Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 24
„Það er óhætt að segja að
íslensk endurvinnsla bjargi
mannslífum,“ segir flug-
virkinn Sæmundur Jóhanns-
son sem fyrir sjö árum hóf að
safna notuðum gleraugum
til styrktar munaðarlausum
börnum í Brazzaville í Kongó.
thordisg@frettabladid.is
Brazzaville er önnur stærsta borg
Kongó sem skiptist í franska og
belgíska Kongó, og er Brazzaville í
franska hlutanum.
„Hinum megin við Kongófljótið
er höfuðborgin Kinsasa og standa
engar tvær borgir nær hvor annarri
í heiminum. Þó eru þær sín í hvoru
landinu og þarf vegabréf til að fara
á milli,“ upplýsir Sæmundur sem
starfaði tvö ár í Brazzaville.
Frá upphafi hefur hann safnað
yfir 25 þúsund gleraugum.
„Hugmyndin kviknaði þegar
ég vann í Brazzaville og kynntist
nunnum sem ráku munaðar-
leysingjahæli rétt við flugvöllinn.
Þær voru sjálfbjarga með margt en
kunnu ekki að halda á skrúfjárni,
hvað þá að sinna léttu viðhaldi. Ég
fór því einu sinni til tvisvar í viku
til að skipta um ljósaperur, laga
ísskápa og dytta að því sem þurfti,
og komst að því að þar var ekkert
til og vantaði allt,“ segir Sæmundur
sem ákvað að taka með sér kassa af
barnafötum næst þegar hann færi
heim og aftur til Kongó.
„Svo flaug mér í hug að gleraugu
væru góð hugmynd til fjáröflunar
fyrir munaðarleysingjahælið.
Hugmyndin væri þó ekkert án
samstarfs okkar flugvirkja. Ég
gæti nefnilega vel fyllt bílskúrinn
heima af gleraugum en það væri
lítils virði ef f lugfélagið Bluebird
flygi ekki með gleraugnakassana
til Belgíu og Air Atlanta tæki ekki
við þeim þar og flygi þeim niður til
Brazzaville. Ferlið er því einfalt og
auðvelt og tekur aðeins tvo daga að
komast á leiðarenda.“
Búbót sem munar um
Gleraugun sem Sæmundur sendir
til barnanna í Brazzaville eru öll
notuð en í góðu ástandi.
„Ég fæ mikið af gleraugum frá
Sjónlagi í Glæsibæ og Optical
Studio í Kringlunni hefur líka gefið
mikið. Þar sem ég er mikið erlendis
á ég líka Guðrúnu Jónasdóttur í
versluninni Móðurást mikið að
þakka því hún hefur safnað saman
gleraugunum fyrir mig. Fólk mætir
einfaldlega í búðina til Guðrúnar
með gleraugu eða barnafatnað og
ég kem svo við einu sinni til tvisvar
í mánuði, hendi góssinu í kassa,
keyri það til Keflavíkur og þaðan
fara kassarnir rakleiðis til Brazza-
ville,“ segir Sæmundur kátur.
Í Brazzaville hafa nunnurnar
aðstöðu og mælitæki til að mæla
gleraugu og sjón fólks.
„Þær þrífa gleraugun og mæla
og svo flykkist að fólk úr öllum
áttum Kongó til að kaupa af þeim
ódýr gleraugu, því slíkt er nú ekki
á boðstólum hvar sem er. Þær fá
alltaf nokkra kassa með gler-
augum í mismunandi styrkleikum
og ágóðinn fer í að kaupa lyf og
aðrar nauðsynjar fyrir munaðar-
leysingjahælið. Gleraugun selja
þær á sirka fimm evrur stykkið og
sé sú upphæð margfölduð með 25
þúsund gleraugum er það ágætis
búbót í Kongó. Því má segja að
notuð gleraugu frá Íslandi bjargi
lífum munaðarlausra barna því
þar liggja engir peningar á lausu
fyrir lífsnauðsynleg lyfjakaup,“
segir Sæmundur, hvergi hættur.
„Þetta verkefni er algjört „win/
win“ og á meðan Bluebird og Air
Atlanta segja alltaf já er engin
ástæða til að hætta að senda
barnaföt og gleraugu til Kongó. Án
flugfélaganna væri þetta ómögu-
legt því við myndu bætast dýrir
tollar og kostnaður. Ég fer svo í
Krónuna og fæ bananakassa undir
gleraugum og þannig fara þeir til
baka til upprunalandsins, sem er
skemmtileg hringrás. Síðan bíður
nunna fyrir utan flugvélina þegar
hún lendir í Brazzaville og sækir
kassana. Þetta er því óskaplega
auðvelt í allri framkvæmd fyrir
okkur flugvirkjana, en munar öllu
fyrir börnin og því mjög erfitt að
hætta þessu,“ segir Sæmundur.
Börn af ruslahaugunum
Í Kongó mælist fátækt um 80
prósent og fæstir eiga til hnífs og
skeiðar.
„Munaðarlaus börn finnast
hér og þar, ein, yfirgefin og illa á
sig komin á ruslahaugunum eða
úti á götu. Ég hef ekki tölu á því
hversu mörg börn dóu úr ýmiss
konar sjúkdómum þegar ég var á
munaðarleysingjaheimilinu,“ segir
Sæmundur.
Hann hefur ekki komið til
Brazzaville síðan hann kvaddi
nunnurnar fyrir sjö árum.
„Brazzaville er ekki í alfaraleið
en mig dauðlangar aftur því mér
leið eins og fiski í vatni í Kongó.
Þessir krakkar eru heppnir að
eiga bakland á munaðarleysingja-
hælinu því veik börn eiga erfitt
uppdráttar í Kongó. Kaþólska
nunnan sem rekur hælið, Brigitte
Yengo, er læknir og þessi tvö ár sem
ég var viðloðandi heimilið sá ég
hana bjarga mjög mörgum manns-
lífum. Hún er mögnuð kona og
hef ég aldrei kynnst annarri eins
manngæsku og náungakærleika og
í henni,“ segir Sæmundur.
Guðrún í Móðurást, Laugavegi
178, hefur unnið að verkefninu
með Sæmundi síðastliðin fimm ár.
„Hún tekur á móti gleraugum og
fatnaði, en barnaföt fyrir nýfædd
börn og upp í sextán ára eru vel
þegin og sendi ég alltaf nokkra
kassa af hvoru tveggja. Ég veit að
margir liggja með notuð gleraugu
heima sem þeir vita ekki hvað á að
gera við, en þarna er kominn staður
og ástæða sem kemur fátækum
börnum í góðar þarfir,“ segir
Sæmundur. Hann fylgist vel með
nunnunum og krökkunum á mun-
aðarleysingahælinu í Brazzaville.
„Gleraugun hafa gert kraftaverk
fyrir marga sem loksins sjá betur
með gleraugunum frá Íslandi. Eins
og gömul nunna sem hafði ekki
séð neitt nema í þykkri móðu í ára-
fjöld og gólaði af gleði þegar hún
fékk gleraugu, eða sex ára stúlkan
Linda sem hafði séð illa alla sína
ævi þangað til hún fékk gleraugu
frá Íslandi sem pössuðu henni
akkúrat.“
Hægt er að skoða síðu Sæmund-
ar á Facebook (Söfnun á gleraugum
til styrktar munaðarleysingjahælis
í Brazzaville Congo). n
Íslensk endurvinnsla bjargar mannslífum
Flugvirkinn Sæmundur Jóhannsson safnar gleraugum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Skiljum
ekkert eftir
4 kynningarblað 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUREndurvinnsla og umhvErfisvitund