Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 18
i6
Skipstjóranum þótti hann hroðvirkur og sagði:
„Geturðu ekki draugast við að skola steinbítinn
betur?“
„Á ég kannske að bursta í honum tennumar líka?“
svaraði þá hásetinn.
34-
BÆNDAFUNDI í Húnavatnsþingi hélt búnaðar-
ráðunautur nokkur ræðu og komst þá meðal annars
svo að orði:
„Næst ætla ég að segja ykkur frá jörð neðarlega í
Vatnsdal. Á jörðinni bjuggu ung hjón, en maðurinn dó,
og svo bjó ekkjan í nokkur ár, en þá komst ungur
maður á hana og sat hana ágætlega, en svo hrakti hún
hann frá sér, og síðan hefur hún verið í mestu nið-
umíðslu“.
35-
{jjlSLI Á GRUND á Stokkseyri var skrítinn og kald-
ur í tilsvörum.
Einu sinni kom afspyrmuok, meðan bátar frá
Stokkseyri vom í róðri, og gátu þeir ekki lent, en
hleyptu upp á líf og dauða til Vestmannaeyja. Vom
menn mjög uggandi um afdrif þeirra.
Fólk stóð í hóp í fjörunni og horfði út á sjóinn.
Þá segir ein konan, sem átti mann sinn á sjónum:
„Hvernig skyldi nú vesalings bátunum líða?“
„Bátunum líður ágætlega", svaraði Gísli, „en það
getur kannske maður og maður hrokkið út“.