Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 22
20
Símon fer loks út, sér hvers kyns er, rífur fyrir-
hleðsluna úr gluggatóftinni og kallar til konu sinnar:
„Fagurt sólarlag, Þórdís mín, ef þú vilt sjá það“.
Þórdís hrást hin versta við og sagði:
„Að þú skulir ekki stefna þeim, Símon“.
Þá segir Simon:
„Hverjum á að stefna og fyrir hvað? Fyrir það, að
við fengum að sofa út?“
44-
SlMON var einu sinni staddm- á gamlárskvöld hjá
Katli bónda í Kotvogi.
Þar voru einnig tveir flökkukarlar, Pétur, sem kall-
aður var tæfa, og Guðlaugur snikkari, sem hafði við-
urnefnið brauðlangur. Hann var stór maður og sterkur.
Símon fer nú að erta Pétur, þangað til hann reiðist,
ræðst á Símon og hefur hann undir.
Guðlaugur ætlar þá að hjálpa Símoni, en hann
bregzt illa við og skorar á Pétur að ráðast með sér á
Guðlaug. En svo fóru leikar, að Guðlaugur lék þá báða
hart, einkum Símon, og flýði hann loks inn til hús-
freyju illa til reika.
Þegar Vilborg húsfreyja sér Símon, segir hún:
„Mikil hörmung er að sjá þig, Símon minn! Þú ert
allur rifinn og blóðugur“.
„Þetta er þó snikkaraverk, Vilborg mín“, svarar
Símon þá.
45-
J KOTVOGI var um skeið vinnumaður, sem Kristján
hét. Hann var Skagfirðingur.