Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Blaðsíða 33
31
„Ég hef að vísu séð lík rísa upp til hálfs í líkhúsinu11.
„Já“, segir þá Jón með ákefð. „Það er í áttina“.
71-
gTlNA LITLA hafði verið heldur kuldaleg í viðmóti
við frænku sína, sem kom í heimsókn.
Móðir hennar ætlaði að láta hana hæta úr með því
að kveðja frænkuna virðulega, þegar hún fór, og sagði:
„Hvað segir þú svo við hana frænku þína, Stína mín,
þegar hún er að fara?“
„Guði sé lof“, svaraði Stína.
7 2.
gKAGFIRÐINGUR einn flokkaði uppáhaldsmenn sína
í þrjá flokka. Það voru hestamenn, hestamenn og
kvennamenn, og í þriðja flokknum voru þeir fullkomn-
ustu: Hestamenn, kvennamenn og ofstopamenn við
vin.
73-
]£ONAN hljóp burt frá Sigurði hónda, og smalatíkin
fylgdi henni.
Heimkoma konunnar dróst, og sendi því Sigurður
vinnumann sinn til að reyna að fá hana heim aftur.
Þegar vinnumaðurinn var kominn út í túnfótinn,
kallaði Sigurður á eftir honum svo hátt, að heyrðist
á næstu bæi:
„En umfram allt komdu heim með tíkina“.