Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 36

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 36
34 „Jæja“, segir þá Bjarni. „Það gerir ekki svo mikið til mín vegna, Ketill minn! Ég get pissað út um glugg- ann, en það er verra með hana Þóru“. Bjarni fékk koppinn. 79- gÆNDUR við Isafjarðardjúp skipta mikið við Kaup- félag Isfirðinga. Panta þeir vörur símleiðis og fá þær sendar með Djúpbátnum. Eitt sinn hringdi bóndi einn og bað um, að sér yrðu send vinnuföt, og var svo gert. Daginn eftir hringir bóndi til Ketils kaupfélagsstjóra og kvartar undan slæmri afgreiðslu, fötin séu alltof stór. „Það má kannske segja, að buxumar séu upp á mann“, segir bóndi, „en stakkurinn er eins og upp á sjálfan andskotann“. „Nú, það hefur þá hvorugt passað“, anzaði Ketill með hægð. 80. J LÆKNISTlÐ Vilmimdar Jónssonar á Isafirði var reist þar nýtt sjúkrahús. Því var valinn staður á túnbletti rétt hjá kirkjugarði Isfirðinga. Var það talin vönduð bygging, og réð Vilmundur mestu um tilhögun alla og staðarval. Skömmu eftir að sjúkrahúsið var tekið í notkun, kom Steingrimur læknir Matthíasson til ísafjarðar, og bauð Vilmxmdm: honum að skoða sjúkrahúsið.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.