Bændablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022
FRÉTTIR
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
779.000 kr.
25%
afsláttur
BREKKA 34 - 9 fm
Tilboðsverð
489.000 kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
539.000 kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIG PLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einn dag
TILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
Kartöfluuppskera lofar góðu:
Fyrstu kartöflurnar
komnar í verslanir
Kartöflubændur við Hornafjörð
og í Þykkvabæ eru farnir að
taka upp fyrstu kartöflurnar
og senda í verslanir. Að sögn
kartöflubænda lítur ágætlega út
með kartöfluuppskeru í ár.
Kartöflumygla náði talsverðri
útbreiðslu á Suðurlandi síðastliðið
sumar, ekki síst í Þykkvabæ. Myglan
breiddist hratt út og hennar varð vart
í Flóanum, í uppsveitum Árnessýslu,
í Landeyjum og víðar á þeim slóðum.
Hornfirðingar hafa í gegnum
tíðina passað sig á að setja ekki
niður útsæði frá myglusvæðum
og haft með sér samtök um það og
kartöflumygla óþekkt þar um slóðir.
Fyrst premier og svo gullauga
Hjalti Egilsson, kartöflubóndi að
Seljavöllum í Nesjum við Horna-
fjörð, tók upp fyrstu kartöflurnar
til heimilisins í síðustu viku.
„Ég byrjaði svo fyrir alvöru að
taka upp um helgina og sendi fyrstu
uppskeruna, tvö til þrjú tonn á dag, í
verslanir í Reykjavík í kjölfarið. Ég
sé ekki betur en að uppskeruhorfur
séu góðar þrátt fyrir að við höfum
tvisvar sinnum, það sem af er sumri,
fengið mikið hvassviðri sem dró úr
vexti og seinkaði uppskerunni.
Fyrstu dagana tökum við upp
premier, sem er fljótspottið afbrigði,
en í framhaldi af því snúum við
okkur alfarið að gullauga.
Að sögn Hjalta hefur hann ekki
heyrt annað en að kartöfluvöxtur
líti almennt vel út hjá bændum við
Hornafjörð og að þeir sem ekki eru
þegar byrjaðir að taka upp muni gera
það fljótlega.
Blessunarlega laus við myglu
Markús Ársælsson, bóndi í Hákoti í
Þykkvabæ, segir að nokkrir bændur
í sinni sveit séu farnir að taka upp
og senda í verslanir.
„Ætli sá fyrsti hafi ekki byrjað
fyrir hálfum mánuði en ég tók fyrstu
kartöflurnar upp um miðja síðustu
viku. Það er fullsnemmt að segja til
um hvernig uppskeran verður eftir
sumarið enda bara miður júlí en
sé horft til þess sem komið er lítur
sprettan vel út. Eins og alltaf eru það
fljótsprottin afbrigði eins og premier
sem við tökum upp fyrst.“
Kartöflumygla var talsvert
vandamál í görðum í Þykkvabæ á
síðasta ári en Markús segir að þau
hafi verið blessunarlega laus við
hana það sem af er þessu sumri.
„Menn eru því á verði gagnvart
henni og gert þær ráðstafanir sem
í þeirra valdi eru til að koma í veg
fyrir hana.“ /VH
Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum, með nýjar premier kartöflur.
Mynd / Halldóra Hjaltadóttir
Markhús Ársælsson, bóndi í Hákoti,
með fyrstu uppskeru ársins.
Mynd / Halldóra Hafsteinsdóttir.Skrifstofur Bændasamtakanna verða lokaðar frá 18. júlí til
9. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Bændur sem vantar aðstoð
við skýrsluhaldsforritin Huppa, Fjárvís, World Fengur, Heiðrún,
Jörð og dkBúbót er bent á að hafa samband við Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins (s. 516-5000). Fyrirspurnum um opinberar
greiðslur skal beina til matvælaráðuneytisins (s. 545-9700).
Bændablaðið kemur út þann 21. júlí nk. og verður ritstjórn
blaðsins að störfum til og með 20. júlí en þá skella þau sér einnig í
vel verðskuldað sumarfrí til 12. ágúst. Bændablaðið mun því ekki
koma út þann 11. ágúst en útgáfa blaðsins þann 25. ágúst verður
stærri að umfangi. Fram að 20. júlí verður hægt að ná í ritstjórn
Bændablaðsins í gegnum bein númer starfsmanna, sem nálgast
má á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is og á bondi.is.
Njótið sumarsins!
Sumarlokun
Bændasamtakanna
Unnar matvörur eru berskjaldaðar
fyrir matvælasvindli. Erlendis
hefur komist upp um mörg tilvik
þar sem slíkar vörur hafa verið
ranglega merktar. Matís hefur
nýlega lokið verkefni sem prófar
raðgreinatækni sem greinir
hráefni á unnum matvælum.
„Oft og tíðum hefur vantað
merkingar um tilteknar fisk- og
dýrategundir á innihaldslýsingu
vöru. Auðvitað getur alltaf verið um
mistök að ræða af hálfu framleiðenda
en engu að síður er tegundasvindl
í matvælaframleiðslu gjarnan
vísvitandi, þar sem dýru hráefni er
skipt út fyrir ódýrari vöru,“ segir
Sæmundur Sveinsson, verkefnastjóri
hjá Matís.
Hann bendir á að tap á trausti
neytenda geti verið mjög dýrkeypt
fyrir fyrirtæki í matvælaframleiðslu
og smávöruverslanir. Ef upp
kemst um tegundasvindl í
matvælaframleiðslu getur það haft
mikið tjón í för með sér fyrir orðspor
fyrirtækjanna og getur minnkað
umsvif viðskipta sem hefur að lokum
neikvæð áhrif á samkeppnishæfni
greinarinnar í heild.
„Hefðbundnar greiningaraðferðir
á innihaldsefnum í unnum mat-
vælum eru flestar flóknar í
framkvæmd og
hægvirkar.
Nýlegar og
afkastamiklar
aðferðir í rað-
greiningu erfða-
efnis (DNA)
eru margar mjög kostnaðarsamar
og innleiðing þeirra felur í sér
háan fjárfestingarkostnað, bæði í
tækjabúnaði og þjálfun starfsfólks,“
segir Sæmundur, sem hefur unnið
að verkefninu DNA Complex á
síðustu misserum en það miðar að
þróun aðferða sem byggja á notkun
Nanopore raðgreiningartækni til
hraðvirkra og hagkvæmra greininga
á innihaldsefnum unninna matvæla.
Einföld tækni
Verkefnið nýtir sér MinION
raðgreini, frá fyrirtækinu
Oxford Nanopore, til þróunar
á áreiðanlegum, hraðvirkum
og hagkvæmum greiningum
innihaldsefna í unnum matvörum
með DNA raðgreiningu að sögn
Sæmundar. „MinION er lítill og
meðfærilegur DNA raðgreinir og
vonir standa til að þetta verkefni
muni skila af sér hagkvæmri aðferð
til greiningar innihaldsefna í unnum
matvælum. Tækið er ódýrt og einfalt
í notkun og markmiðið er að þjálfa
starfsfólk belgískar verslanakeðju í
notkun tækisins.“
Verkefninu er nú nýlega lokið.
Helstu niðurstöður þess eru að
MinION tæknin virkar vel til að
greina hráefni í unnum matvælum
og ekki skiptir máli hvort um
kjöt- eða fiskafurð er að ræða.
Tæknin er einföld í notkun og
því gætu matvælavinnslur innleitt
aðferðafræðina í tengslum við
hefðbundið gæðaeftirlit. /ghp
Greina hráefni í unnum
matvörum
– Matvælavinnslur geta innleitt tækni í gæðaeftirlit
Sæmundur Sveinsson, verkefnastjóri
hjá Matís.
Unnið er að undirbúningi
greiðslna til bænda samkvæmt
tillögum spretthóps sem
matvælaráðherra skipaði í júní,
að því er fram kemur í tilkynningu
frá matvælaráðuneytinu.
Tillögurnar miðuðu að því að
styðja sérstaklega við íslenskan
landbúnað með 2,5 milljarða króna
framlagi til að tryggja fæðuöryggi
á Íslandi.
Í tilkynningunni kemur fram
að kapp sé nú lagt á að hægt
verði að greiða fyrstu greiðslur í
september, en gert er ráð fyrir því
að stærsti hluti þeirra fjármuna sem
eru til ráðstöfunar verði greiddur
í formi álags á greiðslur skv.
búvörusamningum.
Greiðslur vegna svína-, alifugla-
og eggjaframleiðslu eru síðan á
áætlun í október. /ghp
Greiðslna að vænta
í september
Næsti markaður fyrir greiðslu
mark mjólkur verður haldinn
1. september næstkomandi.
Opnað hefur verið fyrir tilboð, en
tilboðsfrestur rennur út á miðnætti
10. ágúst næstkomandi. Tilboðum
um kaup og sölu greiðslumarks skal
skila rafrænt inn á www.afurd.is.
Líkt og áður er að hámarki hægt
að óska eftir 50.000 lítrum til kaups
á hverjum markaði, eða alls 150.000
lítrum árlega. /VH
Tilboðsmarkaður
mjólkur