Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 46
Þú heyrir tilfinning- arnar, maður! Ég syng úr mér hjartað. Friðrik Ómar AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Friðrik Ómar Hjörleifsson fagnaði afmælisdeginum í gær með útgáfu nýs lags. Lagið er sjálfstætt framhald af vinsæl- um Júróslagara söngvarans. odduraevar@frettabladid.is Einn ástælsasti söngvari þjóðar- innar, Friðrik Ómar Hjörleifsson, fagnaði 41. afmælisdeginum í gær með því að gefa út nýtt lag. Lagið heitir Ég elska þig mest á morgnana, og söngvarinn segir að það sé sjálf- stætt framhald af Júróslagaranum hans Ég get ekki elskað. „Hugmyndin er sú að á morgnana er allt óskrifað blað og svo næs. Þá á allt að vera eins og best er á kosið áður en dagurinn byrjar. Svo getur allt farið til fjandans og úrskeiðis þegar dagurinn er byrjaður en svo eru málin bara leyst að kvöldi og nýr dagur byrjar alltaf eins,“ segir söngvarinn um lagið. Hann opnar sig upp á gátt í laginu, rétt eins og hann gerði í fyrrnefnda laginu. „Það þýðir ekkert annað, maður þarf bara að leggja slátrið á borðið,“ segir söngvarinn og skellir upp úr. Friðrik Ómar lenti í 2. sæti Söngva- keppninnar árið 2019 með fyrr- nefnda lagið og ræddi í aðdraganda keppninnar á opinskáan hátt um ótta sinn við það að geta ekki orðið ástfanginn. Nú eru breyttir og betri tímar. „Þetta er komið hringinn og nú er búið að vinna í þessum málum,“ segir Friðrik Ómar brosandi. Þannig að þú getur elskað? „Já. Þú heyrir það. Þú heyrir til- finningarnar, maður! Ég syng úr mér hjartað,“ segir Friðrik Ómar hlæjandi, án þess þó að upplýsa um hver hinn heppni sé. Hann segist hafa fengið laglínuna strax á heilann og frá og með þeim tíma hafi verið ljóst að þetta yrði nafn lagsins. Friðrik fékk Magnús Þór Sigmundsson með sér í að koma tilfinningum sínum í orð. „Það var svo gaman. Ég sagði honum aðeins frá mér og pæling- unum þegar ég samdi lagið. Það var alltaf sama línan í huganum á mér og við unnum út frá því og honum tókst að koma tilfinningum mínum í orð. Þau voru þó nokkur, sím tölin.“ Friðrik hélt upp á stórafmæli í fyrra. „Ég hélt svo mikið upp á þetta í fyrra, að ég ætla aðeins að slaka á í ár. Maður kveið fyrir að verða þrí- tugur, svo varð ég fertugur í fyrra og það er eitthvað geggjað við þennan aldur sem ég bjóst ekki við. Það er eitthvert sambland af þroska og að vera búinn að vinsa út bæði góða og slæmu hlutina í lífinu. Já, þetta er einhver geggjaður staður.“ n Friðrik Ómar getur elskað Friðrik hélt upp á stórafmælið sitt í fyrra með tónleikum í Hörpu. Ástfanginn er hann rólegri í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég elska þig mest á morgnana Ég elska þig mest á morgnana þegar vaknar dagur nýr. Þá þakka ég fyrir þig og mig er þitt andlit að mér snýr. Hvað í höndum svo er vaknar með deginum. Við erum saman hér lífið og ég Líkt og sólin er heit brennur á huga mér ást mín á lífinu, ást mín á þér. Því ég elska þig mest á morgnana. Ég elska þig heitt á morgnana þegar opnast veröld ný. Þá spegla ég bæði þig og mig mínu andliti að þér sný. Hvað í vændum svo er vaknar með deginum. Við erum saman hér lífið og ég. Líkt og sólin er heit brennur á huga mér ást mín á lífinu og þér. Því ég elska þig mest á morgnana. Já þennan dag ég á með þér. Já þennan dag vís ástin er. Hvað í vændum svo er vaknar með deginum. Við erum saman hér lífið og ég. Líkt og sólin er heit brennur á huga mér ást mín á lífinu og þér. Því ég elska þig mest á morgnana. Já þennan dag ég á með þér. Já þennan dag vís ástin er. Hvað í vændum svo er vaknar með deginum. Við erum saman hér lífið og ég. LAG: FRIÐRIK ÓMAR TExTI: MAGNúS ÞÓR SIGMUNDSSON /FRIÐRIK ÓMARBÍÓBÆRINN MIÐVIKUDAGA KL. 20.00 Gunnar Anton og Árni Gestur fara yfir þær kvikmyndir sem eru væntanlegar í bíóhús landsmanna og dusta einnig rykið af gömlum gullmolum og fræða áhorfendur um leyndardóma kvikmyndaheimsins. 22 Lífið 5. október 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.