Bændablaðið - 21.07.2022, Síða 7

Bændablaðið - 21.07.2022, Síða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 Þrír af stjörnum mótsins stilla sér upp fyrir framan brekkuna. Fv: Gandi frá Rauðalæk, hæsti hestur landsins á herðakamb, knapi er Guðmundur Björgvinsson. Viðar frá Skör og Helga Una Björnsdóttir og Sindri frá Hjarðartúni, sem hlaut hæsta hæfileikadóm sem nokkur hestur hefur hlotið, 9,38. Knapi er Hans Þór Hilmarsson. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker vann barnaflokk á Þyt frá Skáney. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem fjölskyldan í Garðshorni á Þelamörk tekur á móti verðlaunum fyrir hæst dæmda 4 vetra stóðhest Landsmótsins. Valíant hlaut titilinn í ár. Hann situr Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir heldur á verðlaunagrip. Dóttir þeirra Ylva Sól hampar stolt bikarnum. LÍF&STARF Mikið gersemi og einstakt gleðiefni barst mér í pósti nýverið. Sjöunda Davíðsbók er komin út hjá Óðinsauga útgáfu. Davíð Hjálmar Haraldsson á Akureyri er með iðnari andans mönnum í dag, og fáir núlifandi eiga stærri útgáfu að baki. Í þessum þætti verður einvörðungu tekið efni úr þessari bráðskemmtilegu bók Davíðs Hjálmars, og lesendur hvattir til að kaupa sér eintak hið snarasta. Skopskyn Davíðs er með þeim hætti sem getur glatt hvern einasta þann sem vísum ann og veit til kveðskapar. Með bókargjöfinni fylgdi fyrsta vísa þáttarins, enda er hún sérstaklega merkt Bændablaðsþættinum: Í fjölmiðlum er fjargviðrast og jagast, flesta bændur plagar last og hnjóð, en eitthvað gætu blessuð blöðin lagast birtust í þeim fleiri Davíðsljóð. Davíð orti um þrjá athafnamenn sem hlutu nýsköpunarverðlaun fyrir lífræna ræktun, en voru svo árið eftir handteknir fyrir hassræktun í Svarfaðardal: Langþreyttir bændurnir kvarta um kal á kotbýlum norður í rassi en nýsköpun sögð er í Svarfaðardal og sífrerinn ilmar af hassi. Höfundur var á ferð um Vesturland, og heimsótti meðal annars geitabúið á Háafelli, og þótti stórfróðlegt: Úr geitahári gott er að gera band og prjóna. Úr kiðlingunum kemur tað. Klínist það í skóna. Meðal allmargra veðurvísna Davíðs er að finna þessar: Opnar dyrnar upp á gátt Ingveldur í Sogni. Naumast blæs þar nokkur átt nema í stafalogni. Leiðist mest í logni og yl Leopold á Hóli, hann vill fimbulfellibyl en fárviðri í skjóli. Á Stafni fellur steypiregn stöðugt. Þó að linni blotnar þvottur þar í gegn í þurrkklefanum inni. Þurrast veit ég veðurfar í vindinum á Grundum. Fyllibyttur þorna þar á þremur klukkustundum. Limra um tíkina Týru: Hún Týra var löt að leita að lömbum og uppnefnd „Feita“ og ánum að smala var ekki um tala: „Nei fyrr skal ég hundur heita.“ Ráðuneyti þótti kaupa ráðgjöf úr hófi eftir hrun: Virðist þegar vel er gáð varla yfrið skrýtið þó að stöðugt þiggi ráð þeir sem vita lítið. Og þessi limra er um Lóu: Af Lóu fer lykt mig að pirra þó lagi það reykelsi og myrra en fnykurinn vex, þetta fúllynda hex varð allt þriðja ágúst í fyrra. Menn verða gleymnir þegar þeir fullorðnast. Um það orti Davíð þessa limru: Ég eldist en alltaf mig spjara þótt örðugt sé stundum að svara ef einhver mig spyr hér úti við dyr: Hvort ertu að koma eða fara? Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com 302MÆLT AF MUNNI FRAM Svipmyndir af Landsmóti 2022 Það heyrði til tíðinda að af átta hrossum sem tóku þátt í úrslitum B-flokks gæðinga voru fimm rauðskjótt. Frá vinstri: Sigur frá Stóra- Vatnsskarði og Hinrik Bragason, Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum og Olil Amble, Ísak frá Þjórsárbakka og Teitur Árnason, Þröstur frá Kolsholti 2 og Helgi Þór Guðjónsson, svo Ljósvaki frá Valstrýtu og Árni Björn Pálsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Hekla Katharína Kristinsdóttir fór fyrir skrautreið við setningu Landsmóts. Allir bestu hestar landsins komu saman á Rangárbökkum við Hellu í byrjun mánaðarins á Landsmóti hestamanna. Þótt veðrið hafi ekki beint leikið við Landsmótsgesti hafði það engin áhrif á rífandi stemningu og góðan anda, enda ekki annað hægt en að kætast yfir þeim hestagullum sem komu fram í kynbótasýningum og hinum fjölbreyttu keppnum. Talið er að milli sjö og átta þúsund manns hafi setið í brekkunni þegar mest var. Miðað við glæsilegan og fjölbreyttan hestakost ungra sem aldinna á mótinu er hægt að fullyrða að íslensk hrossarækt er eitt af dýrmætustu menningarverðmætum þjóðarinnar. /ghp Búgreinadeild hrossabænda heiðruðu Kristin Guðnason í Skarði fyrir framlag sitt til hrossaræktarinnar. Hjá honum stendur Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, varaformaður deildarinnar, og Sveinn Steinarsson formaður. Áhorfendur standa Kristni til heiðurs. Sigurður Steingrímsson fór sannkallaða fjalla- baksleið að sigri í unglingaflokki á hryssunni Hátíð frá Forsæti II. Fyrst sigurðu þau B-úrslit og komu svo galvösk inn í aðalúrslit og alla leið. Ágúst Sigurðsson í Kirkjubæ tók við æðstu viðurkenningu íslenskrar hrossaræktar fyrir stóðhestinn Sjóð frá Kirkjubæ. Teitur Árnason situr Sjóð og lyftir verðlaunum ásamt Guðmundi Björgvinssyni, sem líklega situr Þyrnirós frá Rauðalæk. Núverandi eigandi Sjóðs, Alexandra Hoop, heldur á mynd af bikarnum. Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga sigruðu sitt annað Landsmót í röð, ungmennaflokk í þetta sinn, en síðast voru þeir í unglingaflokki.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.