Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 10
8
Þá hafði verið hætt að gefa fé, en ær sóttu í kuml,
sem var við fjárhús nálægt bænum.
Halldór bað því tvo vinnumenn sína, er voru á dans-
leiknum, að líta eftir því, að ærnar færu ekki í kumlið
um nóttina.
Harm mun samt ekki hafa treyst vinnumönnum
sínum sem hezt, því að hann fór á fætur eftir mið-
nættið og fann þá nokkrar ær dauðar í kumlinu, og
höfðu þær troðizt undir.
Halldór fer nú inn í dansstofuna, en þá er hlé á
dansinum.
Hann snýr sér að vinnumönnum sínum og segir:
„Blessaðir, haldið þið áfram að dansa, piltar! Nú er
það óhætt, því að nú eru rollurnar dauðar“.
15-
QUÐMUNDUR Á KELDUM og Þorgils á Rauðnefs-
stöðum voru báðir stórbændur á Rangárvöllum, en
Guðmundur var þó ríkari.
Með þeim voru oft ertingar og stórbændarígur.
Einu sinni sagði Guðmundur við Þorgils:
„Ég á barn á hverju ári og kaupi jörð á hverju ári,
en þú étur árlega upp arðinn af þínu búi“.
16.
jyjAGGA LITLA, þriggja ára gömul, var vön að sjá
bróður sinn, á fyrsta ári, skríða á fjórum fótum.
1 fyrsta skipti, sem hún sá bróður sinn rísa upp og
standa í fætuma, kallaði hún til móður sinnar:
„Nei, sjáðu, mamma! Hann htli bróðir stendur á
afturfótunum".