Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 5

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 5
1. §R. BJÖRN ÞORVALDSSON var prestur að StafafelK í Lóni um miðbik 19. aldar. Hann byggði ýmsum landsetum út af jörðum þeim, sem lágu undir Stafafell. Einn þeirra var fátækur bóndi, sem hét Sveinn. Hann kom eitt sinn að Stafafelli og fór að barma sér við heimilisfólkið yfir erfiðleikum sínum og sagði: „Allir eiga betra en ég — meira að segja djöfullinn“. Prestur heyxði þetta og spurði Svein: „Af hverju öfundar þú hann?“ „Hann situr þó alltaf á sjálfs sin eign“, svaraði Sveinn. 2. §IGURÐUR JÓSÚASON og Davíð frá Snóksdal voru einu sinni fullir á Borðeyri og lentu í áflogum. Sigurður kom Davíð undir og tók að lemja hann með svipuskafti sínu. Þegar Davíð fór að brjótast um og hljóða undan höggunum, sagði Sigurður með mestu hógværð: „Vertu rólegur, bróðir, meðan ég er rólegur”. 3- Verð á útflutningshrossum lækkaði mjög eftir heims- styrjöldina fyrri.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.