Bændablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 12

Bændablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 FRÉTTIR Alþjóðaþing landbúnaðarblaðamanna 2022: Framtíð landbúnaðar á óvissutímum Fréttir og upplýsingar um landbúnað og fæðuframleiðslu í heiminum og heima fyrir hafa sjaldan verið mikilvægari en nú á tímum. Talsverð óvissa ríkir um matvælaframleiðslu í heiminum vegna hækkandi verðs á olíu- og aðföngum til landbúnaðar. Auk þess sem afleiðingar loftslagsbreytinga á fæðuöryggi ólíkra heimshluta eru ófyrirsjáanlegar. Dagana 27. júní til 4. júlí síðastliðinn fór fram í Vejle í Danmörku alþjóðaþing og ráðstefna landbúnaðarblaðamanna. Á rástefnunni voru vel á annað hundrað blaðamenn og fulltrúar fjölmiðla sem sérhæfa sig í skrifum um landbúnað og matvælaframleiðslu frá tæplega 50 löndum. Bændablaðið átti fulltrúa á þinginu. Þétt dagskrá Að öllu jöfnu er þingið haldið árlega en vegna Covid-19 varð hlé á því í þrjú ár og því margt að fjalla um. Dagskrá ráðstefnunnar var því þétt og skiptist í fyrirlestra, vinnustofur og vettvangsferðir þar sem þátttakendur fengu að kynnast dönskum landbúnaði, nýsköpun í danskri matvælaframleiðslu og umhverfisvernd. Hægt var að velja á milli um það bil 50 ólíkra vettvangsferða á fjórum dögum. Þátttakendur gátu valið eina ferð á dag og í hverri ferð voru heimsótt fjögur eða fimm ólík býli eða nýsköpunarfyrirtæki. Hvernig á að fæða 10 milljarða? Áætlaður fólksfjöldi í heiminum í dag er tæplega átta milljarðar en gert er ráð fyrir að sú tala verði komin í tíu milljarða árið 2050. Í inngangsfyrirlestrum var meðal annars varpað fram þeirri spurningu hvernig ætti að fæða þá tíu milljarða sem búist er við að mannkynið telji árið 2050. Niðurstaða umræðunnar var sú að landbúnaður í dag væri vel fær um að framleiða mat fyrir 10 milljarða jarðarbúa en að ástæða þess að víða um heim ríkti alvarleg hungursneyð væri ójöfnuður og fátækt sem leiddi til matvælaskorts. Breytingar á veðurfari hafa einnig leitt til þurrka og uppskerubrests á svæðum þar sem fólk gat áður reitt sig á árvissa uppskeru. Skammtíma- og langtímavandamál Á þinginu kom fram að vandamálin sem matvælaframleiðsla heimsins á við að etja séu tvíþætt, annars vegar skammtíma- og hins vegar langtímavandamál. Til skammtímavandamála teljast meðal annars hækkanir á aðföngum til landbúnaðar vegna ófriðar og stríða. Sagan sýni að slíkar hækkanir leiti jafnvægis og að matvælaverð lækki aftur eftir að átökin hætta. Langtímavandamál eru aftur á móti veðurfarsbreytingar að völdum losunar gróðurhúsalofttegunda og langtímaafleiðingar þess. Fjöldi ávarpa Meðal þeirra sem ávörpuðu þingið voru Eduardo Mansur, framkvæmdastjóri sviðs lofts- lags breytinga, líffræðilegs fjölbreytileika og umhverfismála hjá FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, Denise Cambell Baur, sendiherra Bandaríkjanna í París, David Leishmann, landbúnaðarráðgjafi við sendiráð Bandaríkjanna í París, og Henning Otte Hansen, markaðsfræðingur og ráðgjafi hjá matvælaráðuneyti Dana. Nánar verður fjallað um ráðstefnuna og vettvangsferðir henni tengdri í næstu tölublöðum Bændablaðsins. /VH Sveitasæla á Jótlandi. Myndir / VH Hluti þátttakenda í vettvangsferð. Ráðstefnusetrið í Vingsted. Fyrirlestur um kynbætur og fræ­ framleiðslu. Slökkvirörið frá Scotty FireFighter inniheldur 15 cm langt kvoðuhylki í föstu formi. Einfalt í notkun; tengist við garðslöngur og stærri slöngur. Lausnin er umhverfisvæn. Við stöðugt rennsli á 4,5 börum dugar hleðslan í 60 mín. Hentar mjög vel við 2,5 til 5,9 bör. Fyrir bændur, sumarhús, slökkvilið og hvern þann sem þarf að hafa góðan búnað við hendina. Skutull ehf. S. 773-3131 & 842-1314 Skutull ehf. S. 517-9991 & 842-1314 Tinger Armor Eigum til á lager þessi frábæru farartæki, se henta nánast við allar aðstæður.t.d Landbúnað-björg n r veit r- slökkvilið-línuviðgerðir á hálendinu-verktakar ofl. Góð burðargeta-skráður fyrir 6 á landi en 4 á vatni. Mjög hagstæð verð. Stjórnvöld í Noregi vilja tryggja fæðuöryggi með því að koma upp korngeymslum með sex mánaða lager. Mynd / Miguel Bernardo Noregur: Vilja eiga hálfsárs birgðir af korni Landbúnaðarstofnuninni í Noregi (n. Landbruksdirektoratet) var falið af landbúnaðar- og matvælaráðuneytinu þar í landi að kanna fýsileika þess að hið opinbera kæmi sér upp korngeymslum sem hægt væri að sækja í ef innflutningur á korni stöðvast. Vinna stofnunarinnar leiðir í ljós að sex mánaða birgðir í korngeymslum hins opinbera séu nauðsynlegar til þess að tryggja fæðuöryggi. Sé miðað við notkun á fóður- og matvælakorni í meðalári þýða þetta 165.000 tonn. Þessi lager er þá viðbót við þær geymslur sem eru þegar í notkun á vegum einkaaðila. Frá þessu greinir Bondebladet. Neyðargeymslur voru áður til Nú þegar eru til korngeymslur í einkaeigu sem er hægt að nýta fyrir hluta þess sem stofnunin leggur til. Stjórnvöld voru áður eigendur að Stavanger Havnesilo, sem rúmar 190.000 tonn korns og var byggt sem neyðargeymsla á árum áður. Felleskjøpet Agri er eigandi þeirra korngeymsla í dag og hafa boðið stjórnvöldum geymslupláss fyrir 50.000 tonn korns, sem er tveggja mánaða forði. Ríkisstjórnin þurfi því að fara í framkvæmdir til þess að koma upp því geymsluplássi sem upp á vantar. Minnst sjö ár taki að byggja umrætt geymslupláss frá því ákvörðun um byggingu liggur fyrir. Getur eflt innlenda framleiðslu Stofnunin segir að hið opinbera skuli koma að því að kaupa inn kornið. Einkaaðilar munu svo sjá til þess að það sé velta á birgðunum. Ekki er tekin afstaða til þess hvort forðabúrið skuli innihalda innlent eða erlent korn. Bent er á að sú stefna sem tekin er í því máli muni hafa mikil áhrif á það hvaða aðilar muni sækjast eftir að taka þátt í verkefninu. Ef stefnt er að því að nýta innlent korn getur korngeymsla sem þessi styrkt norska ræktun. Sjái norskir bændur fram á að tryggur kaupandi sé að korninu þeirra, þá er bent á að framboð af innlendu korni verði áreiðanlegra. Þess má geta að Íslendingar eiga á hverjum tíma 4-6 vikna kornbirgðir sem eru að mestu í eigu fóðurframleiðenda. /ÁL Sjái norskir bændur fram á að tryggur kaupandi sé að korninu þeirra, þá er bent á að framboð af innlendu korni verði áreiðanlegra. Mynd / Nicolas Messifet

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.