Bændablaðið - 21.07.2022, Page 38

Bændablaðið - 21.07.2022, Page 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 SAGA MATAR&DRYKKJA Tekíla er áfengur drykkur sem upprunninn er í Mexíkó og unninn úr gerjuðum og eimuðum safa og sykri plöntu sem kallast Agave taquilana 'Weber's Blue', eða blátt agvave. Samkvæmt tekílaráði Mexíkó gilda strangar reglur um hvar og hvernig má framleiða tekíla. Æskilegur áfengisstyrkur tekíla er á bilinu 35 til 55% og það drukkið sem snafs eða blandað í hanastél. Í dag tengja flestir tekíla við mexíkóska menningu og samkvæmt tekílaráði Mexíkó er tekíla gjöf landsins til heimsins. Einungis er leyfilegt að framleiða drykkinn í fimm héruðum í Mexíkó, Jalisco, Nayarit, Michoacán, Guanajuato og Tamaulipas, sem öll eru í landinu miðju. Fjögur fyrstu héruðin liggja nærri strönd Kyrrahafsins en það síðastnefnda liggur að Mexíkóflóa. Ilmur, bragð og sætleiki tekíla­ drykkja er ólíkt eftir ræktunar­ svæðum og sagt er að það sé meiri blómakeimur af drykknum sé hann unninn úr plöntum sem vaxa í dölum frekar en upp til fjalla. Mest er framleitt af drykknum í fjöllunum umhverfis borgnia Santiago de Tequila í Jalisco héraði á vesturströnd Mexíkó. Svæðið einkennist af rauðum eldfjallajarðvegi sem henta þurrkaþolinni Ageve plöntunni vel og er áætlað að þar séu uppskornar um 300 milljón plöntur á ári til framleiðslu á tekíla. Árið 2006 var hluti Jalisco héraðs settur á heimsminjaskrá UNESCO vegna sögulegs og menningarlegs gildis Agave ræktunar og framleiðslu tekíla þar og teygir sig aftur til sextándu aldar. Drottning eyðimerkurinnar Ekki eru allir á sama máli um fjölda tegunda innan ættkvíslarinnar Agave og hleypur fjöldinn frá 160 í 300. Allar tegundirnar eru sígrænir einkímblöðungar og eru upprunaleg heimkynni þeirra á heitum og þurrum svæðum í suðurríkjum Norður­Ameríku, Mið­Ameríku og norðurhluta Suður­Ameríku. Einstaka tegundir finnast á hitabeltissvæðum í Suður­Ameríku. Agave tegundir flokkast sem þykkblöðungar þar sem plönturnar safna í sig vatni til að nota á þurrkatímum og þær stundum kallaðar drottningar eyðimerkurinnar. Blöðin eru yfirleitt stór og gróftennt og eru tennur þeirra beittar, þau eru sterk, safa­ og trefjarík. Á blöðunum er stuttur og nánast ósýnilegur stilkur og mynda þau saman stóra rósettu. Plönturnar eru með grunnt liggjandi rótarhnýði sem fremur gegna því hlutverki að safna vatni úr dögg og regni en að sækja vatn neðanjarðar. Langflesta plöntur innan ættkvíslarinnar eru einblómstrandi, monocarpic, sem þýðir að þær blómstra einu sinni og síðan drepst sú rósetta sem blómstraði. Rósettur sumra tegunda geta þrátt fyrir það lifað lengi þar sem það tekur þær mörg ár og jafnvel marga áratugi að blómstra og mynda fræ. Sumar tegundir mynda margar rósettur og getur plantan lifað áfram þrátt fyrir að ein eða fleiri rósettur blómstri og drepist. Einnig eru til tegundir sem mynda rósettur á blómstönglinum sem festa rætur eftir að hann fellur. Fáeinar undantekningar eru frá þessu og til eru Agave tegundir sem blómstra og mynda fræ oftar en einu sinni. Við blómgun vex langur blóm­ stöngull, eða quiote, sem þýðir mastur í Mexíkó, upp úr miðri rósettunni. Stöngullinn, sem getur orðið rúmlega níu metra hár, ber mörg stutt rörlaga blóm á löngum blómstilk sem geta verið blá, rauð, gul og hvít. Tegundirnar eiga flestar það sameiginlegt að vaxa hægt og algengustu tegundir í ræktun eru A. americana, A. tequilana og A. attenuata. A. tequilana 'Weber's Blue', eða blátt Agave, er mest notað til að framleiða tekíla. Plantan er upprunnin í Mexíkó og dafnar best í sendinni jörð í yfir fimmtán hundruð metra hæð. Blöðin eru gráblá og um tveir metrar að lengd. Blómin gul á allt að fimm metra háum blómstöngli og sjá leðurblökur um frjóvgun þeirra. Goðsaga Asteka Samkvæmt goðsögnum eiga Astekar fyrst að hafa bruggað vægt áfengi úr safa plöntunnar á árunum milli 1172 og 1291 eftir að þeir settust að í Mið­ Ameríku. Astekar notuðu mjöðinn við trúarathafnir og áttu sína eigin drykkjugyðju sem kallast Mayahuel og þótti henni sopinn góður eins og getið er í söngvum og ljóðum. Til er veggmynd sem sýnir Mayahuel gefa sauðdrukknu kanínubörnum sínum brjóst. Samkvæmt goðafræði Asteka átti gyðjan 400 kanínubörn og rann mjöðurinn í æðum hennar og voru sífullu kanínubörnin sögð vera guðir vímunnar. Í einni goðsögn um Mayahuel segir að gyðjan hafi verið gift guðinum Petácatl sem var skapari og verndari alls plöntulífs á jörðinni. Þar segir að gyðjan hafi 400 brjóst, eitt fyrir hvert af kanínubörnum hennar. Mayahuel er sögð einstaklega lokkandi og að guðinn Quetzalcoatl, skapari mannsins, nái að heilla hug hennar til framhjáhalds. Þegar Petácatl kemst að framhjáhaldinu verður hann svo æfur af reiði að Mayahuel og Quetzalcoatl flúðu frá guðaheimum til jarðarinnar og földu þau sig í plöntumynd. Þegar Tzinzinmilt, langamma Mayahuel, kemst að framhjáhaldinu og flóttanum eyðir hún barnabarninu með eldingu og Quetzalcoatl grefur öskuna og upp af henni óx fyrsta Agave plantan. Uppruni orðsins tekíka Talið er að orðið tekíla á spænsku, la tequila, sé komið úr máli Nahuatl­ fólksins sem upphaflega bjó við strendur Mið­Ameríku frá Mexíkó til Níkaragva. Orðið þýðir staður uppskerunnar, staður vinnunnar eða staðurinn þar sem villijurtirnar vaxa og tengist vinnu við uppskeru. Samkvæmt annarri kenningu þýðir orðið beittur steinn. Tekíla er notað sem heiti á öndun, þorpum og dölum víða í Mið­Ameríku. Saga tekíla Fyrsti áfengi drykkurinn sem unninn var úr Agave innihélt 5 til 7% alkóhól og kallaðist pulque, eða octli á spænsku. Drykkurinn var hvítur á litinn og með súru gerbragði og er talið að hans hafi verið neytt frá aldaöðli í Mið­Ameríku. Neysla á drykknum jókst umtalsvert eftir að Evrópumenn settust að í Mið­ Ameríku og náði hámarki seint á nítjándu öld. Sagan segir að tekíla hafi fyrst verið eimað úr pulque á sextándu öld, í nágrenni við borgina Tequila, eftir að brandíbirgðir evrópskra landvinningamanna kláruðust og að þá hafi fyrsti mið­ameríski spíritusinn orðið til. Tekíla varð því til við samruna tveggja menningarheima. Skömmu eftir aldamótin 1600 hóf spænski landneminn Don Pedro Sánchez de Tagle, markgreifi af Slammað með tekíla Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Tekílaskot með salti og sítrónu. Mynd / thespruceeats.com Agave plöntur skornar fyrir vinnslu. Mynd / foodprint.org Agave tequilana 'Weber's Blue' eða blátt Agave. Mynd / Wikipedia.org

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.