Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 30
Grunnverð: 17.990.000 kr. Hestöfl: 476 Tog: 858 newtonmetrar Hröðun 0-100 km: 4,2 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst. Rafhlaða: 90 kWst Eigin þyngd: 2.525 kg Drægi: 533 km L/B/H: 4946/1.906/1.492 mm Hjólhaf: 3.120 mm Farangursrými: 430 lítrar Mercedes-Benz EQE AMG 43 Kostir n Afl n Hljóðlátur n Fjöðrunarbúnaður GAllAr n Útsýni n Framsæti Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall @frettabladid.is Flæðandi línur EQE AMG gefa fyrirheit um góðan vind- stuðul enda er bíllinn einstak- lega hljóðlátur í akstri nema þegar hljóð- pakkinn er virkur. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Bíllinn kemur á fallegum 21 tommu fjölarma felgum sem setja mikinn svip á bílinn. Setan í framsætum er helst til of stutt og sætin mættu líka veita meiri hliðarstuðning. Það er flott yfirbragð á öllu í mælaborði þótt takkaflóðið sé dálítið yfir- gnæfandi. AMG-útgáfa nýs EQE er meðal fyrstu rafbíla sem farið hefur í gegnum hendur hönnuða AMG. Tvær útgáfur koma af þessum bíl og eru þær EQE 43 sem er 476 hestöfl og EQE 53 sem er 625 hestöfl. Við prófuðum 43-útgáfuna sem er alveg nógu aflmikil því að togið er 858 newtonmetrar. Það verður ekki af honum skafið að EQE er fallegur bíll og hvað þá í AMG-útfærslunni. Ekki versnar það heldur innandyra þar sem eru stórir skjáir, vel útilátin díóðulýsing ásamt Nappa-leðri í sætum og áferð á mælaborði sem minnir á ryðfrítt stál. Nóg er af rúmgóðum hólfum og það er gott pláss í kringum ökumanninn. Það eru helst framsætin sem valda vonbrigðum í annars f lottri inn- réttingu en þau eru með frekar stutta setu fyrir svona stóran bíl og veita satt best að segja ekki góðan stuðning eins og ætla mætti í AMG-útfærslu. Útsýni um aftur- glugga er í algjörum lágmarki en 360 gráðu bakkmyndavél gerir sitt til að bæta fyrir það. Það er ofgnótt af möguleikum til aðgerða eins og venjulega hjá Mercedes og stundum er það einum of. Til dæmis er tveir OK-takkar í stýri sem getur verið ruglingslegt, sér- staklega þegar aðgerðin sem verið er að samþykkja er í skjánum hægra megin en ýta þarf á takk- ann vinstra megin til samþykktar. Í aftursætum er gott pláss eins og í farþegarými enda hjólhafið hvorki meira né minna en 3.210 mm. Bíllinn er engin léttavara enda vegur hann meira en 2,5 tonn og finnst það vel í akstri hans. Manni Kraftmikill og hlaðinn búnaði líður eins og hann sé óstöðvandi eimreið þegar hann er kominn á ferðina. Hann er samt ótrúlega snöggur en þrátt fyrir þyngdina er hann aðeins 4,2 sekúndur í hundraðið. Rafhlaðan er 90,6 kWst. og er gefin upp fyrir 533 km drægi sem er allgott í samanburði við þá bíla sem honum er ætlað að keppa við. Það er viðbúið að bíll sem farið hefur í gegnum hendur AMG sé skemmtilegur akstursbíll og það er hann svo sannarlega eins og fannst vel þegar tæki- færi gafst til að reyna hann í smá brautarakstri. Hann virkar mjög stöðugur í beygjum, jafnvel á tals- verðum hraða og þar segir fjór- hjólastýringin sitt. Stýrið er þykkt og gefur manni gott grip og til- finningu en virkar kannski aðeins of þungt á meiri hraða því þá vill það rétta úr sér og beita þarf það afli til að vinna á móti því. Í stað þess að fara þá leið eins og oft áður að hafa ódýrara grunn- verð og gefa kaupendum tækifæri á að hlaða bílinn sínum búnaði kemur þessi bíll nú einfaldlega í sinni bestu útfærslu enda er verðið eftir því. Má þar nefna að staðalbúnaður er Burmester 3D surround-hljóðkerfi með 15 hátöl- urum, fjórhjólastýring, sólþak, 360 gráðu bakkmyndavél ásamt AMG Dynamic Plus pakka og 21 tommu álfelgum. Eins og kemur fram í prófun á Audi e-tron GT annars staðar í blaðinu eru sam- keppnisaðilar AMG 43 hérlendis Porsche Taycan, áðurnefndur Audi e-tron GT ásamt Tesla Model S. Þó að verðsamanburður Mercedes-bílsins sé honum ekki hagstæður þarf þó að taka tillit til búnaðar hans, en hann er meira í ætt við RS útgáfu e-tron GT með fjórhjólastýringu sinni og fjöl- stillanlegum sætum, svo ekki sé talað um hljómkerfið. n 8 BÍ l A Bl A Ði Ð 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.