Bændablaðið - 21.07.2022, Síða 27

Bændablaðið - 21.07.2022, Síða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 „Það sem gerir safn Sverris ólíkt öðrum söfnum er að safnarinn gerir ekki upp á milli muna, hann safnar öllu sem haga má í hendi. Hann kallaði þessa hluti smáka. Þetta eru ólíkir munir, blævængir, blýantar, bókamerki, blaðsagir, beltissylgjur og blekbyttur, sem eiga sér sinn stað á safninu. Það sem aðrir sjá úr sér gengna muni sá Sverrir dýrgripi,“ segir hún. Blikur á lofti í húsnæðismálum Sigríður segir að nú séu blikur á lofti varðandi húsnæðismálin, en sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hafi kynnt áform um að selja Sólgarð. Safnið yrði þar með komið á hrakhóla. „Einu upplýsingarnar sem ég hef er að safnið verði ekki selt, en ekkert hefur komið fram um hvort það verði opið áfram og sett upp annars staðar eða hvort því verði pakkað niður,“ segir hún og bætir við að ekkert samráð hafi verið haft við sig eða aðra um framtíð Smámunasafnsins. Dæmi séu um söfn sem pakkað hafi verið niður vegna breytinga á húsnæðismálum þeirra og munir aldrei teknir upp úr kössum aftur. Bendir Sigríður á að Sólgarður sé elsta samkomuhús Eyjafjarðarsveitar og merkilegt fyrir þær sakir, byggt af fólkinu í Saurbæjarhreppi hinum forna. Smámunasafnið, auk Saurbæjarkirkju sem er þar skammt við, sé eina aðdráttaraflið fyrir það fólk sem ekur fram fyrir Grund. Gestum safnsins býðst að fá lykil að kirkjunni og skoða hana, en Saurbæjarkirkja er stærst torfkirkna á Íslandi, byggð árið 1858 og enn eru haldnar þar athafnir af og til. „Eyjafjarðarsveit er ein blóm legasta sveit landsins og náttúrufegurðin er mikil svo innarlega. Mér finnst því miður að safnið hafi verið talað niður af ýmsum aðilum og þess verði ekki langt að bíða þar til enginn nenni að keyra alla þessa leið til að skoða það. Fleiri gestir kæmu ef það yrði fært nær Akureyri. Í mínum huga er þetta einstakt safn á einstökum stað og við fáum á hverju ári fjöldann allan af gestum á öllum aldri og allir sjá eitthvað áhugavert. Við bjóðum börnum upp á ratleik sem hefur notið vinsælda og á kaffistofunni okkar eru í boði ilmandi sveitavöfflur með heimagerðum sultum og rjóma,“ segir Sigríður. Boðið er upp á leiðsögn um safnið fyrir þá sem kjósa og einnig er haldið í ýmsar hefðir sem frá Sverri eru komnar. Orðsporið borist út fyrir landsteinana Orðspor safnsins hafi borist út fyrir landsteinana, en þangað koma m.a. nemendahópar frá Bandaríkjunum, ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum sæki safnið heim og tveir prófessorar séu að skrifa bók um safnið. Það eru þeir Sigurjón B. Hafsteinsson og John Bodinger De Uriarte en sá síðarnefndi hefur skrifað grein um safnið í virt safnatímarit. Sigríður segir prófessorana skrifa bókina m.a. út frá því að safnið sé einstakt, bæði vegna þess að einn maður stóð að söfnun muna þess á 70 ára tímabili og eins hversu fallega Sverrir gekk frá öllum hlutum. „Söfn landsins eru hluti af menningararfi okkar, þau hafa mikið aðdráttarafl fyrir bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Við lærum af sögunni hvernig lífið var og hvað undangengnar kynslóðir lögðu mikið á sig til að komandi kynslóðir ættu betra líf,“ segir Sigríður. Sverrir Hermannsson tók þátt í endurbyggingu Saurbæjarkirkju, sem er ein stærsta torfkirkja á Íslandi byggð árið 1858. Enn eru þar athafnir af og til. Unnur Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum, starfar á Smámunasafninu í sumar. Forláta búðarkassi er einn þeirra muna sem er til sýnis. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF AJ RAFSTÖÐVUM Stöðvar í gám Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17 Sendum um land allt! Allt fyrir hænsnin Hitalampar - Hitaperur - Ungafóður - Varpfóður Hekla er lítil, létt, forvitin og athugul. Hennar heimur er lífið og fólkið hennar á Egilsstöðum og nágrenni. Pabbi Heklu, þarf að ferðast mikið vegna vinnunnar. Hans áhugi er að segja sögur, mæla allt og skrá. Hekla elskar ekkert meira en að ferðast með honum og skoða nýja staði. Enda forvitin mjög. Allt virðist vera eins og það á að vera í lífi sjö ára stelpu. En fljótt skipast veður í lofti og saga Heklu tekur óvænta stefnu sem engann getur órað fyrir (þegar hún fýkur til Grænlands). Líka til á dönsku – Framhald í vinnslu Foreldrar - Hvetjum stráka og stelpur til að lesa í sumarleyfinu

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.