Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 4
Tvær konur og einn karl- maður eru í gæsluvarð- haldi vegna manndráps- málsins á Ólafsfirði benediktboas@frettabladid.is GRINDAVÍK Bæjarstjórn Grinda- víkur hefur samþykkt að bæta hálfri milljón við fjárhagsáætlun vegna árshátíðar starfsmanna Grinda- víkurbæjar. Ásrún Helga Kristinsdóttir, for- seti bæjarstjórnarinnar, tók til máls undir liðnum. Lagt var til að viðauk- inn yrði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Var viðaukinn samþykktur sam- hljóma í bæjarstjórn og er því hægt að blása í enn betri og stærri árs- hátíð. n Grindvíkingar blása vel í partílúðurinn birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Enn eru í gildi miklar tak- markanir á ferðalögum fólks frá Íslandi í fimm löndum heimsins vegna Covid-19. Þeirra á meðal eru Kína og Úkraína. Í Taívan, Hong Kong, Mið- Afrík ulýðveldinu og í Makaó þarf ferðafólk frá Íslandi að fara í Covid-próf og sóttkví við komuna til landsins. Í 42 löndum þarf ferða- fólk að undirgangast Covid-próf við komuna en sóttkví er ekki skylda, þar á meðal eru Kúba, Venesúela og Ísrael. Algengast er að allar takmarkanir séu fallnar úr gildi á landamærum, en það á við um 159 lönd. Þar þarf ekki að undirgangast Covid-próf og í f lestum tilfellum þarf ekki að sýna bólusetningarvottorð. Ferða- fólk sem ferðast til dæmis til Banda- ríkjanna og Japan frá Íslandi þarf að sýna bólusetningarvottorð og er ferðafólki alltaf ráðlagt að kynna sér reglur þess lands sem ferðast er til fyrir brottför. Guðrúnu Aspelund sóttvarna- læknir segir bólusetningarvottorð gilda, samkvæmt reglugerð Evrópu- sambandsins, í níu mánuði eftir grunnbólusetningu en eftir örv- unarskammt lengist gildistíminn ótímabundið. Hún bendir á að ekki krefjist mörg lönd framvísunar vott- orða og að reglugerð Evrópusam- bandsins um bólusetningarvottorð hafi verið framlengd þar til í júní á næsta ári. „Hvað tekur við þá er ekki ákveðið. Þá geta lönd verið með sínar eigin reglur hvað varðar hvort krafist er örvunarskammts og varðandi gildistíma, sérstaklega lönd utan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Guðrún. n Bólusetningarvottorða er ekki krafist víða Það verður stuð á árshátíð Grinda- víkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is SLYSAVARNIR Slysavarnafélagið Landsbjörg leitar að styrktaraðilum til að koma með sér inn í stærsta fjárfestingarverkefni félagsins sem er að endurnýja björgunarskipa- flotann. „Fyrsti báturinn af þremur er kominn til Vestmannaeyja. Þar greiddi ríkið helminginn á móti okkur. Það er í gildi viljayfirlýsing um tíu björgunarbáta í viðbót,“ segir Otti Rafn Sigmarsson formað- ur Landsbjargar. Nýr bátur kostar hátt í 300 milljónir og stendur til að endurnýja alla þrettán bátana. Fyrsta skipið, Þór, var vígt í Vest- mannaeyjum um helgina. Næsta fer á Siglufjörð í janúar og það þriðja verður staðsett í Reykjavík. „Það er ekki verið að taka nokkur skref áfram heldur margar kynslóðir áfram í björgunarskiparekstrinum. Þetta eru öflugustu og best búnu björgunarskip Evrópu í dag,“ segir Otti. Næsta skref hjá Landsbjörg er að halda áfram samtalinu við ríkið og fá fleiri að borðinu en Sjóvá styrkti Landsbjörg um 142 milljónir. „Við erum að leita að f leirum til að koma um borð í þetta verkefni. Útgerðirnar til dæmis sem hafa hag af því að hafa þessa hluti í lagi. Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir formaðurinn. n Nýjasti báturinn er sá öflugasti Með nýjum björgunarskipum verður bylting í viðbragðstíma og aðbúnaði fyrir áhafnir og skjólstæðinga. 75 hjúkrunar fræðingar segja ógn við öryggi sitt á vinnu- stað þátt í því að þeir vilji segja upp starfi sínu. Ógnin getur meðal annars falist í að heilbrigðisstarfsfólk telji sig eiga á hættu að vera refsað. birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Sjötíu og fimm hjúkrunarfræðingar, eða 5,9 pró- sent svarenda í nýrri könnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segja ógn við öryggi sitt á vinnustað hafa vakið upp hjá þeim hugmynd um að segja upp starfi sínu. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, segir að ekki hafi verið sér- staklega spurt um það í könnuninni hvað það sé sem ógni öryggi hjúkr- unarfræðinganna en að hún geti nefnt nokkur dæmi. „Það getur verið þannig að okkur stafi ógn af þeim sem við erum að sinna og það getur líka verið ógn í því að hafa ekki þau tæki, tól og búnað sem við þurfum til að sinna starfi okkar,“ segir Guðbjörg. „En annar stór þáttur sem gleym- ist í þessu er ógnin í því að hægt sé að sækja heilbrigðisstarfsfólk til saka vegna kerfisbundinna villna innan kerfisins,“ bætir Guðbjörg við. Þar vísar hún meðal annars í mál frá árinu 2014 þegar hjúkrunarfræð- ingur var sóttur til saka fyrir mann- dráp af gáleysi. Hún var sýknuð en málið hafði í kjöfarið mikil áhrif á starf hjúkrunarfræðinga. „Ef þú ert að vinna á undirmönn- uðum vinnustað, þar sem mönnunin er ekki í samræmi við vinnuálagið og starfsaðstæður eru ófullnægjandi, þá ertu að setja sjálfan þig og þitt starfs- leyfi í hættu,“ segir Guðbjörg. Willum Þór Þórsson heilbrigðis- ráðherra hefur hafið vinnu við lagabreytingar sem kveða á um að afnema refsinæmi vegna mistaka heilbrigðisstarfsfólks og segir Guð- björg nauðsynlegt að af breyting- unum verði. Undir orð hennar tekur Sigur- björg Sigurgeirsdóttir, prófessor í stjórnsýslufræði við Háskóla Íslands, en hún hefur rannsakað refsivæðingu mannlegra mistaka í heilbrigðisþjónustu og áhrif hennar á heilbrigðisstarfsfólk. „Rannsóknir mínar styðja ein- dregið við það að þessu þarf af breyta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir hjúkrunarfræðinga mun meðvitaðri um bæði þá per- sónulegu og faglegu áhættu sem fylgi starfi þeirra eftir mál hjúkr- unarfræðingsins árið 2014. „Rannsóknir sýna að í kjölfar svona mála veigrar fólk sér við að vinna þar sem áhættan er mikil. Svo sem á bráðdeild eða gjörgæsludeild vegna þess að að þar hefur fólk ekki stjórn á aðstæðum og verður að taka þeim verkefnum sem að því er beint og leysa þau,“ segir hún. Sigurbjörg segir að í vinnuaðstæð- um þar sem undirmönnun sé mikil myndist ákveðinn vítahringur. „Það eru fáir á vakt og því meiri hætta á að eitthvað gerist, hjúkrunarfræðingar verða því varari um sig og taka ekki tvöfaldar vaktir sem ýtir aftur undir undirmönnun,“ segir hún. „Mönnunin hefur alltaf reitt sig á það að hjúkrunarfræðingar taki tvöfaldar vaktir en núna kippa þeir að sér hendinni og vilja ekki fara út í aðstæðurnar sem konan sem var kærð var í,“ bætir hún við. Sigurbjörg segir hjúkrunarfræð- inga eiga auðvelt með að setja sig í spor konunnar sem kærð var, þeir þekki aðstæðurnar sem hún var í en það geri almenningur síður. „Þess vegna er hann refsiglaðari.“ Þá segir Sigurbjörg rannsókn sína sýna að hjúkrunarfræðingar séu flestir sammála um að afnema eigi refsinæmi en þó ekki í tilfellum þar sem um ásetning sé að ræða. „Fari fram rannsókn sem bendi til ásetnings, þá ætti að kæra og ekki að hylma yfir það, en það þarf að gera greinarmun á því hvers konar atvik á sér stað,“ segir hún. „Það vill enginn vinna í aðstæðum þar sem þú getur lent í svona.“ n Upplifa ógn á vinnustaðnum Heilbrigðis- ráðherra hefur hafið vinnu við lagabreytingar til að afnema refsinæmi vegna mistaka hjá heilbrigðis- starfsfólki. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Guðbjörg Páls- dóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent við Háskóla Íslands kristinnhaukur@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Tvær konur og einn karlmaður voru f lutt í fangelsið á Hólmsheiði í gær vegna mann- drápsmálsins á Ólafsfirði. Ekki eru lengur fangageymslur á Akureyri þar sem rannsókn málsins fer fram. Viðkomandi voru úrskurðuð í viku- langt gæsluvarðhald á mánudags- kvöld í héraðsdómi Norðurlands eystra. Hinn látni var karlmaður á fimm- tugsaldri sem lést eftir árás með eggvopni aðfaranótt mánudags. Hann var gestkomandi á þeim stað sem hann lést. Á gamlársdag í fyrra hafði hann gengið í hjónaband með annarri konunni sem situr í gæslu- varðhaldi. Hún er á fertugsaldri. Hin konan sem sætir gæsluvarð- haldi er hálffertug. Hún er frá Ólafs- firði og býr þar nú þótt hún hafi búið annars staðar við Eyjafjörð um skeið. Atvikið er talið hafa átt sér nokk- urn aðdraganda því væringar hafi verið innan hópsins um allnokk- urt skeið samkvæmt samtölum við bæjarbúa. Í gær var greint frá því að lögregla hefði áður þurft að hafa afskipti af fólkinu sem og Barnavernd. Greint var frá stormasömu sambandi hins látna og annarrar konunnar þar sem heimilisofbeldi og fíkniefnaneysla hafi mögulega komið við sögu. En sambandi hins látna og annarrar konunnar var lokið þegar mann- drápið átti sér stað. n Þrjú flutt í gæsluvarðhald á Hólmsheiði Lögreglan á vettvangi manndrápsins á mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GAR Fyrsta skipið, Þór, var vígt í Vestmannaeyjum um helgina. Ferðafólk sem ferðast til dæmis til Banda- ríkjanna og Japan frá Íslandi þarf að sýna bólusetningarvottorð. 4 Fréttir 5. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.