Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Blaðsíða 44
42
Páll sýslumaður Vídalín var einu sinni gestur í
hótelinu hjá honum, og sátu þeir Vigfús að máltíð.
Lax var á borðum.
„Étur sýslumaðurinn ekki laxroð?“ segir þá Vigfús.
Páll neitar því.
„Undarlegt er það með tíkina“, segir Vigfús.
Sýslumaður, sem leit stórt á sig, reiddist og stóð upp
frá borðum.
„Það var eins og blessuð skepnan skildi“, sagði
þá Vigfús.
100.
YIGFtJS var tvígiftur. Einu sinni sat hann að sumbli
með nokkrum kunningjum sínum og fór að tala um
konur sínar, sem voru báðar dánar, og hældi hann
þeim mjög, sérstaklega seinni konunni.
Þá spyr einn af kunningjum hans:
„Hvað hét hún nú aftur, seinni konan þín?“
Vigfús hugsar sig um nokkra stund og segir síðan:
„Guð almáttugur! Nú er ég alveg búinn að gleyma,
hvað hún hét“.
101.
pÁLL PÁLSSON á Kolgrimustöðum orti þessa visu
um mann, sem var að stríða við að fá stúlku, en hún
vildi hann aðra stundina en aðra stundina ekki:
Girndum þvingað góðmennið,
— gegnum ringa vissu, —
tauma slyngur teygir við
tilhneiginga-hry s su.