Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 48
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Á þessum degi, 5. október árið 1938, ógiltu þýsk yfirvöld öll vega- bréf þýskra gyðinga. Á þessum tímapunkti hafði „lokalausninni“ ekki verið hrint í framkvæmd, enda rúm þrjú ár í Wannsee-fund- inn, þar sem morðingjaófétin lögðu á þau hrikalegu ráð. Gyðing- ar urðu að skila inn vegabréfum sínum og fengu í þeirra stað papp- íra rækilega stimplaða með stóru rauðu „J“ (Jude), auk þess sem allar konur fengu millinafnið Sarah og karlar Israel. Þetta einangraði gyðinga enn frekar og auðveldaði ofsóknir nasista á hendur þeim og var þá þegar langt til jafnað. Hrikalegar aðfarir nasista höfðu þegar rekið fjölda fólks á f lótta og fjölmargir sóttu um hæli í nágrannalöndum Þýska- lands. Mörgum var vel tekið, sér í lagi í fyrstu, en smám saman byrjaði gestrisnin að súrna. Þarna, löngu fyrir hina eiginlegu helför, gáfust nágrannarnir í Sviss upp og það var að þeirra frumkvæði, ekki nasistanna, að vegabréfin voru afturkölluð. Tæpast hefur nokkrum í svissnesku ríkisstjórn- inni dottið í hug hvað fram undan var, en, „the rest is history“. Þessi fortíð rifjast upp fyrir mér þegar ég gleðst yfir öflugu viðbragði okkar vegna f lótta- manna frá Úkraínu. Um þau ríkir samstaða og ákveðni. Ennþá. En við höfum lengi tekið við (of fáum) f lóttamönnum lengra að og heldur er umræðan orðið súrari og fátæklegri um móttöku fólks frá til dæmis Afganistan. Á þetta benti meðal annars íslenskur aðstoðarrektor í Kabúl, sem bar saman fjölda og hraða móttöku þeirra sem við bjóðum til okkar frá Afganistan og þeirra sem koma nú frá Úkraínu. Útlit vegabréfsins skiptir ennþá máli. n Vegabréf Önnu Sigrúnar Baldursdóttur n Bakþankar GRÆNA RÖÐIN 06.10 Kl. 20:00 MIÐASALA Í HÖRPU OG Á SINFONIA.IS Stolin stef Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Fín í Kringluna. Fullkomin á Everest. 66north.is Ný útgáfa af Tind fer í sölu fimmtudaginn 6. október og kemur nú í GORE-TEX® Infinium efni sem er vindhelt, vatnsfráhrindandi og andar. Tindur er flóknasta og hlýjasta flík sem 66°Norður framleiðir og tekur tvo daga í framleiðslu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.