Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 24
22
bera fiskinn langt, heldur henti honum á klöpp í flæð-
armálinu.
Það fór lika svo, að nóttina eftir að hann lauk við
vöskunina kom norðanrok, og tók út allan fisk Símonar.
Vinnumaður Vilhjálms verðm- þessa var um morg-
uninn, hleypur til Símonar, sem er þá steinsofandi inni
í rúmi, vekur hann og segir:
„Mikið bölvað ómenni ertu, Simon! Þú hefur ekki
nennt að bera upp fiskinn í gær, og nú er hann allur
kominn í sjóinn“.
Símon lítur upp og segir:
„Nú, hann átti með það, blessaður sjórinn. Fiskur-
inn var úr honum tekinn, hvort sem var“.
48.
|yOKKRUM árum eftir að fiskinn tók út hjá Símoni
var hann í veizlu hjá fsak bónda í Miðkoti í Land-
eyjum.
fsak var kerskinn maður og spurði Símon, hvaða ár
það hefði verið, sem fiskinn tók út hjá honum.
„Ég man það nú ekki fyrir víst“, svaraði Simon, „en
það mun hafa verið árið, sem túngarðamir voru hlaðn-
ir í Miðkoti“.
En túnið þar var í mestu órækt og túngirðingar
alls engar.
49-
gÍMON flosnaði upp frá búskapnum á Suðurnesjum og
var fluttur á sína sveit, Vestur-Landeyjahrepp.
Þau hjónin voru fyrst sett niður á Þúfu í Út-Land-
eyjum.