Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 32
Í fyrri könnunum hefur komið fram að bílar með AEB-neyð- arhemlun lenda í 50% færri aftanákeyrslum. Einnig virðist neyðar- hemlun virka vel gagn- vart fótgangandi en bílar með neyðarhemlun lenda í 27% færri óhöpp- um þar sem um er að ræða gangandi vegfar- endur. Hyundai Ioniq N verður fyrsti raf- drifni bíllinn frá N-deild fyrirtækisins. njall@frettabladid.is BMW hefur frumsýnt nýja XM- ofurjeppann ásamt því að tilkynna um sérstaka Red Label-útgáfu hans sem kemur á markað haustið 2023. Grunnútgáfa XM mun koma með vél sem skilar 644 hestöflum og 800 Nm togi en Red Label-útgáfan verður með öflugri tengiltvinn- útfærslu sem gefur honum 740 hestöfl og 1.000 Nm tog. Grunn- útgáfan verður 4,3 sekúndur í hundraðið en engar tölur hafa verið gefnar upp fyrir Red Label- útgáfuna. XM-bíllinn var frumsýndur sem tilraunabíll í fyrra og er mikið til óbreyttur síðan að hann kom fram. Hið svokallaða nýrnagrill að framan heldur áfram að stækka og er óhætt að segja að það sé mjög stórt á XM-jeppanum. Framljósin eru örþunn eins og á 7-línunni og virðast þessi ljós komin til að vera hjá BMW. Afturendinn er ekki eins hvass og á tilraunabílnum en aftur eru þunn og ílöng ljós áberandi. Fjórir stútar eru á pústkerfinu, tveir sitt hvorum megin og er þeim raðað hverjum ofan á annan. Hægt er að breyta hljóðinu úr pústkerf- inu með flöpsum í sportstillingu bílsins. n BMW frumsýnir XM-ofurjeppann njall@frettabladid.is Hyundai er á leiðinni með öfluga útgáfu af Ioniq rafbílnum sem fær viðskeytið N eins og allir krafta- bílar merkisins. Mun bíllinn notast við tækni úr N Vision 74 og RN22e hugmyndabílunum. Ioniq N verður fyrsti rafdrifni bíllinn frá N-deild fyrirtækisins. Hyundai hefur staðfest að bíllinn komi á markað á næsta ári en engar tækniupplýsingar eru til- tækar um bílinn ennþá. Búast má við stærri loftinntökum að framan til að kæla betur undirvagninn þar sem rafhlaðan þarf að hafa meira fyrir hlutunum. Markið sem N-bíllinn hefur að miða við er GT-útfærsla Kia EV6 sem er á sama undirvagni. Þar hefur hann 577 hestöfl og 740 Nm tog, sem skilar bílnum í hundraðið á 3,5 sekúndum. n Hyundai Ioniq 5 N á næsta ári Meðal þess öryggisbúnaðar sem orðinn er algengur í nýjum bílum er AEB-neyðar- hemlun sem getur komið í veg fyrir aftanákeyrslur. njall@frettabladid.is Samkvæmt nýrri könnun IIHS í Bandaríkjunum hefur neyðar- hemlun bíla sín takmörk, þótt hún virki vel í f lestum tilvikum. Í fyrri könnunum hefur komið fram að bíla með neyðar- hemlun (AEB) lenda í 50% færri aftanákeyrslum. Einnig virðist neyðarhemlun virka vel gagn- vart fótgangandi en bílar með neyðarhemlun lenda í 27% færri óhöppum þar sem um er að ræða gangandi vegfarendur. Samkvæmt nýrri könnun AAA í Bandaríkjunum virðist þó sem slæm birtuskilyrði og meiri hraði hafi áhrif á getu slíkra kerfa. AAA framkvæmdi árekstrarpróf á meiri hraða en IIHS gerir í sínum prófunum, vegna þess að f lestar aftanákeyrslur verða á stöðum með 50-70 km hámarkshraða. IIHS prófar neyðarhemlun við aftanákeyrslu á 40 km hraða en AAA jók hraðann upp í 50–70 km. Notast var við algenga bíla eins og Toyota RAV4, Ford Explorer og Honda CR-V. Við prófun á 50 km hraða gátu allir bílarnir stöðvað eða hægt verulega á sér, þó að Honda-jepplingurinn hefði reyndar tvisvar ekið á prófunar- bílinn á 30 km hraða. Við prófun á 70 km hraða lentu allir bílarnir í árekstri en með mismunandi niðurstöðum. Ford Explorer lenti aftan á í öllum fimm prófununum en náði að minnka hraðann niður í 20 km á klst. Honda CR-V stóð sig betur á meiri hraða og slapp tvisvar við árekstur en hægði einnig vel á sér í hinum tilfellunum. Toyota RAV4 náði að stoppa í fjögur skipti án þess að til árekstrar kæmi en lenti samt einu sinni í aftanákeyrslu og það á 60 km hraða. Bílafyrir- tækin eru f lest að þróa tækni sem mun bæta þessar niðurstöður en neyðarhemlun er samt ennþá að slíta barnsskónum ef marka má þessar niðurstöður. n Neyðarhemlun hefur sín takmörk RAV4 náði í fjögur skipti að sleppa við aftanákeyrslu á 70 km hraða en lenti á bílnum í fimmtu tilraun. MYND/AAA BMW XM ofurjeppinn er með enn stærra nýrnagrilli en áður og sömu ör- þunnum aðalljósum sem sáust fyrst í 7-línunni. MYND/BMW Red Label-útgáfan verður 100 hestöflum öflugri og er rauður litur kringum grill og glugga. Um bíl svipaðan Kia EV6 GT verður að ræða enda deila þeir sama undirvagni. MYND/AVARVARII www.detailsetrid.is Allt í bílaþrifin á einum stað Allar helstu vörur frá vörumerkinu GYEON Upplýsingar og ráðgjöf veitir Andri í síma 787-7888 eða andri@detailsetrid.is 10 BÍ L A BL A ÐI Ð 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.