Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 28
Minna sorp þýðir meiri verðmæti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR gummih@frettabladid.is Úrgangurinn er dýrmæt auðlind. Ýmsar náttúruauðlindir jarðar, til dæmis skógar, jarðolía, jarð- vegur og málmur, eru notaðar til að framleiða þær vörur sem við kaupum og þær eru ekki óendan- legar. Þegar notuð vara er endurunnin er henni breytt í nýja vöru án þess að gengið sé á náttúruauðlindir. n Hvers vegna að endurvinna? Ávinningurinn af endurvinnslu: n Nýtir hráefni og viðheldur hringrás efna í náttúrunni n Dregur úr urðun og sparar þannig landsvæði n Dregur úr ýmiss konar um- hverfismengun n Orka sparast n Ódýrara fyrir samfélagið að endurvinna en urða n Gerir okkur meðvituð um eigin neyslu n Minnir okkur á að við erum ábyrg fyrir umhverfi okkar n Ferðum með ruslapokann út í tunnu fækkar n Minna sorp – meiri verðmæti HEImILd: ÚRvINNsLusjóÐuR Sameindagerð plastsins skiptir meira máli en hráefnið sem það er unnið úr. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTy jme@frettabladid.is Það getur verið flókið að feta stigu endurvinnslu sem er þó svo stór hluti af því að koma í veg fyrir óþarfa urðun. Eitt af því sem ruglar mörg í ríminu um þessar mundir er munurinn á plasti og lífplasti. Ólíkt hefðbundnu plasti sem framleitt er úr óendurnýjanlegri jarðolíu, er lífplast framleitt úr endurnýjanlegri lífmassaauð- lind eins og jurtafitu og -olíum, maíssterkju, strái, viðarflögum, sagi, endurunnum matarúrgangi og fleira. Þar með er munurinn nokkurn veginn upptalinn. Algengur misskilningur er að lífplastið sé sjálfkrafa lífbrjótan- legt eins og önnur lífræn efni. Svo er ekki því ýmsar gerðir hafa sömu eiginleika og hefðbundið plast, er sterkt og brotnar ekki auðveldlega niður. Merkingar á slíku plasti eru til dæmis bio-PE, bio-PET, bio-PA og bio-PP. Samkvæmt vef Sorpu brotnar lífbrjótanlegt lífplast niður í vatn, lífmassa og CO2 við heppilegar aðstæður sem eru háðar hita- stigi, rakastigi og örveruflóru. Kjöraðstæður sem eru sjaldnast fyrir hendi í náttúrunni. Hins vegar getur plastið brotnað niður í stýrðu ferli í jarðgerðarstöðvum eða á urðunarstöðum. Dæmi um þetta er plast sem ber merkinguna PLA og er meðal annars notað í ýmsar umbúðir og einnota borð- búnað. Eins og er flokkast plast sem er merkt PLA í dag með almennum heimilisúrgangi hjá SORPU og fer í urðun. n Plast eða lífplast, það er spurningin Svanurinn er umhverfismerki Norðurlandanna. Svanurinn er opinbert umhverfis- merki Norðurlandanna sem var komið á fót af Norrænu ráðherra- nefndinni árið 1989. Megin- markmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansvottunarinnar og vinnur náið með skrifstofum Svansins á öllum Norðurlönd- unum. Kröfur Svansins tryggja að vottuð vara er betri fyrir umhverf- ið og heilsuna. HEImILd: umHvERFIssToFNuN Svanurinn fyrir betra umhverfi 8 kynningarblað 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUREndurvinnsla og umHvErfisvitund

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.