Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sem dæmi gengur ekki að umboðs­ maður Alþingis sé einhver handval­ inn vit­ leysingur. benediktboas@frettabladid.is Þegja og ekki tala Menntaskólinn við Hamrahlíð segist í yfirlýsingu líta mál sem varða kynferðisofbeldi mjög alvarlegum augum. En skólinn vill samt helst ekki taka á þeim og alls ekki hlusta á nemendur. Skólinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna umfjöllunar um kynferðisofbeldi í skólanum. Þar segir að aðgerðaáætlun skólans hafi verið virkjuð og unnið sé samkvæmt henni. Það hafi meira að segja verið fundað með nemendum. Nemendur fengu reyndar ekkert að spyrja og áttu bara að þegja. Trúlega væri best fyrir skólann að skipta þessari aðgerðaáætlun út. Hún virðist alla vega meingölluð. Hvaða skóli hlustar ekki á raddir nemenda? Ljóslausir bílstjórar í borginni Lögreglan þurfti að kenna ökumönnum í efri byggðum borgarinnar á mánudag hvernig eigi að nota ljósabúnað bifreiða. Þetta kemur fram í dagbók lög­ reglunnar. Það getur ekki verið efst á verkefnalista lögreglunnar að kenna fólki að kveikja ljósin á bifreiðum sínum og er í raun ótrúlegt að bílstjórar höfuð­ borgarinnar kunni ekki að snúa litlum hnapp sem kveikir ljósin. Ekki að ljósanotkun bílstjóra í borginni komi mikið á óvart en það er eins og það sé metnaður allra sem setjast undir stýri að nota ekki stefnuljós. n Loftslagsbreytingar og áhrifin vegna þeirra hafa breytt heimsmyndinni sem við eigum að venjast. Það er nauðsynlegt að við sem einstaklingar, sam­ félög og þjóðir breytum forgangsröðun okkar vegna þessa. Ein alvarlegasta orkukrísa í áratugi dynur nú á nágrannaþjóðir allt í kringum okkur. Í Evrópu hefur staða orkumála versnað mjög eftir að innrás Rússlands í Úkraínu hófst. Unnið er að neyðarráð­ stöfunum í orkumálum vegna afleiðinga stríðsins sem felur í sér orkuskort og hækkandi orkuverð. Við sjáum nú með enn gleggri hætti mikilvægi þess að vera ekki bara óháð jarðefnaeldsneyti, heldur óháð öðrum um orku og eldsneyti. Krísan varpar skýru ljósi á nauðsyn endurnýjanlegra orkugjafa og hve mikið þjóðaröryggismál orkusjálfstæði og orku­ öryggi raunverulega er. Við Íslendingar erum þó ekki þátttakendur í þessari orkukrísu sem nágrannar okkar standa frammi fyrir. Við getum þakkað okkar innlendu orkugjöfum, raforkunni og jarðvarmanum og þeim kerfum sem veita orkunni til heimila og fyrirtækja í landinu fyrir þá staðreynd. Heillaspor fyrir þjóðina Eitt af mínum fyrstu embættisverkum var að setja af stað vinnu til að gera gangskör að tryggu orku­ framboði fyrir almenna hluta raforkumarkaðarins. Nú er unnið að tillögum nefndar um orkuöryggi þar sem aukin áhersla verður lögð á fyrirsjáanleika á markaði fyrir heimilin í landinu sem og fyrir smærri fyrirtæki. Í síðustu viku var Hólasandslína 3 vígð og tekin í gagnið á Akureyri. Línan er hluti af áformum um að uppfæra byggðalínuna sem nú er orðin 50 ára gömul. Það er ljóst að orkuöryggi verður ekki tryggt á grunni 50 ára gamalla innviða. Hólasandslína 3 er því mikilvæg bót fyrir f lutningskerfi raforku á Íslandi. Heillaspor fyrir alla þjóðina þar sem hún eykur f lutningsgetu, tryggir stöðugleika raforku­ kerfisins á Norður­ og Austurlandi og umfram allt, eykur orkuöryggi fólks á landinu. n Orkusjálfstæði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis­, orku­ og loftslagsráð­ herra Það er ljóst að orku­ öryggi verður ekki tryggt á grunni 50 ára gamalla innviða. Í fámennum þjóðfélögum skiptir höfuðmáli að leikreglur séu virtar. Leikreglur sem miða að því að þau sem búa yfir mestum verðleikum og atgervi gegni mikilvægum trúnaðarstöðum þar sem heill þjóðar er undir. Sem dæmi gengur ekki að umboðsmaður Alþingis sé einhver handvalinn vitleysingur. Hann má hvorki vera vanhæfur flokksgæðingur tiltekins ráðherra né virk fyllibytta eða pervert, því mikið er undir að traust ríki hjá almenningi um störf hans. Til að auka líkur á að hæfustu umsækjendur fái þau störf sem þykja vandasömust, hafa ýmsar löggjafir orðið að veruleika. Ein umbót­ anna er starfsmannalög. Lögin hverfast um þá meginreglu að skipulagi skuli fylgt og stöður skuli auglýstar í þágu ríkisins, en ekki síður í þágu einstaklinganna sem ættu réttilega að geta sótt um. Það er vegna þess að sá sem leggur meira á sig en aðrir og getur sýnt fram á árangur með mælikvörðum og framkomu er betur fallinn til að gegna krefjandi embætti en sá sem ekki þarf að sanna hæfni sína. Reyndar eru til undanþáguákvæði sem kall­ ast það vegna þess að þau eiga að flokkast undir undanþágur. Að samantekt forsætisráðuneytisins leiði í ljós að fimmtungur embættisskipana frá 2009 hafi átt sér stað án þess að staða hafi verið aug­ lýst, er ekki dæmi um vilja löggjafans eða anda laganna. Þvert á móti er sú tölfræði ekkert annað en hneyksli, til þess fallið að grafa undan trausti. Það spyr spurninga um verðleika og andverð­ leika að á síðustu tólf árum hafi embættismaður 67 sinnum verið fluttur í annað embætti án aug­ lýsingar. Það vekur spurningar að safnafólk, fornleifa­ fræðingar og ýmsir aðrir faghópar sem hafa brugðist af hörku við ákvörðun Lilju Alfreðs­ dóttur menningarmálaráðherra um að skipa í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar, hafi verið hafðir að fíflum – fyrir utan eitt stórt ráð­ herrasorrý á þingi fyrir austan. Það vekur spurningar að Lilja segi í fjölmiðl­ um að tillaga um hennar umdeildu skipan hafi komið frá ráðuneytisstjóra hennar, Skúla Eggert Þórðarsyni, því styr stóð um skipan Skúla án auglýsingar og áður hafði Lilja lögsótt konu sem hafði þótt hæfust, en tapað því máli með nokk­ urri skömm. Í fámennum þjóðfélögum skiptir enn meira máli en í þeim fjölmennari að leikreglur séu virtar. Því hér eru meiri líkur á nepótisma og and­ verðleikaráðningum en í stærri samfélögum. n Andverðleikar Björn Þorláksson bth @frettabladid.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.