Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 26
Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Aðstandendur Facebook- hópsins Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýt- ingu brenna fyrir málefninu. Innan hópsins skapast oft fjörugar og gagnlegar umræður. Facebook-hópurinn Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu var stofnaður sumarið 2011 af Daníel Brandi Sigurgeirssyni for- ritara og fljótlega slógust Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og eiginkona hans, og Hafdís Bjarna- dóttir, tónskáld og gítarleikari, í hópinn sem meðstjórnendur. Hópurinn er vettvangur fólks sem vill deila upplýsingum og skoðunum um hvers konar endurvinnslu, endurnýtingu og skylda hluti, að sögn Daníels. „Það má segja að þessi hugmynd hafi sprottið úr þörf fyrir að geta spjallað við aðra sem voru á svipaðri línu, í okkar tilfelli fólk sem vill minnka það rusl sem það býr til. Það var sjálfsagt bara tíma- spursmál hvenær svona hópur yrði stofnaður í ljósi þess hve margir hafa áhuga á málefninu.“ Þau segja að oft skapist mjög fjörugar umræður innan hópsins. „Mikið af umræðunum snýst um hvernig á að flokka eitt og annað til endurvinnslu, en sumir með- limir deila með öðrum góðum endurvinnsluráðum, eða skemmti- legum myndum af hinu og þessu sem þau eru að endurnýta eða endurvinna,“ segir Hafdís. Spurt um praktísk atriði Margir spyrja einnig um ýmis praktísk atriði eins og hvernig sé best að haga endurvinnslu innan heimilisins, segir Elín. „Það hefur til dæmis komið fyrir að meðlimir hópsins hafi tekið sig saman og þrýst á fyrirtæki um að breyta umbúðum og bæta merkingar um endurvinnslumöguleika á þeim umbúðum sem eru notaðar í fram- leiðslu hérlendis.“ Meðlimir stunda líka þá iðju að auglýsa hluti gefins í þeirri von að þeir nýtist áfram, bætir Daníel við. „Hópurinn var svo sem ekki hugsaður fyrir það til að byrja með enda henta aðrir hópar betur ef fólk ætlar að gefa eitthvað.“ Bakgrunnur stjórnendanna þriggja er ansi fjölbreyttur en þau eiga það sameiginlegt að brenna fyrir endurvinnslu og endur- nýtingu. Hafdís hefur til dæmis mikinn áhuga á tísku, textíl og handverki, ekki síst í samhengi við endurvinnslu og endurnýtingu. Daníel hefur mikinn áhuga á því að smíða hús á sjálfbæran hátt þar sem allur líftími hússins er hafður í huga og Elín prjónar og saumar föt og segist tala mikið um fjölskyldu- hjólið sem hefur leyst af auka- bílinn á heimilinu. Endurvinnur textíl Endurnýting og endurvinnsla spilar því stóran þátt í daglegu lífi þeirra en þó með ólíkum hætti. Hafdís segist flokka allt rusl og koma því á endurvinnslustöðvar auk þess sem hún er með moltu- kassa í garðinum. „En þess utan reyni ég að kaupa sem minnst af nýju dóti heldur leitast við að kaupa notaða hluti ef hægt er að koma því við. Ég reyni líka að losa mig við hluti sem ég er hætt að nota á sem ábyrgastan hátt, til dæmis með því að koma þeim í hendurnar á nýjum notendum ef ég get, frekar en að henda beint á gámastöðvar.“ Hún segist einnig hafa mjög gaman af því að endurvinna textíl, til dæmis með því að spinna nýtt garn úr alls konar lufsum, afklippum og afgöngum af garni. „Mér finnst skemmtileg áskorun Best að byrja með smáum skrefum Aðstandendur Facebook- hópsins Áhuga- hópur um endurvinnslu og endurnýtingu, eru, frá vinstri, þau Daníel Brandur Sigur- geirsson, Hafdís Bjarnadóttir og Elín Björk Jónas- dóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Hafdís spinnur nýtt garn úr afklippum af gömlu garni og úrgangsgarni. Hún prjónar svo nýja vettlinga úr nýja garninu. Kembivélina notar Hafdís til að kemba upp garnafgangana og tæta þá upp til að það sé auðveldara að spinna nýtt garn úr þeim. að reyna að hugsa meira eins og fólk gerði í gamla daga, það er að nýta hlutina vel og forðast óþarfa sóun á sem flestum sviðum.“ Þegar hún hefur tíma og orku vinnur hún sem sjálfboðaliði á viðburðum sem kallast Reddinga- kaffi og er á vegum Hringrásar- seturs Íslands. „Þar koma saman sjálfboðaliðar og hjálpa gestum og gangandi við að laga eitt og annað bilað dótarí, eins og raftæki, hjól og föt svo eitthvað sé nefnt.“ Vilja helst tóma sorpfötu Hjónin Elín og Daníel segjast fyrst og fremst vera í hefðbundinni flokkun heima fyrir. „Við flokkum flöskur og dósir, pappír og plast, málm og gler, textíl, raftæki og rafhlöður, ljósaperur og kerti og margt fleira. Í raun viljum við að fatan undir almennt sorp sé eins tóm og hægt er. Einnig erum við með nokkra moltukassa í garð- inum. Jafnframt reynum við að gefa þá hluti sem við erum hætt að nota og höfum til dæmis oft gefið notaða hluti í afmælis- og jóla- gjafir, til dæmis bækur, leikföng og fatnað. Síðan er það þetta með að kaupa minna, það gengur stundum vel og stundum ekki.“ Nokkur gagnleg fyrstu skref Eðlilega luma þau á ýmsum góðum ráðum fyrir þá lesendur sem hafa áhuga á að endurvinna og endur- nýta betur. „Ég mundi segja að fyrstu skref væru að flokka plast og pappír, og panta þá sérstakar ruslatunnur til þess ef þær eru ekki sjálfkrafa í boði hjá viðkomandi sveitarfélagi,“ segir Hafdís. „Mjög stór hluti heimilissorpsins er pappír og plast, þannig að bara þetta skref myndi strax skila mjög miklum árangri.“ Næsta skref gæti svo verið að skoða eigin neysluhegðun, hvort mikið af mat sem keyptur er inn endi í ruslinu eða hvort verið sé að kaupa of mikið af fötum eða öðrum hlutum sem er í rauninni ekki þörf á að eiga. „Ég er samt alls ekki fullkominn mínímalisti sjálf, mér finnst gaman að kaupa mér föt en þá vel ég að kaupa frekar notuð föt heldur en ný og að koma gömlu fötunum mínum aftur í hringrásina með því að selja þau á bás í loppubúð, eins og í Verzlana- höllinni.“ Góð samvinna nauðsynleg Daníel og Elín segja mestu máli skipta að ætla ekki að stunda 100% endurvinnslu frá degi eitt. „Eins og með aðra hluti þá gildir hér að byrja smátt og byrja á því sem er auðvelt að ráða við. Ef það er einhver hlutur sem er erfitt að segja hvernig eigi að flokka, þá er stundum einfaldast að setja hann bara í ruslið, frekar en að láta þennan hlut búa til kvíða hjá manni. Síðan má smám saman að bæta við eftir því sem þekkingin eykst. Það er líka mikilvægt að gera þetta í samvinnu fjölskyldunnar og vinnustaðarins, og fara vel yfir af hverju þessir hlutir skipta máli fyrir okkur svo sem flest í kringum okkur séu á sömu blaðsíðu og við.“ Áhugasamir lesendur geta skráð sig í hópinn á Facebook. n Mikið af umræð- unum snýst um hvernig á að flokka eitt og annað til endur- vinnslu, en sumir með- limir deila með öðrum góðum endurvinnslu- ráðum. Hafdís Bjarnadóttir 6 kynningarblað 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUREndurvinnsla og umhvErfisvitund

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.