Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 41

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 41
39 maðurinn upp á því að fá sér fótabað í tjöminni og veður út í hana. En þegar hann hefur staðið þar litla stund, kemur hann æðandi í land með skelfingarsvip. „Hvað gengur að þér, maður? Meiddirðu þig?“ spyr þá félagi hans. „Nei, en það snar-rennur af mér“, svaraði hinn. 9i- jyjAÐUR NOKKUR var að fjargviðrast yfir því, hve hættulegt það væri fyrir atvinnulíf landsmanna, ef öllum, sem ynnu á Keflavíkurflugvelli, yrði sagt upp. „Það gerir ekki svo mikið til“, varð þá öðrum að orði, „því að stjórnin setur álíka marga í nefndir“. 92. (^OGHILL, enski hestakaupmaðurinn, var vinsæll maður og vel látinn. Hann lærði dálítið í íslenzku, en tvinnaði blótsyrði í hverja setningu. Hann þekkti vel Áma Thorsteinsson landfógeta og var vinur hans. Einu sinni samdi Ámi um það við Coghill, að hann seldi sér úr stóðinu reiðhest handa konu sinni. Þegar nú landfógetinn kemur til að velja hestinn, tekur Coghill honum með fögnuði og hrópar til manna sinna: „Piltar! Hér er landfógetinn kominn og vill fá góðan hest handa helvítis kerlingunni sinni“.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.