Bændablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 43

Bændablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Jarðræktarstyrkir í garðyrkju Matvælaráðuneytið vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktunar á grænmeti, kartöflum og garðávöxtum til manneldis. Gert er ráð fyrir sérstakri álagsgreiðslu á jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Greiðslan verður reiknuð á grunni hefðbundinna umsókna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en á miðnætti 15. ágúst 2022 á afurd.is. Til að geta sent inn umsókn í Afurð þarf að liggja fyrir skýrsla í forritinu Jörð. Vakin er sérstök athygli á að hægt er að skila skýrslu í Jörð án þess að endanleg uppskera ársins liggi fyrir. Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru skil á skýrsluhaldi í Jörð og fullnægjandi túnkort af ræktunarspildu sem sótt er um styrk fyrir. Þá er lögð áhersla á skráningu ræktunar, áburðargjafar, varnarefnanotkunar o.fl., í samræmi við ákvæði reglugerðar um stuðning við garðyrkju nr. 1273/2020. Framlag á hvern hektara (ha) fyrir hvert bú, tekur mið af heildarfjölda hektara sem sótt er um. Fjöldi hektara sem sótt er um reiknast í samræmi við eftirfarandi stuðla: Fjöldi ha sem sótt er um Stuðull fyrir umsótta ha 1-30 ha 1,0 fyrir rótarafurðir 1-30 ha 4,0 fyrir afurðir ræktaðar ofanjarðar > 30 ha 0,7 fyrir rótararfurðir > 30 ha 3,0 fyrir afurðir ræktaðar ofanjarðar Stjórnarráð Íslands Matvælaráðuneytið Nielsen og Betinu B. Tvistholm var einkar áhugavert en það fjallaði um smitvarnir á kúabúum og mikilvægi þess að bændur taki þau mál föstum tökum. Þær stöllur stóðu að rannsókn á stöðu smitvarna á dönskum kúabúum og komust m.a. að því að bændur eru almennt mjög meðvitaðir um mikilvægi smitvarna en oft reynist þó erfitt í reynd að vera með öflugar smitvarnir. Þannig reynist t.d. mörgum bændum erfitt að hindra smit á milli dýra og vex sú áskorun með auknum fjölda gripa. Þannig eru t.d. 12 mögulegar beinar smitleiðir á milli fjögurra dýra en séu þau 30 eru beinu smitleiðirnar 870! Vinnuföt fyrir alla Eitt af því sem þær töldu mikilvægast var að bændur tryggi að allir sem vinna við gripina, hvort heldur sem það eru heimamenn eða aðkomufólk svo sem dýralæknar, frjótæknar eða ráðunautar, noti einungis vinnuföt viðkomandi kúabús. Sé svo gert dregur það verulega úr líkum á því að smit berist í gripina. Þá nefndu þær einnig að mikilvægt væri að búið sé svo um hlutina að þeir, sem fara á milli búa eins og t.d. bílstjórar slátur-, mjólkur- eða fóðurbíla, geti athafnað sig án þess að hætta sé á því að þeir beri með sér smit á milli búa. Ofnotkun lyfja Ofnotkun lyfja á kúabúm er vandamál víða um heim og fjallaði einmitt eitt erindið, flutt af Volkar Krömker frá háskólanum í Kaupmannahöfn, um það hvernig draga megi úr lyfjanotkun á kúabúum. Mest notkun lyfja er tengd meðhöndlun gegn júgurbólgu en reynslan sýnir þó að oft er verið að setja lyf í kýr sem í raun geta læknað sig sjálfar og án aðkomu lyfja! Þá gerist það einnig of oft að reynt er of mikið eða lengi að slást við þráláta júgurbólgu þegar besta leiðin í raun væri að slátra kúnni í staðinn fyrir að meðhöndla hana fyrst með heilmiklum lyfjakúr. Auðveldara sagt en gert, en hvernig má þá ná árangri? Volkar nefndi m.a. að kýr, sem hafa fengið tvisvar sinnum sýnilega júgurbólgu og með kýrsýni þrisvar í röð sem er hærra en 700.000 frumur/ml eigi að senda beint í sláturhús! Þessar kýr væru með svo þráláta sýkingu að meira að segja löng geldstaða, ásamt geldstöðumeðhöndlun, gerði lítið sem ekkert fyrir þær. Innri smitvarnir besta leiðin Volker benti á að til þess að ná árangri í því að draga úr notkun lyfja þá þyrfti fyrst að stíga rétt skref innan búsins. Þessi skref væru að draga úr líkum á smiti s.s. með því að halda kúnum tandurhreinum með því að veita þeim aðgengi að þurru legusvæði og hreinum gangsvæðum. Þá þyrfti að halda júgri og spenum hreinum fyrir og við mjaltir auk þess að hreinsa mjaltabúnað vel milli mjalta einstakra kúa svo bakteríur geti ekki borist á milli spena ólíkra kúa með mjaltatækjunum. Greina sýkla fyrir meðhöndlun Síðasta atriðið sem Volker nefndi var að aldrei ætti að meðhöndla sýkingu nema það liggi fyrir hvaða bakteríur eru að valda henni. Reynslan sýni að mótstöðukerfi kúa getur ráðið við margs konar sýkingar án hjálpar frá lyfjum og að til væru í dag ýmsar aðferðir sem nota má til þess að gera einfaldar bakteríugreiningar heima á kúabúunum sjálfum. Þannig geti bændurnir ræktað upp sýni, frá sýktum kirtli, með einföldum og ódýrum hætti og komist þannig skjótt að því hvort ástæða sé til þess að meðhöndla með lyfjum eða ekki. Sneggstu prófin á markaðinum taka ekki nema 12 tíma að skila niðurstöðum og þegar þær liggja fyrir, megi kalla til dýralækni sé þörf á því. Þess ber þó að geta að sé sýkingin að valda sársauka þarf auðvitað að meðhöndla kúna með verkjastillandi lyfjum óháð því hvort sýkingarvaldinn þurfi að meðhöndla með öðrum lyfjum eða ekki. Líkt og fyrr segir hefur í þeim þremur greinum, sem hafa fjallað um þetta danska Fagþing, einungis verið gripið niður í nokkur af þeim 70 erindum sem voru flutt og því af mun meiru að taka. Öll erindin er hægt er að skoða og hlaða niður með því að nota eftirfarandi hlekk: https:// www.tilmeld.dk/kvaegkongres2022/ praesentationer. Í dag geta bændur keypt margs konar einföld heimapróf til þess að greina smitvalda í kýrsýnum. Víkurhvarf 5 Vagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Steel STÁLGRINDAHÚS Fjöldi stærða og gerða í boði Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNAR Stærð palls 2,55 x 9,0m Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. STURTUVAGNAR Burðargeta 6,5 – 17 tonn þak og veggstál galvaniserað og litað Bárað• Kantað• Stallað• Fjöldi lita í boði Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 hhaukssonehf@simnet.is Víkurhvarf 5 SK ES SU H O R N 2 01 2 Víkurhvarf 5 Vagnar og stálgrind hús frá WECKMAN Steel STÁLGRINDAHÚS Fjöldi stærða og gerða í boði Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNAR Stærð palls 2,55 x 9,0m Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. STURTUVAGNAR Burðargeta 6,5 – 17 tonn þak og veggstál galvaniserað og litað Bárað• Kantað• Stallað• Fjöldi lita í boði Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 hhaukssonehf@simnet.is Víkurhvarf 5 SK ES SU H O R N 2 01 2 Ögurhva fi 8 7-18 tonn

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.