Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Qupperneq 8
6
9-
„J£KKI ER ÉG frá því, og heldur er ég á því, að ein-
hver guð sé til“, sagði karlinn, þegar prestur hans
ávítaði hann fyrir trúleysi.
10.
QUÐMUNDUR KfKIR var að ræða við húsfreyju
eina, sem hann gisti hjá, um giftingar, og hélt hann
því fram, að karlmenn kvæntust yfirleitt ekki, ef þeir
væru ekki komnir í hjónaband um þrítugsaldur, en
konan bar á móti því, og voru þau búin að kýta all-
lengi um þetta.
„Það er nú til dæmis hann Jón, maðurinn minn“,
segir konan, „kominn var hann yfir þrítugt, þegar
hann giftist mér“.
„Já, ég kalla hann nú ekki giftan“, segir þá Guð-
mundur.
11.
^RNI PÁLSSON sagði:
„Það versta við rónana er, að þeir koma óorði á
brennivínið“.
12.
JTÆREYINGUR kom inn í bifreiðastöð hér í bænum
og þráspurði afgreiðslumanninn um fargjöld til
ýmissa staða.
Loks þreyttist afgreiðslumaðurinn á spumingum hans
og sagði:
,,Æ, farðu til fjandans“.
„Hvað kostar farið þangað?“ spurði Færeyingurinn.