Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 29

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 29
27 Hann þurfti að komast á salemi, en það var lokað, og fékk hann að vita, að vinnustúlka væri þar inni. Eftir alllanga bið ávarpar hann stúlkuna og segir: „Verðið þér lengi hérna?“ „Til 14. maí“, svaraði hún. 61. ^UNNAR FRÁ SELALÆK mætti nýlega Kjarval málara á götu óvenjulega vel klæddum og uppdubb- uðum. Gunnar segir við hann: „Mikið skolli ert þú annars orðinn unglegur“. „Já, finnst þér ekki kominn tími til þess?“ svaraði Kjarval. 62. JÓHANNES KJARVAL var á málverkasýningu Þor- valds Skúlasonar. Hann snýr sér að stúlku, sem hann þekkir ekki, og spyr: „Emð þér frænka Þorvalds?“ „Nei“, segir stúlkan. „Hvers vegna emð þér þá hér?“ spurði Kjarval. 63- j^JARVAL kom nokkm síðar aftur á sömu sýningu. Umsjónarmaður sýningarinnar segir þá við hann: „Nú, þú ert þá kominn hér aftur!“ „Já“, svaraði Kjarval, „ég ætlaði að vita, hvort myndirnar skánuðu ekki við að hanga“.

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.