ segir hann. Dásamlega leiðinlegt Þetta hlýtur að hafa verið mikil upp- lifun? „Þetta var eiginlega alveg dásam- legt. Mér fannst þetta mjög leiðin- legt fyrst en um leið og ég kláraði þá elskaði ég það. Ég tók upp fullt af myndbandsskilaboðum þar sem ég grátbað sjálfan mig um að gera þetta aldrei aftur. En núna hugsa ég ekki um annað en hvað mig langar mikið til að gera þetta aftur.“ Á ferðalaginu gisti Michal til skiptis í tjaldi og á gistiheimilum. Heima er miklu stærra hugtak Pólski ljósmyndarinn Michal Iwanowski hefur verið búsettur í Cardiff í Wales í 22 ár og finnst hann eiga heima þar. Mynd/Michal iwanowski Michal sá veggjakrotið nálægt heimili sínu í Cardiff árið 2008 en notaði það svo sem innblástur fyrir verkefnið tíu árum síðar. Mynd/Michal iwanowski Mestur tíminn fór auðvitað í að ganga og Michal kveðst hafa gengið að meðaltali 18 kílómetra á dag og stundum allt upp í 35. Spurður um hvort hann hafi einhvern tímann verið óttasleginn eða fundist sér ógnað á ferðalaginu segir Michal svo ekki vera. Almennt hafi honum liðið mjög öruggum jafnvel þótt hann væri einn úti á víðavangi. „Það komu stundir þar sem ég var mjög þreyttur og svo líkamlega uppgefinn að ég hélt að ég þyrfti að hætta á miðri leið. En svo rakst ég á fólk sem gaf mér góð ráð, elektró- lýtur og hjálpaði mér aftur á lappir,“ segir hann. Notaði sjálfan sig sem viðfang Michal skrásetti ferðalagið með myndavélinni sinni og afraksturinn varð 103 mynda ljósmyndasería, ein mynd fyrir hvern dag ferða- lagsins, sem ber titilinn Go Home Polish. Um er að ræða bæði lands- lagsmyndir og listrænar myndir þar sem Michal notar sjálfan sig sem viðfangsefni. „Verkefnið fjallar í grunninn um fólksflutninga og útlendingaandúð þannig að mér fannst ég þurfa inn- flytjanda sem viðfangsefni og þar sem ég hafði einn slíkan við hönd- ina notaði ég sjálfan mig. Ég hata það þegar fólk segir að Pólverjar séu svona eða svona, skipar okkar að fara heim, alhæfir og notar regn- hlífarhugtök. Mig langaði að nota manneskju með andlit og nafn sem er innflytjandi af því það er sjónar- hornið sem mér finnst að við ættum að nota. Við vitum hvað gerðist í Evrópu á fjórða áratug síðustu aldar þegar litið var á Gyðinga sem kakka- lakka og þeim síðan útrýmt.“ Michal hefur sýnt Go Home Pol- ish á ýmsum stöðum en sýningin stendur nú yfir á alþjóðlegu leik- listarhátíðinni í Kielce í Póllandi. Þá stefnir hann á að gefa út ljósmynda- bók á næsta ári. n nánar á frettabladid.is 18 Menning 5. október 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðiðMennInG Fréttablaðið 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.