Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 12

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 12
10 sagði, að maðurinn sinn talaði helzt ekki við kvenfólk, ekki einu sinni við hana sjálfa. Kona ein í samkvæminu kallaði þá á mann hennar og spurði, hvort þetta væri satt. Hann bar á móti því, en að þvi er konu sína snerti, þá sagðist hann varla komast að, því að hún hefði svo mikið að segja. Þá segir ein læknisfrúin: „Já, þetta er alveg satt. Hún kjaftar eins og heilt kvenfélag“. 20. §IGGI LITLI, fjögurra ára, fékk að fara í kirkju með móður sinni. Móðir hans sagði honum, að hann vrði að stein- þegja í kirkjunni alla messuna, því að enginn mætti tala hátt í kirkju. Þetta gekk nú allt vel, þangað til presturinn fer upp í stólinn og byrjar að prédika, þá kallar strákur: „Þegiðu, manni! Það má ekki tala hátt í kirkjunni“. 21. §R. FRIHRIK HALLGRlMSSON, Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali og Bjarni Bjamason klæðskeri sátu eitt sinn saman i veitingahúsi. Þetta var á þeim árum, þegar áfengi þótti síast meira út úr Reykjavíkurapóteki en nauðsynlegt var til lækninga. Tal þeirra félaganna barst að mælgi kvenna, og vitn- aði sr. Friðrik þá í orðskvið Salómons, að konuþras væri eins og sífelldur þakleki.

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.